2023
Týndi sonurinn og vegurinn sem liggur heim
Nóvember 2023


Týndi sonurinn og vegurinn sem liggur heim

Útdráttur

Ljósmynd
alt text

Hala niður PDF-skjali

Heimkoma glataða sonarins, eftir Richard Burde.

Hver okkar á meðal hefur ekki farið af vegi heilagleika, með þá kjánalegu hugsun að við gætum fundið meiri hamingju með því að fara okkar eigin, sjálfselsku leið?

Hver meðal okkar hefur ekki upplifað auðmýkt, hjartasár og verið örvæntingarfullur í von um fyrirgefningu og miskunn?

Kannski hafa sumir jafnvel hugsað: „Er í raun mögulegt að fara til baka? Mun ég vera stimplaður/stimpluð að eilífu, mér hafnað og ég hunsaður/hunsuð af fyrrverandi vinum mínum? Er það betra að vera bara týndur? Hvernig mun Guð bregðast við ef ég sný aftur?“

Dæmisagan [um glataða soninn] veitir okkur svarið.

Himneskur faðir mun hlaupa á móti okkur, hjarta hans uppfullt af kærleika og hlýju. …

Himnarnir munu fagna endurkomu okkar. …

Erfiðar ákvarðanir gætu hafa fjarlægt ykkur langt frá frelsaranum og kirkju hans, hinn mikli læknir stendur við veginn sem liggur heim og býður ykkur velkomin. Og við, sem meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu, leitumst við að fylgja fordæmi hans og umfaðma ykkur sem bræður og systur, sem vini okkar. Við fögnum og gleðjumst með ykkur. …

Ég ætla ekki að þykjast halda að það sé auðvelt að koma aftur. Ég get vitnað um það. Í raun kann það að vera erfiðasta ákvörðun sem þið hafið nokkru sinni tekið.

En ég ber vitni um að á því augnabliki sem þið ákveðið að koma aftur og ganga leið frelsara okkar og lausnara, mun kraftur hans koma í líf ykkar og breyta því.