2023
Ég get haldið mig innan línanna
September 2023


„Ég get haldið mig innan línanna,“ Til styrktar ungmennum, sept. 2023.

Allt megna ég fyrir hjálp Krists

Ungmenni segja frá því hvernig Kristur hefur styrkt þau til að takast á við erfiða hluti (sjá Filippíbréfið 4:13).

Ég get haldið mig innan línanna

Ljósmynd
stúlka hlaupandi á frjálsíþróttamóti

Frá því ég byrjaði að hlaupa, hefur það verið draumur minn að slá skólamet í míluhlaupi. Undir lok þessa tímabils hljóp ég míluna á fimm mínútum sléttum og sló metið um meira en þrjár sekúndur.

Daginn eftir komumst við þó að því að mílan mín var ógild. Dómararnir útskýrðu að ég hefði stigið þrjú skref á innanverðri brautinni, sem varð til þess að ég féll úr keppni. Þjálfarinn minn hélt því fram að ég hefði stígið aðeins út fyrir vegna þess að mér var ýtt af öðrum hlaupara. Dómarinn sagði: „Það var kannski ekki henni að kenna að henni var ýtt út fyrir, en það var henni að kenna að hún var svo nálægt línunni.“ Ég gekk í burtu með það á tilfinningunni að afrekinu mínu hefði verið ranglega stolið frá mér.

Næsta sunnudag, í námsbekk Stúlknafélagsins, horfðum við á myndband með samlíkingu um að halda boðorðin væri eins og að halda sig innan línanna í íþróttum.1 Alla kennslustundina sat ég þarna reið yfir áminningunni um að mér hefði mistekist.

Daginn eftir, þegar ég hljóp um brautina, leit ég niður og tók eftir að ég hljóp beint á innri línunni. Og öðru hverju steig ég inn á hana, alveg eins og dómarinn hafði sagt. Ég hætti strax að hlaupa, auðmjúk. Ég var orðin of vön því hvernig ég hljóp að ég sá ekki hætturnar í því lengur.

Sem betur fer fékk ég annað tækifæri nokkrum vikum síðar. Ég fjarlægði mig frá miðlínunni og sló skólametið, í þetta skiptið á meðan ég hélt mig innan marka.

Sú reynsla fékk mig til að hugsa um hversu nálægt línunni ég var að hlaupa varðandi sum boðorðanna. En vegna Jesú Krists og friðþægingar hans, gefst mér alltaf annað tækifæri þegar ég iðrast.

Þegar kemur að boðorðunum, ættum við að fjarlægja okkur frá línunni og gera okkar besta til að halda okkur á brautinni. En ég er þakklát fyrir að þegar við gerum mistök leyfir frelsarinn okkur að iðrast og reyna aftur.

Raygan P., Utah, Bandaríkjunum

Heimildir

  1. Sjá Jeffrey R. Holland, „Stay within the Lines“ (myndband fyrir ungmenni), ChurchofJesusChrist.org.