Guð talar til okkar í dag
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

Helstu trúarreglur

Guð talar til okkar í dag

Himneskur faðir vill liðsinna okkur. Erum við að hlusta á hann?

Fyrir tvö hundruð árum birtust himneskur faðir og Jesús Kristur ungmenni að nafni Joseph Smith. Fyrsta sýnin kennir okkur mikilvægan sannleika. Jesús er enn á ný að leiða kirkju á jörðunni. Spámenn eru nú fyrir hendi, líkt og til forna. Guð þekkir hvert okkar með nafni og hlustar á bænir okkar. Við erum blessuð þegar við reynum dag hvern að hlýða á rödd hans.

Hvað er opinberun?

Þegar Guð talar til barna sinna, er það kallað „opinberun.“ Opinberanir eru af mörgum toga.

Þegar Guð talar til okkar einslega með heilögum anda er það kallað persónuleg opinberun. Hann getur huggað og leiðbeint okkur.

Við getum líka hlotið opinberun um hvernig hjálpa má þeim sem við erum kölluð til að leiða. Foreldrar geta til að mynda hlotið opinberun um fjölskyldu sína og biskup getur hlotið opinberun um deild sína.

Aðeins spámaðurinn getur hlotið opinberun fyrir alla kirkjuna, en hvert okkar getur beðist fyrir um hvort það sé satt sem leiðtogar okkar kenna.

Ljósmynd af telpu í kirkju, eftir Miguel A. Honores Troncosc; ljósmynd af biðjandi konu, eftir Catherine Frost; ljósmynd af manni í skógi, eftir David Winters; Jehóva stendur við loforð sín, eftir Sam Lawlor

Hvernig get ég stuðlað að opinberun?

Við getum hvenær sem er talað við kærleiksríkan, almáttugan, alvitran himneskan föður í bæn. Hann vill að við þökkum honum fyrir blessanir, tölum við hann um eigið líf og biðjum um það sem við þörfnumst. Við ættum síðan að hlusta á þær hugsanir og tilfinningar sem koma frá heilögum anda, sem er eins og erindreki frá himneskum föður.

Hvernig finnum við fyrir opinberun?

Það er engin ein leið til að lýsa opinberun. Guð talar til sérhvers okkar á þann hátt sem við skiljum (sjá Kenning og sáttmálar 1:24). Fólk upplifir stundum drauma og vitranir. Guð talar þó oftar til okkar með kyrrlátum tilfinningum frá heilögum anda, líkt og hlýju, friði eða gleði.

Í námi þessa mánaðar í Kenningu og sáttmála, lesum við um Oliver Cowdery, sem lærði að opinberun hlýst bæði í huga og hjarta (sjá Kenning og sáttmálar 8:2).

Getið þið nefnt dæmi um opinberun í ritningunum?

Margar frásagnir ritninganna segja frá því að Guð talaði til fólks síns:

  • Guð sagði Nóa hvernig vernda ætti fjölskyldu hans (sjá 1. Mósebók 6:17–18).

  • Himneskur faðir og Jesús hughreystu lærisvein að nafni Stefán (sjá Postulasagan 7:55).

  • Opinberun hjálpaði Nefí að halda boðorðin (sjá 1. Nefí 4:6).

  • Þótt aðrar ritningar séu fornar heimildir, þá eru Kenning og sáttmálar nútíma opinberanir. Á þessu ári gefst okkur einstakt tækifæri til að læra í bók sem fyllt er orðum frá Drottni sjálfum.