2010–2019
Að mæta áskorunum nútíma heims
Október 2015


Að mæta áskorunum nútíma heims

Það sem þið veljið að gera, trúboð, menntun, hjónaband, frami og þjónusta í kirkjunni, mun skapa eilíf örlög ykkar.

Mikið hefur verið ritað og sagt um nútíma kynslóð ungra einhleypra. Kannanir sýna að margir forðast skipulögð trúarbrögð. Margir eru skuldugir og atvinnulausir. Meirihlutinn kann vel við hugmyndina um hjónaband, en margir hika við að taka það skref. Aukinn fjöldi vill ekki eignast börn. Án fagnaðarerindisins og innblásinnar leiðsagnar þá reika margir um á ókunnum slóðum og tapa áttum.

Sem betur fer þá eru ungir einhleypir þegnar kirkjunnar aðeins á eftir í þessari tilhneigingu, að hluta til vegna þess að þeir eru blessaðir með áætlun fagnaðarerindisins. Sú áætlun felur í sér að halda fast í járnstöngina – að halda sér fast að Guðs orði og orðum spámanna hans. Við þurfum að herða takið á járnstönginni sem leiðir okkur heim til hans. Nú er„dagur útvalningar“1 fyrir okkur öll.

Þegar ég var drengur og var að því kominn að taka slæmar ákvarðanir þá átti faðir minn til að segja, „Robert, réttu úr bakinu og fljúgðu rétt.“ Þið hafið verið þar. Í anda þess hve hann talaði skýrt, þá langar mig að tala sérstaklega til ykkar – þið göfuga unga fólk – því „sál mín hefur unun af því að vera hreinskilin ... svo að [við megum] læra.“2

Þið eruð á mikilvægu tímabili lífs ykkar. Það sem þið veljið að gera, trúboð, menntun, hjónaband, frami og þjónusta í kirkjunni, mun skapa eilíf örlög ykkar. Það þýðir að þið verðið alltaf að líta fram á við – vera með augun á framtíðinni.

Sem flugmaður í flughernum þá lærði ég þetta lögmál, aldrei fljúga inn í þrumuveður af ásettu ráði. (Ég ætla ekki að segja ykkur hvernig ég komast að þessu.) Í staðinn þá skal farið aðra leið, eða beðið eftir því að storminn lægir, áður en lent er.

Ástkæra unga fólk, bræður og systur, mig langar að hjálpa ykkur að „fljúga rétt“ í stormum þeim sem eru að safnast saman á hinum síðust dögum. Þið eruð flugmenn. Ábyrgð ykkar er að hugsa um afleiðingar allra ykkar ákvarðana. Spyrjið ykkur sjálf: „Ef ég tek þessa ákvörðun, hvað er það versta sem getur gerst?“ Réttlátt val ykkar mun forða ykkur frá því að víkja af braut.

Hugleiðið þetta: Ef þið veljið að taka ekki sopa af áfengi þá verðið þið ekki áfengissjúklingar! Ef þið veljið að skuldsetja ykkur ekki, þá munið þið forðast möguleikann á gjaldþroti!

Einn tilgangur ritninganna er að sýna okkur hvernig réttlátt fólk bregst við freistingum og illsku. Í stuttu máli, það forðast slíkt! Jósef hljóp frá eiginkonu Pótifars.3 Lehí tók fjölskyldu sína og yfirgaf Jerúsalem.4 María og Jósef flúðu frá Egyptalandi til að forðast ill áform Heródesar.5 Í öllum tilfellum varaði himneskur faðir þetta trúaða fólk við. Á svipaðan máta, mun hann hjálpa okkur að vita hvort við eigum að flýja, eða fylgja straumi aðstæðnanna sem koma smám saman í ljós. Hann mun tala til okkar í gegnum bænir, og þegar við biðjum, munum við hafa heilagan anda til að leiða okkur. Við höfum ritningarnar, kenningar lifandi spámanna, patríarkablessanir, ráðleggingar innblásinna foreldra, leiðtoga prestdæmis og aðildarfélaga og framar öllu, hina hljóðu rödd andans.

Drottinn mun alltaf standa við orð sín: „Ég mun leiða ykkur.“6 Eina spurningin er, munum við leyfa að við séum leidd? Munum við heyra rödd hans og rödd þjóna hans?

Ég ber vitni um að, ef þið eruð til staðar fyrir Drottinn, þá verður hann til staðar fyrir ykkur,7 Ef þið elskið hann og haldið boðorð hans, þá munið þið hafa anda hans með ykkur, til að leiða ykkur. „Set traust þitt á þann anda, sem leiðir til góðra verka. ... þá munt þú vita ... allt, sem réttlætinu tilheyrir.“8

Með þessi lögmál að grunni, má ég þá veit ykkur hagnýt ráð?

Margir af ykkar kynslóð standa frammi fyrir kremjandi skuldum. Þegar ég var ungur þá vann stikuforsetinn minn hjá fjárfestingabanka í Wall Street. Hann kenndi mér: „Þú ert ríkur ef þú getur lifað, hamingjusamlega, og ekki um efni fram.“ Hvernig getið þið gert það? Borgið tíund ykkar og leggið svo fyrir! Þegar þú þénar meira, leggðu meira fyrir. Ekki keppa við aðra um að eiga dýr leikföng. Ekki kaupa það sem þú hefur ekki efni á.

Margt ung fólk í heiminum fer í skuldir til að mennta sig, einungis til að komast að því að kostnaður námsins er meiri en svo að þau geti greitt það tilbaka. Leitið að skólastyrkjum og fjárveitingum. Ef mögulegt er, fáið ykkur þá hlutastarf til að framfleyta ykkur. Þetta mun krefjast nokkurra fórna, en það mun hjálpa ykkur að takast ætlunarverk ykkar.

Menntun undirbýr ykkur fyrir betri atvinnutækifæri. Hún færir ykkur í betri stöðu til að þjóna og blessa þá sem í kringum ykkur eru. Hún mun setja ykkur á slóð ævilangs lærdóms. Hún mun styrkja ykkur til að berjast á móti fáfræði og mistökum. Eins og Joseph Smith kenndi: „Þekking eyðir myrkri, óvissu og vantrú; því það fær ekki þrifist í þekkingu. „...Þekking er máttur.“9 „En gott er að vera lærður, ef hlítt er ráðum Guðs.“10 Menntun mun undirbúa ykkur fyrir það sem framundan er, þar með talið hjónabandið.

Aftur, má ég tala hreint út? Vegurinn sem leiðir að hjónabandi fer í gegnum landslag sem kallast stefnumót! Að fara á stefnumót veitir tækifæri til langra samræðna. Þegar þið farið á stefnumót, lærið þá allt sem þið getið um hvort annað. Þar sem möguleikinn er fyrir hendi, kynnist þá fjölskyldum hvors annars. Eru þið með álíka markmið? Deilið þið sömu tilfinningum um boðorðin, frelsarann, prestdæmið, musterið, uppeldi, kallanir í kirkjunni og þjónustu við aðra? Hafið þið séð hvort annað undir álagi, takast á við velgengni og mistök, forðast reiði og takast á við mótlæti? Rífur, sá eða sú sem þú hefur hug á, aðra niður eða byggir þá upp? Er málfar hans eða hennar, og hegðun eitthvað sem þið gætuð hugsað ykkur að búa við hvern dag?

Hafandi sagt þetta, þá giftist ekkert okkar fullkomleika; við giftumst möguleikum. Hið rétta hjónaband snýst ekki einungis um það sem ég vil; það snýst líka um það sem hún – sem verður lífsförunautur minn – vill og þarfnast að ég sé.

Ef ég held áfram að tala hreint út, farið þá ekki bara á stefnumót öll tvítugsárin til að „skemmta ykkur,“ og fresta þannig hjónabandi, einungis til þess að eltast við áhugamál og skemmtanir. Hvers vegna? Því að stefnumót og hjónaband eru ekki endastöðvar. Þau eru hliðin að þeim stað sem þið viljið endanlega komast á. „Fyrir því skal maður yfirgefa föður og móður og bindast konu sinni.“11

Ábyrgð ykkar er nú að vera verðug þeirrar manneskju sem þið viljið giftast. Ef þið viljið giftast heilbrigðri, aðlaðandi, heiðarlegri, hamingjusamri, duglegri, andlegri manneskju, verið þá þannig persóna. Ef þið eruð þannig persóna og eruð ekki gift, verið þá þolinmóð. Setjið traust ykkar á Drottin. Ég ber vitni um að Drottinn þekkir þrár ykkar og elskar ykkur fyrir trúfesti ykkar og hollustu gagnvart honum. Hann ætlar ykkur ákveðna hluti, hvort heldur í þessu lífi eða því næsta. Hlýðið á handa hans. „Leitist þess vegna ekki við að gefa Drottni ráð, heldur leitið ráða hans.“12 Loforð hans verða uppfyllt, hvort heldur í þessu lífi eða því næsta. „Séuð þér viðbúnir þurfið þér ekki að óttast.“13

Ekki hafa áhyggjur þó að þið eigið ekki miklar eignir. Yndislegur þegn kirkjunnar sagði við mig nýlega: „Ég ól börnin mín ekki upp á peningum; ég ól þau upp í trú.“ Það er mikill sannleikur fólginn í þessu. Byrjið á að iðka trú ykkar á öllum sviðum lífs ykkar. Ef þið gerið það ekki þá munið þið upplifa það sem ég kalla „trúarvisnun.“ Sá styrkur sem er nauðsynlegur til að iðka trú ykkar mun minnka. Svo iðkið trú ykkar daglega og þið verðið „sífellt [styrkari]... og stöðugt [ákveðnari] í trúnni á Krist. “14.

Til að vera tilbúin fyrir hjónaband, verið þá viss um að þið séuð verðug þess að meðtaka sakramentið og með gild musterismeðmæli. Farið reglulega í musterið Þjónið í kirkjunni Auk þess að þjóna í kirkjuköllunum, fylgið þá fordæmi frelsarans sem einfaldlega „gjörði gott.“15

Þið gætuð haft mikilvægar spurningar um það val sem framundan er. Á þeim árum sem ég var ungur og ógiftur þá leitaði ég ráða hjá foreldrum mínum og hjá trúföstum, traustum, ráðgjöfum. Einn þeirra var prestdæmisleiðtogi, annar var kennari sem hafði trú á mér. Báðir sögðu þeir við mig, „Ef þú vilt mín ráð, vertu þá tilbúinn að taka þeim.“ Ég skildi þá merkingu. Veljið ráðgjafa með bæn í huga, einhverja sem hafa andlega velferð ykkar að leiðarljósi. Farið varlega í að fara að ráði jafnaldra ykkar. Ef þið viljið meira en það sem þið hafið núna, teygið ykkur upp á við, ekki til hliðar!16

Munið að enginn getur teygt sig upp á við fyrir ykkur. Einungis trú ykkar og bænir munu verða til þess að lyfta ykkur upp og valda mikilli breytingu á hjarta ykkar. Einungis ákvörðun ykkar um að vera hlýðin getur breytt lífi ykkar. Vegna friðþægingarfórnar frelsarans þá er krafturinn innra með ykkur.17 Þið hafið sjálfræði ykkar, þið eigið sterkan vitnisburð, ef þið eruð hlýðin, og þið getið farið að leiðsögn andans.

Ungur einhleypur kvikmyndargerðarmaður sagði nýlega, að honum fyndist hann vera hluti „af hóflausri kynslóð,“ kynslóð sem „leitaði að von, gleði og fyllingu, en leitaði á öllum röngu stöðunum og á rangan hátt.“18

Í dæmisögu frelsarans um glataða soninn, þá átti sonurinn margar blessanir sem biðu hans, en áður en hann gæti gert kröfu til þeirra, þá varð hann að líta vandlega á líf sitt, val og aðstæður. Kraftaverkið sem gerðist næst er lýst í ritningunum með einfaldri setningu: „Hann kom til sín.“19 Má ég hveta ykkur til að koma til ykkar sjálfra. Þegar það þarf að taka mikilvægar ákvarðanir í kirkjunni þá höldum við oft ráðsfundi. Fjölskyldufundir þjóna svipuðum tilgangi. Þið gætuð viljað hafa það sem ég kalla persónulega ráðsfundi. Eftir bæn, gefðu þér þá tíma til að vera í einrúmi. Hugsaðu um það sem framundan er. Spyrjið ykkur sjálf: „Hvað vill ég styrkja í lífi mínu svo að ég geti styrkt aðra? Hvar vil ég vera eftir ár eða tvö ár? Hvaða ákvarðanir þarf ég að taka til að komast þangað?“ Minnstu þess bara að þú ert flugmaður og ert við stjórnvölinn. Ég ber ykkur vitni um að ef þið komið til ykkar sjálfra, þá mun himneskur faðir koma til ykkar. Hann mun leiða ykkur áfram með huggandi hendi síns heilaga anda.

Ég ber vitni um að Guð lifir. Ég ber mitt sérstaka vitni um að frelsarinn elskar ykkur. „Eigum við ekki að halda áfram í þágu [hans mikla] málstaðar? Halda áfram en ekki aftur á bak.“20 Er þið fylgið honum, þá mun hann styrkja ykkur og styðja. Hann mun færa ykkur til ykkar hæstu heimkynna. Í nafni Jesú Krists, amen.