2021
Veita þeim hirðisþjónustu sem eru í fangelsisvistun
Janúar 2021


Veita þeim hirðisþjónustu sem eru í fangelsisvistun

Glæpur dregur ekki úr virði sálar.

Ljósmynd
collage image showing four different pictures of life in prison

Ljósmyndir frá Getty Images

Á þessum tíma er yfir 10 milljón manns haldið í fangelsii á heimsvísu.1 Jesús Kristur, sem elskar alla menn og skilur alla erfiðleika, býður okkur að þjóna öllum börnum himnesks föður – einnig þeim sem eru á bak við lás og slá. „Þá munu þeir réttlátu segja: Herra, hvenær sáum vér þig … í fangelsi og komum til þín?

„Konungurinn mun þá svara þeim: Sannlega segi ég yður, það allt, sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér“ (Matteus 25:36–40).

Hvernig getum við gert það sem frelsarinn bauð og þjónað þeim sem eru í fangelsi á öryggan hátt? Í þessari grein er getið um helstu reglur þess til að takast á við það. Ræðið í bænarhug við kirkjuleiðtoga á svæði ykkar um hvað rétt og skynsamlegt sé að gera á svæði ykkar.

Börn Guðs, systkini okkar

Þótt réttarkerfi þjóða geti verið ólíkt, þá eru áskoranir fangelsisvistar þær sömu. Doug Richens sér um liðsinni í þágu fangelsisvistaðra meðlima kirkjunnar. Hann vinnur líka að því með öðrum trúarsamtökum og samfélagshópum að hjálpa þeim sem þjást vegna fangelsisvistunar, burt séð frá bakgrunni þess eða trúarskoðunum.

„Það sem þau eiga sameiginlegt sem eru á bak við lás og slá, er að vera talin óáreiðanleg, ofbeldisfull og hættuleg,“ segir bróðir Richens. „Ég hef þó komist að því að það á ekki við um flesta. Flestir upplifa eftirsjá yfir verknaði sínum. Þau reyna að rísa ofar slæmum ákvörðunum liðinnar tíðar og bæta eigið líf.“

Í sumum löndum á allt að helmingur allra borgara náinn fjölskyldumeðlim sem hefur verið vistaður í fangelsi.2 Hvaða jarðneska aðstæður sem kunna að auðkenna þessi innilokuðu systkini, foreldra og börn, þá eru þau börn Guðs, systkini okkar.

Jarðneskir og eilífir dómar

Þótt lífið geri kröfu um að við dæmum, þá geta himneskur faðir og Jesús Kristur einir dæmt menn fullkomlega, byggt á aðstæðum þeirra, verkum og þrám (sjá 1. Samúel 16:7). Sá fullkomni dómur mun vissulega taka mið af þeim aðstæðum sem fólk fæðist inn í, sem gætu gert fangelsisvistun líklegri, svo sem fjölskylduskaða, fátækrararfleifð, menningartengdri notkun eiturlyfja o.s.frv. Margir aðrir þættir geta haft áhrif á getu einstaklinga til að taka góðar ákvarðanir, til að mynda tengdum heilsufari eða vellíðan.3 Þótt mikilvægt sé að samfélög framfylgi lögum til samfélagslegs öryggis, þá getum við gert það með samhyggð og eilífri yfirsýn, meðvituð um að það er margt sem við ekki skiljum.

„Íhugið hvernig ykkur myndi líða, ef þið væruð dæmd það sem eftir væri ævinnar fyrir það versta sem þið hafið nokkurn tíma gert,“ sagði Tanja Schaffer, meðlimur kirkjunnar, sem starfaði á lögfræðiskrifstofu áður en hún stofnaði samtök til varnar föngum. Guð fyrirgefur þeim sem hann mun fyrirgefa, en hann býður okkur að fyrirgefa öllum“ (sjá Matteus 18:21–22).

Reglan um fullkominn dóm Guðs, getur líka verið þeim huggun sem eru fórnarlömb glæps. Stundum tekur fólk sem hefur sært aðra aldrei út refsingu á jörðu. Fórnarlömb geta þjáðst mikið lengur en sem nemur fangelsistíma þeirra sem frömdu verknaðinn. Margir sem hafa verið innilokaðir í fangelsi hafa bæði verið í sporum þolanda og geranda á ólíkum tíma, sem segir okkur að lífið er flókin blanda sambanda og ákvarðana sem hafa áhrif á aðra. Við getum huggað okkur við það að himneskur faðir og Jesús Kristur skilja þetta allt saman. Dómur þeirra mun verða fullkominn. Sú lækning sem þeir bjóða – bæði saklausum og iðrandi – verður algjör (sjá Opinberunarbókin 21:4).

Kærleiksríkt fordæmi leiðtoga

Öldungur Gerrit W. Gong, í Tólfpostulasveitinni, sagði frá samkomu þar sem allir voru hvítklæddir umhverfis hann. Þar var sungið og beðist fyrir og elska Guðs var ríkuleg.4 Þvert á það sem mörg okkar gætu séð fyrir sér, þá var þetta ekki musterissamkoma. Þetta var trúarleg vitjun í fangelsi, þar sem hvítir samfestingar var staðalfatnaður.

„Leiðtogar kirkjunnar láta sér annt um alla sem eru innilokaðir og tkast á við afleiðingar glæps,“ vitnar bróðir Richens, er hann segir frá því að einn leiðtogi gefi kirkjutímaritið sitt einhverjum sem hann heimsækir í fangelsinu í hverjum mánuði. „Þau vitja oft fanganna, styðja fjölskyldur þeirra og annast fórnarlömb af kærleika.“

Þjónusta til betrunar er á ábyrgð stikuforseta, sem vinnur með leiðtogum deildarinnar að því að koma til móts við þarfir þeirra sem eru á svæðinu. Hvað eru stikuleiðtogar ykkar að gera til að þjóna vistuðum meðlimum og miðla þeim upplífgandi boðskap? Sumstaðar geta kirkjumeðlimir verið kallaðir til að heimsækja og kenna þeim sem vistaðir eru í fangelsi. Bróðir Richens sagði að oft væru þeir meðlimir sem kallaðir væru til að veita stuðning kvíðnir í fyrstu, en fyndist síðan köllunin svo þýðingarmikil að þeir vildu aldrei láta leysa sig frá henni.

„Þetta er flekklaus guðrækni,“ sagði hann (sjá Jakobsbréfið 1:27).

Þótt við ættum ekki að finna fyrir þrýstingi til að vitja einhverra sem við ekki þekkjum í fangavistun, þá eru til aðrar öruggar leiðir til þjónustu. Hér eru nokkrar þeirra:

  • Biðjið fyrir þeim sem eru í fangavistun, einkum þeim sem þið þekkið með nafni. Bænin er máttug.

  • Athugið í fangelsi svæðis ykkar hvort þar sé tekið á móti frjálsum framlögum ýmssa vara. Handverk, eins og að hekla, lestur, listverkefni og ættarsögurannsóknir eru leyfð í mörgum fangelsum.

  • Ef þið þekkið einhvern sem er í fangavistun, skrifið þeim þá upplífgandi bréf. Takið öruggar og skynsamar ákvarðanir í samskiptum ykkar. Fylgið andanum og viðhaldið viðeigandi mörkum.

  • Komið fram við fjölskyldumeðlimi þeirra sem eru í fangavistun af kærleika, virðingu og alúð – einkum börn. Hafið hugfast að fjölskyldumeðlimir eru yfirleitt líka saklaus fórnarlömb. Heilagur andi getur hjálpað okkur að vita hvernig best er að þjóna öllum meðlimum fjölskyldunnar.

Ljósmynd
woman sitting on bed and praying

Heilagur andi hefur ekki takmörk

Fangelsisvistun getur verið einkar erfiður tími í lífi einstaklings. Veggir, rimlar eða keðjur eru þó heilögum anda engin fyrirstaða. Bæn, ritningarnám og auðmýkt geta laðað að hughreystandi návist hans, engu síður í fangaklefa eða utan hans. Fangelsi getur af þeirri ástæðu orðið staður kraftaverka.

Portia Louder, meðlimur kirkjunnar sem skrifaði bloggpósta meðan hún var í fangavistun, lýsti tíma sínum í fangelsinu sem erfiðri ferð trúar og sjálfsuppgötvunar. „Ég hef átt í nokkuð alvarlegu basli í lífinu, en ég skynja lækningu mína fyrir ólýsanlega elsku,“ skrifaði hún. „Hvaða áskoranir sem þið standið frammi fyrir einmitt núna, hvar sem þið eruð á ferð ykkar, gefist þá ekki upp!“

Carff Cannon, sem þjónaði sem greinarforseti fyrir fangelsi, sagði frá því hvernig andinn hvatti hann til að tala vingjarnlega við harðbrjósta mann, sem hafði átt erfitt líf. „Það sem þú sagðir við mig voru vingjarnlegustu orð sem hafa nokkru sinni verið sögð við mig ,“ sagði þessi maður. „Ég minnist þess ekki að við mig hafi verið talað af vingjarnleika og umhyggju. Þakka þér fyrir.“ Þeir luku heimsókninni með fyrstu bæninni sem þessi maður hafði heyrt árum saman.

„Já, heilagur andi er vissulega í húsakynnum betrunar,“ vitnaði bróðir Cannon. „Börn Guð eru þarna og hann vill fá þau til baka.“

Guð gefur öllum þeim mikilfengleg loforð sem fylgja honum, hvort sem við lærum fyrst um hann í sunnudagaskóla eða fangelsi. Líkt og segir í Esekíel 36:26: „Ég mun gefa yður nýtt hjarta og leggja yður nýjan anda í brjóst.“

Afar erfitt er að fara aftur út í samfélagið

Glæpur dregur ekki úr verðmæti sálar (sjá Kenning og sáttmálar 18:10). Fangelsisvistun ætti ekki að skilgreina allt líf manna. Þegar einhver þráir að breytast til batnaðar, leyfum við þá fólki að vaxa og að því sé fyrirgefið?

„Náð og samúð Guð er mikilfengleg,“ sagði bróðir Richens. „Stundum finnst einstaklingum í fangavistun að Drottinn hafi fyrirgefið þeim löngu áður en stjórnvöld, samfélagið eða jafnvel sumir meðlimir hafa gert það.“

Erfitt er að koma aftur út í samfélagið eftir vistun. Oft eiga þeir sem hafa lokið afplánunartíma erfitt með að fá atvinnu eða húsakost. Við getum hjálpað þeim að finna öryggi á góðum stöðum og takast á við heilbrigða dægrastyttingu. Ef til vill er það besta sem við getum gert að vera jákvæður, hughreystandi vinur. Þegar Joseph Smith talaði um betrunarvist þegar hann var í framboði til forseta, kenndi hann að „harðneskja og einangrun myndu aldrei gera hneigðir manna betri en vinsemd og vinátta gerðu.“5

Samúð skiptir sköpum

Júdas hvatti hina heilögu til að „[vera milda]“ (Júdasarbréfið 1:22). Orð hans enduróma boð frelsarans um að muna eftir þeim sem eru í fangelsi. Hvernig munum við bregðast við slíkum boðum? Leggjum okkur fram við að næra þá sem eru vistaðir í fangelsi, og fjölskyldur þeirra, með gæsku Guðs. Samúð okkar getur skipta sköpum.

Heimildir

  1. Sjá „World Prison Population List: Eleventh Edition,“ National Institute of Corrections, nicic.gov.

  2. Sjá „Half of Americans Have Family Members Who Have Been Incarcerated,“ 11. des. 2018, Equal Justice Initiative, eji.org/news.

  3. Sjá „Traumatic Brain Injury in Criminal Justice,“ Denver-háskóli, du.edu/tbi.

  4. Jólasamkoma Prestdæmis- og fjölskyldudeildar, desember 2019.

  5. „Joseph Smith as a Statesman,“ Improvement Era, maí 1920, 649.