2010–2019
Mig furðar
Október 2015


Mig furðar

Vitnisburður minn um Jesú Krist er byggður á mörgum upplifunum, þar sem ég hef fengið að kynnast hans miklu elsku til sérhvers okkar.

Kæru bræður og systur um allan heim, ég er mjög þakklátur Æðsta forsætisráðinu fyrir að bjóða mér að deila auðmjúkum vitnisburði mínum á þessum hvíldardegi. Núverandi tilfinningum mínum er vel lýst með orðum eftirlætis Síðari daga heilagra sálmi:

„Um Jesú ég hugsa og undrast hans ást til mín,

með endurlausn sinni hann leiðir mig heim til sín. …

Mig furðar að hann kom til jarðar frá himins dýrð,

svo hrokafull sál mín til frelsunar yrði skírð.

Að ástin hans víðfeðma veraldar leiðum á,

hún veitir mér lausnina syndunum mínum frá. …

Ó, hve dásamleg dýrð, dýrð hans fyrir mig.“1

Fyrir fáeinum dögum naut ég þau miklu forréttindi að funda með Æðsta forsætisráðinu og hljóta þessa köllun frá okkar kæra spámanni, Thomas S. Monson. Mig langar að vitna fyrir ykkur öllum um styrk og kærleika Monsons forseta er hann sagði við mig: „Þessi köllun er frá Drottni Jesú Kristi.“

Það er yfirþyrmandi og fær kjarna minn til að hristast að íhuga mikilvægi og mikilvægi þeirra orða sem ástkæri spámaður okkar sagði svo ljúflega. Monson forseti, Eyring forseti, Uchtdorf forseti, mér þykir vænt um ykkur og ég mun þjóna Drottni og ykkur af öllu mínu hjarta, mætti, huga og styrk.

Ó, hve mér hefur þótt vænt um Boyd K. Packer forseta, öldung L. Tom Perry og öldung Richard G. Scott. Ég sakna þeirra innilega. Ég hef notið þeirrar blessunar að hafa hlotið þjálfun og kennslu frá þessum kæru bræðrum. Ég get ekki á smæsta fyllt skarð þeirra en samt er það mér mikill heiður að standa teinréttur á öxlum þeirra og halda áfram í þjónustu Drottins.

Þegar ég hugsa til þeirra sem hafa hjálpað mér að verða sá sem ég er í dag þá kemur fyrst í huga ástkæri og ósérhlífni eilífi félagi minn, Melanie. Í gegnum árin hefur hún átt sinn þátt í að móta mig, eins og leir leirkerasmiðsins, í fágaðri lærisvein Krists. Ást hennar og stuðningur, sem og frá börnunum okkar fimm, mökum þeirra og 24 barnabörnum veitir mér þrótt. Kæra fjölskylda, ég elska ykkur.

Eins og Nefí forðum, þá er ég af góðum og trúuðum foreldrum kominn og þeir eiga góða foreldra í sex ættliði. Fyrstu forfeður mínir sem gengu í kirkjuna voru frá Englandi og Danmörku. Þessir fyrrum brautryðjendur gáfu allt sem þeir áttu til að lifa eftir fagnaðarerindi Jesú Krists og skilja eftir arfleifð sem niðjar þeirra gætu fylgt. Ég er innilega þakklátur fyrir fjölkynslóða-fjölskyldu Síðari daga heilaga, og veit að það er þess virði fyrir okkur öll að keppa að henni.

Margir aðrir hafa lagt hönd á plóg við að undirbúa mig fyrir þessa nýju köllun. Þar á meðal eru æskuvinir og fjölskylda, leiðtogar frá unga aldri, kennarar og ævilangir lærifeður. Ég má einnig til með að nefna mitt fyrsta trúboð til austurríkjanna og ástkæru trúboðana okkar í norðurhluta New York trúboðsins í New York. Ég er innilega þakklátur þeim fjölmörgu sem hafa haft áhrif á og mótað líf mitt.

Mér hefur þótt mjög vænt um að þjóna með bræðrum mínum í sveit hinna Sjötíu. Í 15 ár hef ég tilheyrt einni af dásamlegustu sveit og kærleiksríkasta bræðralags í kirkjunni. Ég þakka ykkur samþjónar mínir. Ég hlakka til að tilheyra nýrri sveit. Russell M. Nelson forseti, kærleikur minn í þinn garð er djúpur sem og til sérhvers meðlim Tólfpostulasveitarinnar.

Systir Rasband og ég höfum notið þeirrar blessunar að heimsækja marga meðlimi í tengslum við verkefni í söfnuðum og trúboðum um heim allan. Okkur þykir vænt um Síðari daga heilaga alls staðar! Okkar trú hefur styrkst vegna trúar ykkar. Vitnisburðir ykkar hafa aukið við vitnisburði okkar.

Ef ég get skilið eftir örlítinn boðskap með ykkur í dag þá er hann eftirfarandi: Drottinn hefur sagt: „Elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður.“2 Ég er fullviss um að ekkert val, synd eða mistök sem þið eða nokkur annar hefur gert muni breyta elsku hans til þín eða annara. Það þýðir ekki að hann afsakar eða líður syndsamlega hegðun – ég er viss um að það gerir hann ekki – heldur þýðir þetta að við eigum að teygja okkur af kærleika til náunga okkar og bjóða, telja á, þjóna og bjarga. Jesú Kristur horfði framhjá þjóðerni, stöðu og aðstæðum fólks svo hann gæti kennt þeim þennan djúpstæða sannleik.

Oft hef ég verið spurður að því hvenær ég öðlaðist vitnisburð minn.

Ég minnist þess ekki að hafa ekki trúað á himneskan föður og Jesú Krist. Ég hef unað þeim frá því ég lærði um þá frá móður minni er hún las í ritningunum og sagði sögur fagnaðarerindisins. Þessi trú, sem kom snemma, hefur þróast í vitneskju og vitni um kærleiksríkan himneskan föður sem heyrir og svarar bænum okkar. Vitnisburður minn um Jesú Krist er byggður á mörgum upplifunum, þar sem ég hef fengið að kynnast hans miklu elsku til sérhvers okkar.

Ég er þakklátur fyrir friðþægingu frelsarans og óska þess eins og Alma að geta hrópað með gjallhorni Guðs.3 Ég veit að Joseph Smith er spámaður endurreisnarinnar og að Mormónsbóka er orð Guðs. Ég veit að Thomas S. Monson forseti er sannur þjónn og spámaður Guðs á jörðunni í dag.

Ég bið þess, er við fylgjum spámanni okkar, að við munum hafa kærleik í hjarta gagnvart öðrum og að við munum verða lifandi vitni og í sannlega „undrast hans ást til [okkar].“ Ó, megi það verða „dásamleg dýrð, dýrð hans fyrir [þig og] mig.“ Í nafni Jesú Krists, amen.