2023
Lof syngið honum
Nóvember 2023


Lof syngið honum

Útdráttur

Ljósmynd
veggspjald

Hala niður PDF-skjali

Ég ber ykkur vitni, ástkæru bræður og systur, um hve ríkulega blessuð við erum að vita allt sem við vitum, vegna þess að við höfum Joseph Smith, spámann þessa síðasta ráðstöfunartíma.

Við höfum skilning á tilgangi lífsins og því hver við erum.

Við vitum hver Guð er, við vitum hver frelsarinn er, vegna þess að við höfum Joseph sem fór í trjálundinn sem drengur til að hljóta fyrirgefningu synda sinna.

Ég tel þetta vera eitt það dýrlegasta og dásamlegasta sem hægt er að vita í heiminum, að himneskur faðir og Drottinn okkar Jesús Kristur hafi opinberað sig á þessum síðari tíma og að Joseph hafi verið vakinn upp til að endurreisa fyllingu hins ævarandi fagnaðarerindis Jesú Krists.

Við höfum Mormónsbók. Mormónsbók er dásamleg og yndisleg gjöf fyrir meðlimi kirkjunnar. Hún er annað vitni, annar vitnisburður um að Jesús er Kristur. Við höfum hana því Joseph var verðugur þess að fá töflurnar í hendur, innblásinn frá himnum til að þýða þær með gjöf og krafti Guðs og færa heiminum hana. …

Við erum í því ferli að undirbúa okkur, einn dag í senn, verða aðeins betri, verða aðeins gæskuríkari, verða aðeins betur undirbúin fyrir daginn sem vissulega mun koma, þegar við förum aftur í návist okkar himneska föður og Drottins okkar Jesú Krists.