2023
Hversu mikil skal gleði yðar verða
Nóvember 2023


Hversu mikil skal gleði yðar verða

Útdráttur

Ljósmynd
veggspjald

Hala niður PDF-skjali

Í dag tala ég til hinna mörgu eldri borgara í kirkjunni sem gætu þjónað sem trúboðar. Drottinn þarfnast ykkar. …

Í heimsóknum mínum á trúboðssvæði um allan heim, hef ég séð undraverða þjónustu hersveitar okkar eldri trúboða. Það er ljóst að þau gleðjast yfir að gera „vilja Drottins“ og „ganga … erinda Drottins“ [Kenning og sáttmálar 64:29.] …

Ég hef kallað mörg hjón til að þjóna og horft á hvernig ljós Krists hefur fyllt ásjónu þeirra. Þegar þau snúa aftur, hafa þau sagt sig hafa komist nær Drottni og hvert öðru, fundið anda Drottins úthellt yfir sig og vitað að þau væru að gera gæfumun. Hver myndi ekki vilja það? …

Sem postuli Drottins Jesú Krists, bið ég ykkur að þjóna sem trúboðar við samansöfnun Ísraels og ef til vill að þjóna aftur. …

Ég lofa líka að þegar þið þjónið, munuð þið finna kærleika Drottins í lífi ykkar, þið munuð þekkja hann, hann mun þekkja ykkur og „hversu mikil skal þá gleði yðar verða“ [Kenning og sáttmálar 18:15]. … Trúföst þjónusta ykkar við Jesú Krist mun hvetja og blessa fjölskyldu ykkar, barnabörn ykkar og barnabarnabörn. „Friður og kærleiki [mun margfaldast]“ [Júdasarbréfið 1:2] í lífi þeirra um ókomin ár.