Hvernig kirkjusögunám styrkti trú mína
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

Hvernig kirkjusögunám styrkti trú mína

Ljósmynd frá Getty Images

Þegar ég var í efri deild grunnskóla í Suður-Afríku, naut ég þess að læra sögu. Þegar ég fór í háskóla, ávann ég mér gráðu í sögu. Þegar ég var í yngri deild trúarskóla og síðan eldri deild, naut ég alls námsins, en þó einkum Kenninga og sáttmála, því þá lærði ég um sögu kirkjunnar. Í áranna rás hef ég notið þess að lesa bækur um sögu kirkjunnar – jafnvel þeirra sem fjalla um erfið mál í sögu okkar. Þegar ég læri áfram kirkjusöguna í hinum ýmsu heimildum, þá styrkist trú mín. Það gerist á þrjá eftirfarandi vegu.

Kirkjusagan veitið mér yfirsýn, einkum hvað varðar trúariðkun fortíðar, þar með talið hvað varðar takmarkanir á blessunum prestdæmisins og musterisins. Þegar ég komst fyrst að því að svartir karlmenn hefðu á árum áður ekki getað haft prestdæmið, hrikti í trú minni. Hvernig gat kirkjan sem ég elskaði hafa aftrað svörtum kalmönnum frá því að fá prestdæmið? Sumir reyndu að koma með skýringar á þessu og héldu því fram að þær væru kenningarlegs eða ritningarlegs eðlis. Þetta var óþægilegt og truflaði mig mikið.

Með tímanum var það hin sögulega skýring sem var rökrétt og hughreysti. Hin sögulegi formáli að Opinberri yfirlýsingu 2 útskýrir t.d. að Joseph Smith hafi vígt nokkra svarta karlmenn, en að kirkjuleiðtogar hefðu hætt að veita svörtum karlmönnum prestdæmið snemma í sögu kirkjunnar. Síðan er þessi mikilvæga staðhæfing sett fram: „Kirkjuskrár veita ekki skýra sýn inn í uppruna þeirrar iðkunar.“1 Ritsafnið Gospel Topics2 og fleiri kirkjubækur varpa skýrara ljósi á efnið og hið sögulega samhengi.3 Þessar úrskýringar á sögunni voru mér ásættanlegar og styrktu trú mína.

Saga kirkjunnar stuðlar að þakklæti mínu til þeirra sem hafa farið á undan. Það á einkum við þegar framlög hinna að því er virðist „venjulegu“ meðlima eru íhuguð. Fyrstu kapellurnar sem byggðar voru í Suður-Afríku, í Simbabve og Samibíu á áratugunum 1950 og 1960, voru t.d byggðar fyrir framlög meðlima. Stærri fórna var jafnvel krafist til að hljóta helgiathafnir musterisins. Margir meðlimir vissu að það tæki áratugi að fá musteri í Afríku, svo þeir seldu eigur sínar, þar með talið heimili sín, til að hafa fé til að ferðast til musterisins og taka þátt í þessum helgu athöfnum. Kirkjan á meginlandi Afríku er byggð fyrir trú þessara fyrritíðar meðlima, sem áttu lítið en fórnuðu svo miklu. Þegar ég les heimildirnar um þá, styrkist trú mín og fórnfýsi mín eykst.

Kirkjusagan hvetur mig til að vera betri skrásetjari. Kirkjuleiðtogar hafa hvatt til þess að við höldum dagbók. Hvers vegna? Því að saga kirkjunnar er heimild um „lífsmáta …, trú og störf“ meðlima hennar (sjá Kenning og sáttmálar 85:2). Í hvert sinn sem ég les kirkjusöguna, til að mynda hinar nýju sögubækur Heilagir, þá hrífst ég af því að þessi ritverk eru einungis til vegna dagbóka og bréfa venjulegra meðlima kirkjunnar. Einlægir frásagnir þeirra frá fyrstu hendi, hvetja mig til að vanda mig betur við dagbókarhald og hjálpa þannig sagnfræðingum síðar tíma við að skjalfesta rétta sögu kirkjunnar í Afríku.

Það felst líka persónulegri blessun í því að lesa sögu kirkjunnar og vinna að því að skrá eigin heimildir. Eins og Henry B. Eyring forseti, annar ráðgjafi í Æðsta forsætisráðinu, hefur kennt, þá er ég blessaður að sjá og muna eftir hönd Drottins í lífi mínu og lífi fjölskyldumeðlima minna.4 Þessi minning styrkir vitnisburð minn og eykur getu mína til að takast á við áskoranir í lífi mínu. Þegar ég skrái eigin heimild og íhuga vandlega skráðar heimildir annarra meðlima kirkjunnar, fer ég að greina hið guðlega mynstur Drottins við að endurheimta kirkju sína og ríki á síðari dögum.

Þessar lexíur, og margt annað sem ég hef lært um sögu kirkjunnar, hafa átt ríkan þátt í andlegri framþróun minni. Þessar lexíur hafa líka veitt mér hugrekki til að verja trú mína, vegna þess að ég skil hvers vegna við gerum það sem við gerum. Að vera meðvitaður um sögulegt samhengi hinna ýmsu trúariðkunar og skoðana okkar, hefur gert mig að betri kennara og betri lærisveini.

Ljósmynd frá Getty Images