2023
Okkar stöðugi förunautur
Nóvember 2023


Okkar stöðugi förunautur

Útdráttur

Ljósmynd
Jesús Kristur

Hala niður PDF-skjali

Hinn eini, eftir Malory Fiso

Við þörfnumst, og þið munuð þarfnast, stöðugs samfélags heilags anda. Við þráum það, en vitum af reynslu að ekki er auðvelt að ná því. Við hugsum öll, segjum eða gerum eitthvað í daglegu lífi sem getur misboðið andanum.

Þegar það gerist, og það mun gerast, gætum við fundið fyrir vanþóknun Drottins. Og við gætum freistast til að finnast við vera ein. …

Ef þið eigið erfitt með að finna fyrir heilögum anda, gætuð þið hugleitt hvort verið gæti að þið þyrftuð að iðrast vegna einhvers og hljóta fyrirgefningu. Þið getið beðist fyrir í trú til að vita hvað ykkur ber að gera til að verða hreinsuð og verða þannig hæfari fyrir stöðugt samfélag heilags anda.

Ef þið viljið fá samfélag heilags anda, verðið þið að vilja það af réttum ástæðum. Tilgangur ykkar verður að vera tilgangur Drottins. Ef ásetningur ykkar er of eigingjarn, munið þið eiga erfitt með að skynja og taka á móti ábendingum andans.

Lykilatriðið fyrir mig og fyrir ykkur er að vilja það sem frelsarinn vill. Ásetningur okkar þarf að vera knúinn af hreinum kærleika Krists. …

Heilagur andi er sendur til hinna trúföstu sáttmálsmeðlima kirkju Jesú Krists. Upplifun ykkar verður einstök og andinn mun leiðbeina á þann hátt sem best fellur að trú ykkar og getu til að hljóta opinberun fyrir ykkur sjálf og þau sem þið elskið og þjónið. Ég bið þess af öllu hjarta að fullvissa ykkar megi aukast.