Til styrktar ungmennum
Lærisveinn Jesú Krist
Janúar 2024


„Lærisveinn Jesú Krists,“ Til styrktar ungmennum, jan. 2024.

Orð á orð ofan

Lærisveinn Jesú Krist

Sjáið hvernig lýsing Mormóns á sér sjálfum á einnig við ykkur.

Ljósmynd
Spámaðurinn Mormón

Lærisveinn Jesú Krists

Orðið lærisveinn merkir einhvern sem lærir af kennara eða meistara (eins og nemandi eða lærlingur).

Lærisveinar Jesú Krists læra af honum, fylgja kenningum hans og reyna að vera eins og hann.

Kölluð af honum til að kunngjöra orð hans

Sumir hafa sérstaka köllun til að boða orð Krists, eins og trúboðar. En í gegnum sáttmála okkar lofum við að halda boðorð hans, þar á meðal boðorðið um að vera ljós fyrir heiminn (sjá Matteus 5:14–16). Við lýsum yfir vilja okkar um að „standa sem vitni Guðs, alltaf, í öllu og allstaðar“ (Mósía 18:9).

Hver meðlimur Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu er kallaður til að hjálpa til við að framkvæma verk Drottins og miðla fagnaðarerindi hans (sjá Kenning og sáttmálar 38:40–41).

Ævarandi líf

Ævarandi líf þýðir líf í himneska ríkinu með himneskum föður og Jesú Kristi. Þetta er umbun þeirra sem hafa trú á Jesú Krist, iðrast, gera og halda sáttmála og standa stöðug allt til enda.

Drottinn hefur sagt: „Þetta er verk mitt og dýrð mín – að gjöra ódauðleika og eilíft líf mannsins að veruleika“ (HDP Móse 1:39). Lærisveinar hjálpa honum að framkvæma verk hans.