Til styrktar ungmennum
Leitið ljóssins!
Janúar 2024


„Leitið ljóssins,“ Til styrktar ungmennum, jan. 2024.

Kom, fylg mér

Titilsíða Mormónsbókar; Formáli Mormónsbókar

Leitið ljóssins!

Mormónsbók færir ljós og kraft inn í líf ykkar til að leiða ykkur í þeim áskorunum og spennandi dögum sem eru framundan.

Ljósmynd
stúlka í ritningunum

Myndskreyting: Gabriele Cracolici

Sem drengur naut ég sögunnar um bróður Jareds í Mormónsbók. Ég gat séð upplifun hans eins og kvikmynd í huga mér. Það virtist næstum vera að gerast um leið og ég las um það.

Drottinn bauð bróður Jareds að byggja skip svo að hann og fjölskylda hans gætu farið yfir hafið að „[landi] fyrirheitsins“ (Eter 2:9). En skipin voru myrk. Þar sem hann vildi ekki að þau ferðuðust í myrkri leitað bróðir Jareds aðstoðar Drottins. Drottinn spurði hann: „Hvað vilt þú, að ég gjöri?“ (Eter 2:23).

Af mikilli trú fór bróðir Jareds með 16 steina upp á fjallstind og bað bænar. Hann bað Drottinn að snerta steinana og „láta þá lýsa í myrkri“ (Eter 3:4). Drottinn rétti þá fram hendi sína og snerti hvern stein með fingri sínum og gaf þeim ljós. Allt mitt líf hef ég ímyndað mér Drottin snerta steinana.

Á sama hátt og bróður Jared var veitt ljós, mun Drottinn Jesús Kristur færa ykkur ljós. Hann er „ljós og líf heimsins“ (3. Nefí 11:11). Ég býð ykkur að leita ljóssins! Nám í Mormónsbók mun styrkja trú ykkar á Jesú Krist og hjálpa ykkur að haldast tengd ljósi hans.

Leiðsögn og ljós

Ég hef lesið Mormónsbók og hlotið vitnisburð um hún sé sönn. Ég hef aldrei efast um það. Þegar ég skynja ekki andann, þegar ég er aðeins vanstilltur inn á andann, þá finn ég myrkratilfinningu. Þegar ég hins vegar les Mormónsbók, snýr ljósið aftur. Stundum þarf ég ekki að lesa nema eitt vers til að finna ljósið aftur, en ég finn ljósið ávallt þegar ég les hana.

Það er mér mjög raunverulegt að ljós sigri myrkur. Russell M. Nelson forseti hefur sagt: „Ef þið lesið Mormónsbók með bæn í huga daglega, þá munið þið taka betri ákvarðanir – daglega.“1 Þetta er vegna þess að Mormónsbók styrkir trú ykkar á Jesú Krist. Hún færir ljós og kraft. Kenningar hennar munu leiða ykkur í þeim áskorunum og spennandi dögum sem eru fram undan.

Skynja ljósið

Ég hef hlotið þá blessun að þjóna við hlið Nelsons forseta. Þegar spámaðurinn gengur inn í herbergi, þá virðist herbergið vera bjartara. Hann ber ljós Krists með sér.

Stundum er það erfitt að vera viss um að þið eruð að skynja ljós Krists. Þið sjáið það ekki með jarðneskum augum ykkar. Það er andleg tilfinning. Það er tilfinningin um það hvað er rétt og hvað rangt og hvað er gott og illt (sjá Moróní 7:13–19).

Hvenær sem þið veljið að vera líkari Jesú Kristi, þá gangið þið í ljósi Krists. Það styrkir ljósið að lesa Mormónsbók.

„Að sjálfsögðu er það satt“

Ég trúi því sannarlega að þegar ritningarnar segja „munið og hafið hugfast“ (Helaman 5:12), þá þýðir það að við eigum ekki bara að minnast Jesú Krists eða muna að við skynjuðum ljós hans. Við verðum að skynja ljós hans núna og aftur og aftur. Það er nokkuð sem ungur maður að nafni Eric uppgötvaði þegar hann las Mormónsbók í fyrsta sinn.

Eftir að flytja á nýjan stað og byrja í menntaskóla, átti Eric erfitt í námi og að ná tengingu við aðra. Hann fór einnig að efast um að hann væri með vitnisburð.

„Ég fór að lesa í Mormónsbók fyrir alvöru í fyrsta sinn á ævinni,“ sagði Eric. „Ég las og bað á hverjum degi.“

Þegar Eric bað og spurði himneskan föður hvort Mormónsbók væri sönn, var hann sannfærður um að hann myndi fá svar, en ekkert gerðist.

Eitthvað seinna, er hann gekk um í skóginum á bak við hús hans, spurði Eric aftur. Í þetta sinn fannst honum eins og himneskur faðir spyrði hann: „Eric, hvað hefur breyst í lífi þínu síðan þú hófst að lesa Mormónsbók og biðja á hverjum degi?“

Eric hugleiddi það hvernig hann hefði eignast góða vini og gekk betur í skólanum. Án þess að hann gerði sér grein fyrir því, hafði Mormónsbók fært ljós og kraft inn í líf hans.

Síðan gerðist það.

„Ég heyrði ekki rödd,“ sagði Eric, „en andinn fyllti hjarta mitt er þessi orð komu í huga minn: ‚Auðvitað er hún sönn!‘ Yfirgnæfandi tilfinning friðar, gleði og fullvissu kom yfir mig. Ég vissi að ég hafði loks fengið svar mitt.“2

Færast áfram í ljósi

Frá fyrstu blaðsíðum Mormónsbókar til þeirrar síðustu, ber hún vitni um að „Jesús er Kristur“3 og hún kennir okkur „hvað [við þurfum] að gera til að öðlast frið í þessu lífi og eilíft hjálpræði í hinu komanda.“4

Þegar þið lærið í Mormónsbók, vona ég að þið munið skynja að hún er skrifuð fyrir ykkur. Kenningar Mormónsbókar og hið hugdjarfa fordæmi Nefís, Lehís og Söru, Abinadís, Alma, Amúleks, Abisar, sona Mósía og margra annarra mun lyfta, leiða og veita ykkur kraft til að verða betri lærisveinar Jesú Krists og leiða ykkur í að ganga örugglega í ljósi hans.

Ég ber vitni um að Mormónsbók er dýrmætt og öruggt vitni um að Jesús Kristur lifir og er uppspretta að huggun, von, friði, gleði og ljósi. Ég bið af öllu hjarta um að þið munið leita ljóssins sem finna má í Mormónsbók, koma nær Jesú Kristi og skynja yl ljóss hans og elsku, sterkar en nokkru sinni fyrr.

Ljósmynd
telpa með stóra stílabók og blýant