2023
Hvað get ég gert ef ég finn að ég hlýt ekki andlegar upplifanir?
September 2023


„Hvað get ég gert ef ég finn að ég hlýt ekki andlegar upplifanir?“ Til styrktar ungmennum, sept. 2023.

Spurningar og svör

„Hvað get ég gert ef ég finn að ég hlýt ekki andlegar upplifanir?“

Hugleiðið, skrifið og ígrundið

Ljósmynd
stúlka

„Í lok dags gef ég mér tíma til að hugleiða og skrifa í dagbókina mína um andlegu reynsluna sem ég hlaut þann dag og ígrunda hana. Alltaf þegar ég geri þetta finn ég fyrir friði. Það minnir mig líka á að keppa að andlegri upplifun á hverjum degi.“

Kianna G., 16 ára, Zamboanga del Norte, Filippseyjum

Spyrjið Guð

Ljósmynd
piltur

„Að lesa stöðugt ritningarnar og biðja á hverjum degi er frábær leið til að sýna Guði að þið viljið hljóta andlegar upplifanir. Ef ykkur líður eins og þið hljótið ekki andlegar upplifanir, skuluð þið biðja Guð einlæglega að hjálpa ykkur að gefa þeim gaum. Hann elskar ykkur og mun svara bænum ykkar þegar þið leitist við að gera ykkar hlut.

Elijah C., 15 ára, Utah, Bandaríkjunum

Verið þolinmóð

Ljósmynd
stúlka

„Verið þolinmóð. Upplifanir ykkar verða ekki alltaf eins og annarra.“

Isabella F., 16 ára, São Paulo, Brasilíu

Lifið eftir fagnaðarerindinu

Ljósmynd
stúlka

„Við munum öðlast andlega reynslu með því að lesa ritningarnar, hlusta á orð spámannsins, fasta, biðja, fara í musterið og þjóna öðrum. Þetta hjálpar okkur að nálgast Krist og vera móttækilegri fyrir ábendingum frá heilögum anda sem færa okkur frið.“

Nellie R., 16 ára, Hidalgo, Mexíkó

Verið eftirtektarsöm

Ljósmynd
stúlka

„Við verðum alltaf að muna að fylgjast vel með ábendingum heilags anda. Við getum fundið þær í smæstum hlutum. Jafnvel þó þær séu smáar geta þær bergmálað í gegnum eilífðina.“

Melissa A., 14 ára, Paraíba, Brasilíu