2023
Jesús Kristur er fjársjóðurinn
Nóvember 2023


Jesús Kristur er fjársjóðurinn

Útdráttur

Ljósmynd
Jesús Kristur

Hala niður PDF-skjali

Ofar öllu, eftir Kelsy og Jesse Lightweave

Spámaðurinn Jakob í Mormónsbók vísaði til þess að taka sem sjálfsögðum hlut eða vanmeta það sem væri í nálægð okkar með því að „horfa yfir markið“ [Jakob 4:14]. …

Við þurfum að varast þessa tilhneigingu svo við missum ekki af Jesú Kristi í lífi okkar og fáum ekki þekkt margar blessanir sem hann býður okkur. Við þörfnumst hans. … Ef við ímyndum okkur ranglega að það sé þörf fyrir eitthvað umfram það sem hann býður, höfnum við eða drögum úr því umfangi og þeim krafti sem hann getur haft í lífi okkar. … Jesús Kristur er fjársjóðurinn okkar.

Frelsarinn hefur séð okkur fyrir mörgum leiðum til að einblína meðvitað á sig, þar á meðal dagleg tækifæri til að iðrast. Stundum vanmetum við hversu dásamleg þessi blessun er sem hann býður. …

Hinar dýrmætu blessanir sakramentisins standa okkur til boða í hvert sinn sem við sækjum sakramentissamkomu. … Heilagur andi blessar okkur með helgandi krafti, svo að við getum alltaf viðhaldið fyrirgefningu synda okkar, viku fyrir viku. …

Þegar við höfum heilagan anda með okkur, munum við fá innblástur og leiðsögn til að gera og halda aðra sáttmála, eins og þá sem við gerum í musterum. Með því að gera það dýpkar samband okkar við Guð. … Skuldbinding okkar til musterissóknar ætti hið minnsta að vera jafn sterk þegar musterið er nálægt og þegar það er fjarlægt.

Þegar við treystum spámanni Guðs á jörðu í dag og fylgjum leiðsögn hans, munum við finna hamingju og getum líka læknast. Við þurfum ekki að leita lengra.