Til styrktar ungmennum
Hlutverk lærisveinsins: Hvað og hvernig
Janúar 2024


„Hlutverk lærisveinsins,“ Til styrktar ungmennum, jan. 2024.

Hlutverk lærisveinsins: Hvað og hvernig

Til að vita hver þið eruð í raun og hvað þið getið orðið, umfaðmið bæði hvað og hvernig þáttinn í að vera lærisveinn Jesú Krists.

Ljósmynd
alt text

Hala niður PDF-skjali

„Hver er ég?“

Það er spurning sem mikið af ungu fólki leitar svara við. Þegar þið vaxið og lærið og þroskist á ykkar einstaka hátt, þá veltið þið því eðlilega fyrir ykkur hvað skilgreini ykkur, hvað gefi ykkur ykkar eigin sjálfsmynd. Russell M. Nelson forseti veitti dýrmæta leiðsögn varðandi þessa spurningu.

„Hver eruð þið? Fyrst of fremst eruð þið barn Guðs, barn sáttmálans, og lærisveinn Jesú Krists. Þegar þið umfaðmið þennan sannleika, mun himneskur faðir hjálpa ykkur að ná æðsta markiði ykkar að lifa um eilífð í heilagri návist hans“ („Choices for Eternity“ [heimslæg trúarsamkoma fyrir ungt fullorðið fólk, 15. maí 2022], broadcasts.ChurchofJesusChrist.org).

Nelson forseti kenndi að engin önnur auðkenning ætti að vera ykkur mikilvægari en þessir þrír skilgreinandi titlar: (1) Barn Guðs, (2) barn sáttmálans, og (3) lærisveinn Jesú Krists.

Auðkenni lærisveinsins

Tölum aðeins meira um þennan þriðja, lærisveinn Jesú Krists. Hvernig getið þið fyllilega umfaðmað þetta auðkenni og orðið lærisveinar?

Til að fylgja frelsaranum og verða lærisveinn hans, þurfið þið að einblína á bæði hvað þið gerið og hvernig þið gerið það.

Til dæmis þráir frelsarinn að við gefum öðrum og þjónum þeim, en hann býður okkur að gera svo fúslega og glaðlega frekar en með hangandi hendi. Þegar okkur langar að gefa og þjóna, fáum við bestu umbun þess að vera lærisveinar. (Sjá 2. Korintubréf 9:7; Moróní 7:8.)

Skoðum svo hvað lærisveinar gera og hvernig þeir gera það.

Hvað lærisveinn gerir

Hér eru nokkur af þeim mörgu verkum sem lærisveinn Guðs getur gert til að fylgja frelsaranum.

  • Iðka trú eins og lærisveinar iðka trú.

  • Þjóna eins og lærisveinar þjóna.

  • Biðja eins og lærisveinar biðja.

  • Læra eins og lærisveinar læra.

  • Iðrast eins og lærisveinar iðrast.

  • Hugsa eins og lærisveinar hugsa.

  • Elska Guð eins og lærisveinar elska Guð.

  • Elska aðra eins og lærisveinar elska aðra.

  • Kenna eins og lærisveinar kenna.

  • Þola eins og lærisveinar þola.

Hvernig lærisveinar gera það

Hér eru nokkrar lýsingar á því hvernig lærisveinar myndu gera þessa hluti. Margar af þessum lýsingum gætu átt við nokkur af þessum atriðum. Sum þeirra kunna að eiga við þau öll.

  • Með Jesú Krist miðlægan í hugsun og hjarta

  • Fúslega

  • Auðmjúklega

  • Ástúðlega

  • Dyggilega

  • Reglulega

  • Heilshugar

  • Af einbeitni

  • Einlæglega

  • Án fordóma eða þröngsýni

  • Af þolinmæði

  • Djarflega

  • Af hugrekki

  • Með hugann að þörfum annarra

  • Heilshugar í ritningunum

  • Hiklaust

  • Af dyggð

  • Full vonar

  • Með þrá um að verða eins og himneskur faðir og Jesús Kristur

  • Án truflunar

Þið gætuð notið góðs af því að hugsa um bæði hvað þið eruð að gera til að fylgja frelsaranum og hvernig þið eruð að gera það. Ef ykkur finnst þið þurfið að gera ákveðnar breytingar í hvorum hlutanum fyrir sig, þá er það frábært. Það er líklega andinn að hvetja ykkur til að verða enn betri lærisveinar.

Auðkenni til að umfaðma og meta mikils

Eins og Nelson forseti sagði, þá er það mikilvægur þáttur í auðkenni ykkar að vera lærisveinn Jesú Krists. Þegar þið umfaðmið þetta auðkenni og metið það mikils, þá mun himneskur faðir ykkar hjálpa ykkur að verða sá einstaklingur sem hann veit að þið getið orðið – einstaklingur sem þið, djúpt niðri, viljið sannarlega verða.