2021
Vaxa inn í reglu opinberunar
Janúar 2021


Vaxa inn í reglu opinberunar

Ég hvet ykkur til að taka nauðsynleg skref til að hlýða oftar og betur á Drottin, svo þið getið tekið á móti þeim skilningi sem hann vill veita ykkur.

Ljósmynd
photograph of small green plant

Ljósmynd frá Getty Images

Að loknum síðdegishluta aðalráðstefnu, 30. september 2017, kom ég við á sjúkrahúsinu til að gæta að ástkærum sveitarmeðlimi mínum, öldungi Robert D. Hales. Hann hafði verið lagður inn, því hann hafði fengið hjartaáfall nokkrum dögum áður.

Við áttum dásamlega stund saman og hann virtist taka framförum. Hann jafnvel andaði án aðstoðar, sem var góðs viti.

Um kvöldið talaði andinn þó í hjarta mitt og huga og hvatti mig til að fara aftur á sjúkrahúsið næsta sunnudag. Á sunnudagsmorgunhluta aðalráðstefnunnar koma þessi sterka hvatning aftur. Mér fannst ég þurfa að sleppa hádegisverðinum og flýta mér til öldungs Hales um leið og morgunhlutanum lyki, sem ég og gerði.

Þegar ég kom til hans, sá ég að öldungi Hales hafði versnað til muna. Hann andaðist því miður 10 mínútum eftir komu mína, en ég er þakklátur fyrir að hafa verið hjá honum með hinni ljúfu eiginkonu hans, Mary, og tveimur sonum þeirra, þegar hann yfirgaf þetta líf.

Hver þakklátur er ég fyrir hvatningu heilags anda um að gera nokkuð sem ég hefði annars ekki gert. Hve þakklátur ég er líka fyrir raunveruleika opinberunar og að himnarnir séu enn á ný opnir.

Á þessu ári lærum við um Kenningu og sáttmála, bæði í einkanámi og í námsbekkjum. Þetta safn „guðlegra opinberana og innblásinna yfirlýsinga,“ getur blessað alla þá sem læra þær og bregðast við guðlegri handleiðslu þeirra. Þær eru boð „til allra manna, alls staðar, um að hlýða á rödd Drottins Jesú Krists,“1 því sannlega „er rödd Drottins til allra manna“ (Kenning og sáttmálar 1:2).

Hætta, myrkur, blekking

Stundlegir og andlegir stormar eru hluti af jarðlífinu, eins og sannast með KÓVÍD-19 faraldrinum. Frelsarinn sagði fyrir um tímabil mikilla þrenginga fyrir síðari komu sína. Hann sagði: „Þá verður hungur og fár og landskjálftar á ýmsum stöðum“ (Joseph Smith – Matteus 1:29).

Samhliða slíkri þrengingu verður aukið myrkur og blekking umhverfis. Líkt og Jesús sagði við lærisveina sína: „Misgjörðir [munu] þrífast“ fyrir komu hans (Joseph Smith—Matteus 1:30).

Satan hefur skipulagt öfl sín og fer af heift gegn verki Drottins og þeim sem taka þátt í því. Þörf okkar fyrir guðlega handleiðslu hefur aldrei verið meiri, vegna hinnar aðsteðjandi hættu, og aldrei hefur verið brýnna að hlýða á rödd Jesú Krists – málsvara okkar, frelsara og lausnara.

Ég sagði stuttu eftir að ég var kallaður sem forseti kirkjunnar, að Drottinn væri fús til að opinbera okkur vilja sinn. Það er ein mesta blessun hans fyrir okkur.2

Hann hefur lofað á okkar tíma: „Ef þú munt spyrja, munt þú hljóta opinberun á opinberun ofan, þekking á þekking ofan“ (Kenning og sáttmálar 42:61).

Ég veit að hann mun svara ákalli okkar.

Hvernig við hlýðum á hann

Að vita hvernig andinn talar, skiptir sköpum á okkar tíma. Við minnumst fyrirmyndar spámannsins Josephs Smith til að hljóta opinberun, svör og vernd og handleiðslu.

Í fyrsta lagi sökkvum við okkur niður í ritningarnar. Með því ljúkum við upp huga okkar og hjarta fyrir kenningum og sannleika frelsarans. Orð Krists „segja [okkur] að fullu, hvað [okkur] ber að gjöra“ (2. Nefí 32:3), einkum á þessum tíma óvissu og umróts.

Þessu næst biðjumst við fyrir. Bænin krefst frumkvæði, svo við auðmýkjum okkur frammi fyrir Guði, finnum kyrrlátan stað til að fara reglubundið á og úthella honum hjarta okkar.

Drottin segir: „Nálgist mig og ég mun nálgast yður. Leitið mín af kostgæfni og þér munuð finna mig. Biðjið og yður mun gefast, knýið á og fyrir yður mun upplokið verða“ (Kenning og sáttmálar 88:63).

Það veitir huggun, hvatningu, von og lækningu að koma til Drottins. Við biðjumst því fyrir í hans nafni vegna áhyggju okkar, veikleika og langana og ástvina okkar, kallana okkar og spurninga.

Við leggjum síðan við hlustir.

Ef við stöldrum við um stund á hnjánum, eftir bæn okkar, munu hugsanir, tilfinningar og handleiðsla koma í huga okkar. Með því að skrá þessi hughrif, munum við minnast þess hvað Drottinn vill að við gerum.

Þegar við endurtökum þetta ferli, munum við, líkt og spámaðurinn Joseph Smith orðaði það, „vaxa inn í reglu opinberunar.“3

Ljósmynd
woman praying in bedroom

Verðugleiki til að hljóta opinberun

Að fága hæfileika okkar til að bera kennsl á hljóða rödd heilags anda og auka hæfni okkar til að hljóta opinberun, krefst verðugleika. Verðugleiki krefst ekki fullkomnunar, heldur að við keppum að auknum hreinleika.

Drottinn væntir daglegrar viðleitni, daglegra framfara, daglegrar iðrunar. Verðugleiki krefst hreinleika og hreinleiki gerir okkur hæf fyrir heilagan anda. Þegar við höfum „hinn heilaga anda [okkur] til leiðsagnar“ (Kenning og sáttmálar 45:57), verðum við hæf fyrir persónulega opinberun.

Ef eitthvað kemur í veg fyrir að við fáum lokið upp dyrum að leiðsögn himins, þá gætum við þurft að iðrast. Iðrun getir okkur kleift að ljúka upp dyrunum, svo við fáum heyrt rödd Drottins oftar og greinilega.

Öldungur David A. Bednar í Tólfpostulasveitinni, kenndi: „Mælikvarðinn er skýr, ef eitthvað sem við hugsum um, horfum eða hlustum á, eða gerum, fjarlægir okkur frá heilögum anda, ættum við að hætta að hugsa um, horfa eða hlusta á, eða gera það. Ef það sem á t.d. að skemmta okkar dregur okkur frá heilögum anda, þá er sú tegund skemmtunar sannarlega ekki fyrir okkur. Andinn þolir ekki það sem er klúrt, gróft eða ósiðlegt og því er það greinilega ekki fyrir okkur.“4

Þegar við tengjum aukinn hreinleika og hlýðni við föstu, kostgæfinni leit, námi í ritningunum og á orðum lifandi spámanna og musteris- og ættarsögustarfi, þá munu himnarnir ljúkast upp. Drottin mun þá á móti uppfylla loforð sitt: „Ég mun veita þér af anda mínum, sem mun upplýsa huga þinn“ (Kenning og sáttmálar 11:13).

Við gætum þurft að sýna þolinmæði, en Guð mun tala til okkar á eigin hátt og tíma.

Andi skilnings

Job sagði: „En það er andinn í manninum og andblástur hins Almáttka, sem gjörir þá vitra“ (Job 32:8). Ég hvet ykkur til að taka nauðsynleg skref til að hlýða oftar og betur á Drottin á þessu ári, svo þið getið tekið á móti þeim skilningi sem hann vill veita ykkur.

Fyrir andlát öldungs Hales þennan októberdag árið 2017, tók hann saman stutta ræðu fyrir aðalráðstefnu, sem hann átti ekki kost á að flytja. Í þeirri ræðu ritaði hann: „Trú okkar býr okkur undir návist Drottins.“5

Þegar við hljótum opinberun, verjum við tíma í návist Guðs, er hann opinberar okkur huga sinn, vilja og rödd (sjá Kenning og sáttmálar 68:4). Megum við láta trú okkar tala með verkum, ákalla hann, lifa verðug loforðs hans um innblástur og bregðast við þeirri leiðsögn sem við hljótum.

Heimildir

  1. Formáli að Kenningu og sáttmálum.

  2. Sjá Russell M. Nelson, „Opinberun fyrir kirkjuna, opinberun fyrir eigið líf,“ aðalráðstefna, apríl 2018.

  3. Kenningar forseta kirkjunnar: Joseph Smith (2007), 132.

  4. David A. Bednar, „Að andi hans sé ætíð með okkur,” aðalráðstefna, apríl 2006.

  5. Neil L. Andersen, „Rödd Drottins,“ aðalráðstefna, október 2017.