2023
Hvatning andans
Nóvember 2023


Hvatning andans

Útdráttur

Ljósmynd
veggspjald

Hala niður PDF-skjali

Drottinn býður okkur að leita einlæglega hinna bestu gjafa, jafnvel andlegra gjafa. Hann veitir andlegar gjafir til að blessa okkur og til að þær nýtist til að blessa aðra. …

Notkun andlegra gjafa krefst andlegrar æfingar. …

Stöðugt samfélag heilags anda er ein af mestu andlegu gjöfunum sem Síðari daga heilagir njóta. …

Leyfið mér að nefna fjórar leiðbeinandi reglur sem geta liðsinnt ykkur er þið stuðlið að og berið kennsl á hvatningu andans.

Sú fyrsta er að standa á heilögum stöðum. …

Í öðru lagi, standið með heilögu fólki. …

Í þriðja lagi, berið vitni um heilagan sannleika eins oft og þið getið. …

Lokareglan er að hlusta á heilagan anda. …

Þegar þið íhugið þessi atriði til að bjóða heim andanum og bera kennsl á hann, hafið þá eftirfarandi aðvörunarorð í huga.

Staðfestið andleg hughrif ykkar.

Verið viss um að tilfinningarnar sem þið hljótið séu í samræmi við verkefni ykkar.

Ekki er mögulegt að þvinga fram andleg málefni. …

Notið bestu dómgreind ykkar sjálfra.

Ég lýk máli mínu með boði, sérstaklega til allra ungmenna! Mörg ykkar hefjið daginn með því að standa fyrir framan spegil. Á morgun, í þessari viku, á þessu ári, alltaf, staldrið við er þið horfið á ykkur sjálf í speglinum. Hugsið með ykkur eða segið uppátt ef þið viljið: „Vá, sjáðu mig! Ég er frábær! Ég er barn Guðs! Hann þekkir mig! Hann elskar mig! Ég hef náðargáfu – gjöf heilags anda sem stöðugan förunaut!“