Ný útgáfa fyrir heimslæga kirkju
Neðanmálstilvísanir

Hide Footnotes

Þema

Velkomin í þessa útgáfu

Ný útgáfa fyrir heimslæga kirkju

Kæru bræður og systur,

meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu eru í flestum löndum um heim allan. Þótt við tölum mörg tungumál, þá eigum við það sameiginlegt að fylgja frelsaranum og við gleðjumst yfir því að vita að við erum öll börn Guðs.

Frá fyrri tíma hinnar endurreistu kirkju, hafa útgáfur eins og kirkjutímaritin verið stuðningur við meðlimi í viðleitni þeirra til að læra og tileinka sér fagnaðarerindi Jesú Krists og miðla því. Innblásinn boðskapur hefur hjálpað meðlimum að tengjast kirkjuleiðtogum og hver öðrum. Í þrá til að færa fleiri börnum Guðs þessar blessanir, þá njótum við þeirrar ánægju að miðla ykkur fyrstu útgáfu þessarar nýju Líahóna.

Aðrar breytingar á kirkjutímaritum eru heimslægar útgáfur fyrir börn og ungmenni. Hvert tímaritanna – Líahóna, Til styrktar æskunni og Barnavinur – mun nú samræmt ritningarnáminu Kom, fylg mér, sem styður trúarnám á heimilinu. Þessi tímarit verða líka aðgengilegri á stafrænu formi.

Tilgangur kirkjutímaritanna verður sá sami: Að stuðla að auknum trúarlegum viðsnúningi barna Guð til frelsarans, Jesú Krists. Við erum þakklátir fyrir löngun ykkar til að læra og tileinka ykkur fagnaðarerindið og vitum að þessi tímarit munu styðja ykkur í þeirri viðleitni.

Virðingarfyllst,

Æðsta forsætisráðið