2021
Hjálpa börnum að búa sig undir skírn
Janúar 2021


Hjálpa börnum að búa sig undir skírn

Við getum markvist og af þolinmæði og kostgæfni hjálpað börnum að taka þetta skref á sáttmálsveginum.

Ljósmynd
image showing a family, baptism, and confirmation

Myndskreytingar eftir Bryan Beach

Börnum í kirkjunni er mikill og spennandi áfangi að taka á móti skírn og staðfestingu. Þótt margir hlakki til þessarar helgiathafnar, þá er börnum líka tamt að finna til kvíða og ótta.

Ég hef, sem greinarhöfundur Barnavinar, sem er tímarit kirkjunnar, heyrt margar frásagnir um börn sem óttast að vera ekki tilbúin til að gera þennan sáttmála. Sum hafa áhyggjur af því að hafa ekki nægilega sterkan vitnisburð. Önnur eru vatnshrædd. Svo eru enn önnur sem upplifa mikinn þrýsting að vera fullkomin.

Hér eru nokkrar leiðir til að hjálpa barni ykkar að finnast það vera tilbúið að taka skrefið inn á sáttmálsveginn af öryggi.

Kennið af ásetningi

Okkur gæti verið tamt að líta á skírn sem helgisið eða bara eitthvað sem gerist þegar barn okkar verður átta ára. Skírnin er þó helg ákvörðun, sem hefur í för með sér að börn þurfa að skilja afhverju hún er mikilvæg. Að kenna þeim af ásetningi, getur sveipað skírnina aukinni merkingu (og dregið úr kvíða vegna hennar). Kennið þeim á sama hátt og þið mynduð kenna hverjum þeim sem væri að læra um kirkjuna áður en þeir skírðust.

Það er mikilvægt að við kennum börnum um sáttmálann sem þau gera við skírnina. Góðu fréttirnar eru svo að við þurfum ekki (eða ættum ekki) að reyna að gera þetta á einu kvöldi eða einni viku. Besta leiðin til að búa börn ykkar undir skírn, er að læra fagnaðarerindið jafnt og þétt á heimilinu. Þó eru nokkrir hlutir sem einkar gagnlegt er að einblína á í aðdraganda skírnar barns:

  • Ræðið á einfaldan hátt hvernig skírnin merkir að lofa að fylgja Jesú Kristi.

  • Lesið um skírnina í ritningunum, til að mynda í Mósía 18:8–10. Útskýrið versin svo barnið ykkar skilji þau og geti sagt ykkur frá merkingu þeirra. Sem dæmi um það, þá útskýrði ein nýskírð stúlka í Havaí, Bandaríkjunum: „Að bera hver annars byrðar“ er „að hjálpa öllum þegar þeir þurfa hjálp.“

  • Gætið þess að ræða við þau um gjöf heilags anda og segið þeim frá þeim upplifunum ykkar þegar heilagur andi hefur blessað líf ykkar.

Sum börn kunna að kvíða því að láta skírast, því þau telja sig ekki hafa nægilega sterkan vitnisburð. Hjálpið barni ykkar að minnast þeirra góðu tilfinninga sem vaknað hafa þegar þau hafa gert eitthvað gott, sungið í Barnafélaginu eða talað um fagnaðarerindið. Hvetjið þau til að íhuga á hvaða hátt þau vita að himneskur faðir elskar þau. Útskýrið að allt þetta sér upphafið að vitnisburði og að vitnisburður þeirra muni styrkjast með tímanum, ef þau taka áfram góðar ákvarðanir.

Sýnið það sem þau mega eiga von á

Ef barnið ykkar kvíðir þess að láta skírast – eða ef þau virðast ekki vilja gera það – getur verið gagnlegt að ræða um hvers vænta má. Gott er að byrja á því að búa þau undir viðtalið sem þau mun hafa við biskup sinn eða greinarforseta. Að hjálpa barni ykkar að svara spurningum eins og: „Afhverju er skírnin mikilvæg?“ og „Hver er merking þess að taka á sig nafn Jesú Krists?“ getur hjálpað þeim að búa sig undir þessar umræður. Hjálpið barni ykkar að skilja að biskupinn sé til staðar til að hjálpa þeim að undirbúa sig, ekki að rekja úr þeim garnirnar eða finna hjá þeim snöggan blett. Hafið líka hugfast að þið getið alltaf verið með barni ykkar í viðtalinu, ef vilji er til þess.

Annað sem búa mætti barn ykkar undir, er hvernig þau þurfa að bera sig að á skírnardeginum. Sýnið þeim hvernig þau eiga að standa ofan í fontinum. Þið gætuð jafnvel beðið prestdæmishafann sem framkvæmir skírn barns ykkar um að æfa hvernig á að bera sig að við skírnina, án þess að fara ofan í vatn, svo barnið viti hvernig það sé að vera dýft ofan í vatnið og lyft aftur upp. Útskýrið hvers vænta má í staðfestingunni.

Ef barnið ykkar hræðist að vera dýft ofan í vatnið, íhugið þá í bænarhug hvernig þið getið hjálpað því að sigrast á þeim ótta í aðdraganda skírnar þess. Ef til vill gætuð þið og barnið ykkar horft á einhvern annan skírast, til að þau sjái að þau verði aðeins andartak ofan í vatninu. Ef til vill gætuð þið og barnið ykkar æft ykkur í því að halda fyrir nefið og setja andlitið saman ofan í vatnið í fáeinar sekúndur í hvert sinn. Það gæti verið einhver á ykkar svæði sem kennir börnum að synda, sem gæti gefið góð ráð. Hvað sem þið gerið, gætið þess þá að gera það af elsku og þolinmæði.

Því betur sem barn ykkar er búið undir hina líkamlegu áskorun skírnar, því afslappaðri verður það og betur í stakk búið til að njóta hins andlega sáttmála sem það gerir.

Einblínir á framfarir, ekki á fullkomnun

Stundum gætir misskilnings hjá börnum, kannski vegna þess að við ræðum svo mikið um hreinsandi mátt skírnar, því þau halda að þau þurfi að vera fullkomin eftir helgiathöfnina. Meðal algengustu frásagnanna sem við lesum í Barnavini er óðagotið sem barn upplifir eftir að því verður á í fyrsta sinn eftir skírn þess. Að rífast við systkini eða gleyma húsverki, fær það til að finnast það hafa eyðilagt góðar tilfinningar um aldur og ævi.

Okkur, sem foreldrum og leiðtogum, er mikilvægt að hjálpa börnum okkar að skilja regluna um iðrun. Skilja börn okkar að það er hluti af því að læra og þroskast á jörðu, að viðurkenna eigin mistök og læra af þeim? Vita þau að þau geta hvernær sem er beðist fyrir um fyrirgefningu? Að þegar þau meðtaka sakramentið í hverri viku, endurnýja þau þann sáttmála sem þau gerðu við skírn? Vitnið fyrir þeim að það sé blessun og gjöf að geta iðrast. Skírn snýst ekki um það að vera fullkominn þegar í stað, heldur fremur um að fara inn á sáttmálsveginn og taka dagleg skref til að líkjast meira Jesú Kristi.

Ljósmynd
various people in front of a temple

Falleg byrjun

Í stað þess að líta á skírn og staðfestingu sem ákvörðunarstað, getum við hjálpað börnum okkar að skilja að hún er falleg byrjun – upphaf nýs lífs, sem sáttmálslærisveinn Jesú Krists. Hvort sem barn ykkar upplifir tilhlökkun eða kvíða eða sambland af hvorutveggja, getið þið tryggt að þau verði ekki einsömul á þessu vegi. Með því að vera kostgæfin, markviss og þolinmóð, getum við hjálpað börnum okkar að upplifa gleði við að taka þetta skref í átt að himneskum heimkynnum sínum.