2023
Af hverju þurfum við að framkvæma skírnir fyrir látin ættmenni?
September 2023


„Af hverju þurfum við að framkvæma skírnir fyrir látin ættmenni?“ Til styrktar ungmennum, sept. 2023.

Kjarni málsins

Af hverju þurfum við að framkvæma skírnir fyrir látin ættmenni?

Ljósmynd
piltar með blaðrenninga fyrir framan musteri

Jesús Kristur kenndi að allir menn yrðu að vera skírðir til að geta komist í Guðs ríki að þessu lífi loknu (sjá Jóhannes 3:5). En mörgum gafst aldrei tækifæri til að gera það.

Guð hefur opinberað að þeir sem dánir eru og hafa ekki verið skírðir geta fengið fagnaðarerindið boðað sér í andaheiminum (sjá 1. Pétursbréf 3:18–19; Kenning og sáttmálar 138:30–33). Hann hefur líka opinberað að þeir sem eru lifandi geti verið skírðir í þágu þessa fólks (sjá 1. Korintubréf 15:29; Kenning og sáttmálar 124; 128). Þessar skírnir verða að vera framkvæmdar hér á jörðu.

Við getum leitað að heimildum um látin ættmenni og framkvæmt skírnir fyrir þau í musterum. Þannig gefst þeim tækifæri til að taka á móti skírn, sem er nauðsynleg fyrir himneska ríkið.

Öldungur D. Todd Christofferson sagði: „Starf okkar í þágu hinna dánu ber dásamlegt vitni um að Jesús Kristur er guðlegur lausnari alls mannkyns. Náð hans og loforð ná jafnvel til þeirra sem í lífi sínu finna hann ekki“ (aðalráðstefna, október 2000 [Ensign, nóv. 2000, 11]).