2021
Hvernig blessar hið endurreista fagnaðarerindi okkur?
Janúar 2021


Kom, fylg mér: Kenning og sáttmálar

Hvernig blessar hið endurreista fagnaðarerindi okkur?

Kenning og sáttmálar 1

(28. desember – 3. janúar)

Ljósmynd
pdf

Myndskreyting eftir Augusto Zambonato

Í Kenningu og sáttmálum 1, lýsir Drottinn yfir: „Þessi boð eru frá mér og voru gefin þjónum mínum“ (Kenning og sáttmálar 1:24). Hann útskýrir hvernig þessi samantekt opinberana, boðorða og kenninga myndi blessa kirkjuna og fyrri tíðar meðlimi hennar. Orð hans eiga enn við á okkar tíma.

Blessanir fyrir meðlimi

  • Að þeir sem sækjast eftir visku, mættu fræðslu fá (sjá vers 26).

  • Að þeir sem syndga „mættu agaðir verða, til þess að þeir iðruðust (vers 27).

  • Að þeir sem eru auðmjúkir, mættu styrkir verða, hljóta blessun frá upphæðum og öðlast þekkingu (sjá vers 28).

Blessanir fyrir kirkjuna

  • Að trú mætti eflast á jörðu (sjá vers 21).

  • Að ævarandi sáttmála Drottins verði á komið (sjá vers 22).

  • Að hinir veiku og einföldu fái boðað fyllingu fagnaðarerindisins (sjá vers 23).

  • Að kraftur mætti hljótast til að leggja grundvöll þessarar kirkju og leiða hana fram úr móðu og úr myrkri (sjá vers 30).

Myndskreyting eftir Augusto Zambonato