Til styrktar ungmennum
Forðumst samanburð! Þið eruð fullgóð
Janúar 2024


„Forðumst samanburð! Þið eruð fullgóð,“ Til styrktar ungmennum, jan. 2024.

Kom, fylg mér

1. Nefí 27

Forðumst samanburð! Þið eruð fullgóð

Hér er fernt sem við lærum af einum af eldri bræðrum Nefís.

Ljósmynd
lóð

Myndskreyting: Corey Egbert

Það er alltaf þessi eini nemandi í bekknum sem veit alltaf rétta svarið. Strákurinn í körfuboltaliðinu sem hittir betur en þú. Sú persóna sem allir vilja eiga sem vin. Í heimi samanburðar virðist alltaf vera einhver sem er betri.

Samanburður getur verið sérstaklega erfiður þegar kemur að því að lifa eftir fagnaðarerindinu. Þið gætuð haldið að aðrir séu réttlátari, hafi sterkari vitnisburð eða skynji andann skýrar en þið. Það er ekki hjálplegt að bera sig saman við aðra á þennan hátt.

Þið kannist eflaust við það úr Mormónsbók að Nefí var mikill leiðtogi og spámaður. Hvað vitið þið hins vegar um hinn trúfasta eldri bróður Nefí, Sam? Hann var ekki leiðtogi eða spámaður eins og Nefí en hann þurfti ekki að vera alveg eins og Nefí til að vera nægilega góður.

Ljósmynd
karlar á bæn

1. Sam átti trú

Nefí bað og fékk svar fyrir sig sjálfan um að Drottinn hefði boðið fjölskyldu þeirra að fara út í óbyggðirnar. Og Sam „lagði trúnað á orð [Nefís]“ (sjá 1. Nefí 2:16–17). Sam var kannski ekki með fullkominn vitnisburð. Hann gæti hafa verið með spurningar. Hann valdi samt að trúa á orð bróður síns og framkvæmdi síðan eftir trú sinni. Berið ekki trú ykkar eða vitnisburð saman við annarra. Þegar þið starfið í trú eins og Sam gerði, þá mun vitnisburður ykkar á frelsarann vaxa, stig af stigi. (Sjá einnig Kenning og sáttmálar 46:13–14; Alma 32.)

Ljósmynd
karlar á tali

2. Sam var auðmjúkur

Laman og Lemúel voru ekki sáttir við að yngri bróðir þeirra Nefí væri að verða leiðtogi yfir þeim. Sam, sem var einnig eldri bróðir Nefí, hlýtur hins vegar að hafa verið auðmjúkur. Hann hlustaði á Nefí og fylgdi ráði hans (sjá 2. Nefí 5:3–6). Ef aðrir í kringum ykkur eru beðnir að leiða og þið ekki, verið auðmjúk og forðist samanburð. Styðjið þá, lærið af þeim og gerið ykkar besta til að velja rétt.

Ljósmynd
Tveir karlar reiðir við annan

3. Sam var þolinmóður

Það gæti virst sem allir í kringum ykkur séu að lifa fullkomnu lífi, en allir þurfa að takast á við erfiðleika. Sam var engin undantekning. Laman og Lemúel snérust gegn Sam, á sama hátt og þeir snérust gegn Nefí. Þeir börðu jafnvel Sam með stöng eins og Nefí! (Sjá 1. Nefí 3:28; 1. Nefí 7:6.) Sam þoldi raunir sínar samt af þolinmæði. Það að ganga í gegnum raunir þýðir ekki endilega að þið séuð að gera eitthvað rangt. Berið ekki raunir ykkar saman við annarra. Verið þolinmóð og setjið traust ykkar á Drottin. Hann mun hjálpa ykkur í gegnum það.

Ljósmynd
karl

4. Sam var blessaður

Lehí faðir Sam sagði honum: „Þú munt blessaður alla þína daga“ (2. Nefí 4:11). Sam var kannski ekki leiðtogi eða spámaður en hann fylgdi Jesú Kristi samt trúfastlega og hlaut blessanir fyrir það. Með aðstoð frelsarans var hann fullgóður. Það getið þið verið líka.