Til styrktar ungmennum
Sigrast á heiminum og finna hvíld
Janúar 2024


„Sigrast á heiminum og finna hvíld,“ Til styrktar ungmennum, jan. 2024.

Orð til að taka sér til fyrirmyndar

Sigrast á heiminum og finna hvíld

Ljósmynd
Sigrast á heiminum og finna hvíld

Myndskreyting: Bryan Beach

Hala niður PDF-skjali

Vegna þess að Jesús Kristur sigraði þennan fallna heim og vegna þess að hann friðþægði fyrir sérhvert okkar, getið þið líka sigrast á þessum syndmettaða, sjálfhverfa og oft lýjandi heimi.

[Þið getið] risið ofar þessum ótrygga heimi, ef þið iðrist sannlega og leitið hjálpar hans [og fundið sanna hvíld].

Hvað þýðir það að sigrast á heiminum?

Það þýðir:

  • Að sigrast á þeirri freistingu að huga meira að því sem þessa heims er, en því sem Guðs er.

  • Að treysta kenningu Krists, meira en heimspeki manna.

  • Að gleðjast yfir sannleikanum, hrylla við blekkingum og verða „auðmjúkir fylgjendur Krists.“

  • Velja að forðast allt sem hrekur andann í burt og að vera fús að „láta af“ jafnvel okkar kærustu syndum.

  • Að vaxa að elsku til Guðs og hans elskaða sonar, meira en þið elskið nokkurn eða nokkuð annað.

Hvernig sigrumst við á heiminum?

  • Leita og fylgja hvatningu andans.

  • Iðrast daglega og halda sáttmála sem veita okkur kraft.

  • Haldið ykkur á sáttmálsveginum.

Frelsarinn lyftir okkur ofar aðdráttarafli þessa fallna heims, með því að blessa okkur með meiri kærleika, auðmýkt, örlæti, góðvild, sjálfsaga, friði og hvíld.

Vegna þess að Jesús Kristur sigraði heiminn, þá getið þið það líka.