2023
Kærleikur talar hér
Nóvember 2023


Kærleikur talar hér

Útdráttur

Ljósmynd
veggspjald

Hala niður PDF-skjali

Í dag skulum við tala þrjú tungumál kærleika fagnaðarerindisins. …

Í fyrsta lagi er það hið trúarlega tungumál hlýju og lotningar. …

Með hlýju og lotningu leggur sakramenti okkar og aðrar samkomur áherslu á Jesú Krist. …

Við skulum alltaf tala með hlýju og lotningarfullu þakklæti fyrir verk Guðs og dýrð og verðleika, miskunn og náð Jesú Krists og friðþægingarfórn hans.

Í öðru lagi er það tungumál fagnaðarerindisins varðandi þjónustu og fórn. …

Kallanir til að þjóna Drottni og hvert öðru í kirkju hans veita tækifæri til aukinnar samúðar, hæfni og auðmýktar. …

Við hlúum að samböndum og berjumst gegn einangrun, þar sem við þjónum reglubundið af kærleika á heimilum hvers annars og í samfélaginu. …

Vel skipulagðir viðburðir stuðla að því að öllum finnst þeir tilheyra og vera metnir er þeim er boðið að gegna mikilvægu hlutverki. …

Trú, þjónusta og fórn halda okkur fjarri okkur sjálfum og nær frelsara okkar. …

Og það leiðir okkur að tungumáli fagnaðarerindisins um sáttmálsaðild. …

Jesús Kristur býður upp á betri leið – sambönd byggð á guðlegum sáttmála, sterkari en strengir dauðans. Sáttmálsaðild með Guði og hvert öðru getur læknað og helgað okkar kærustu sambönd. Í raun þá þekkir hann okkur betur og elskar okkur meira en við þekkjum og elskum okkur sjálf. Í raun getum við orðið meira en við erum þegar við gerum sáttmála um alla okkar tilveru. Kraftur og viska Guðs geta blessað okkur með sérhverri góðri gjöf, á hans tíma og á hans hátt.