2023
Elskuð af Guði
September 2023


„Elskuð af Guði,“ Til styrktar ungmennum, sept. 2023.

Kom, fylg mér

1. Korintubréf 11

Elskuð af Guði

Í hamingjuáætlun Guðs hefur hver stúlka og piltur guðlegan tilgang, hvert ykkar er elskað og mikils metið.

Ljósmynd
Öldungur Gong með ungmennum

Ímyndið ykkur hvernig tónlist væri ef hvert hljóðfæri hljómaði eins. Hvað ef allir lyklar á píanói spiluðu sama tóninn eða ef allar raddir í kór væru eins? Þetta myndi gera tónlist mjög leiðinlega!

Til allrar hamingju eru hljóðfæri og kórraddir ólíkar í hljóði og tónum. Ásláttarlyklar á píanói bjóða upp á margar laglínur og kórar eru afar samhljóma. Frönsk horn, túbur, fiðlur og trommur bæta hvert um sig einstökum hljómi við samhljóm hljómsveitar.

Styrkleikar og gjafir

Líkt og með tónlist, þá gleðst himneskur faðir yfir fjölbreyttum hæfileikum, persónuleika og reynslu hvers barna sinna, sem hvert er ástkær dóttir eða sonur. Hverjar sem aðstæður ykkar eru, hvar sem þið búið meðal þjóða, ættingja og lýða, þá fagnar himneskur faðir óendanlegum möguleikum ykkar, því sem þið getið orðið fyrir hlýðni, náð og kærleika.

Ljósmynd
piltur spilar á hljómborð

Af miklum kærleika býður hann ykkur að uppgötva guðlega sjálfsmynd ykkar og uppfylla guðlegan tilgang ykkar. Hann hvetur ykkur til að þróa andlegar gjafir ykkar, guðlegan persónuleika og gríðarlega möguleika. Hann býður ykkur líka dagleg tækifæri til að læra að sjá og þjóna þeim sem eru umhverfis ykkur, eins og Jesús Kristur myndi gera.

Í guðlegri áætlun Guðs komum við í þennan heim gegnum móður og föður. Fjölskyldur þurfa hvort tveggja. Saman, sem jafnir félagar, hlúa foreldrar að og sjá fyrir fjölskyldu sinni. Á heimilum okkar eiga feður og eiginmenn að vera í forsæti með hógværð, mildi og fölskvalausri ást – réttlátum eiginleikum sem karlar og konur þurfa í öllum samböndum okkar. Himinninn grætur þegar í einhverju sambandi er misnotkun, yfirráð eða þvingun af einhverju tagi, af hálfu karla eða kvenna. Sannfæringarkraftur, langlyndi, góðvild og hrein þekking eru kristilegir eiginleikar sem við sækjumst öll eftir.

Auðvitað er enginn fullkominn — ekki heldur nokkur fjölskylda. Hverjar sem aðstæður ykkar eru, skuluð þið heiðra foreldra ykkar og elska fjölskyldu ykkar – fjölskylduna sem þið eigið og fjölskylduna sem þið munuð eignast einhvern tíma. Frelsari okkar getur hjálpað ykkur að skilja, fyrirgefa og hvetja þá sem umhverfis eru. Þegar þið gerið ykkar besta, mun Drottinn hjálpa og leiðbeina ykkur. Hafið vinsamlega hugfast að staða ykkar frammi fyrir Drottni og í kirkju hans ræðst af persónuleika ykkar og réttlæti í því að halda sáttmála ykkar við Guð.

Ljósmynd
sakramentið

Prestdæmið og áætlun Guðs

Guð elskar okkur heitar og þekkir okkur betur en við sjálf fáum gert. Prestdæmisvald hans er gefið til að blessa öll börn hans. Verðugir bræður hafa prestdæmið, en þeir eru ekki prestdæmið. Russell M. Nelson forseti kennir að prestdæmið „er jafn mikilvægt fyrir [konur] og það er fyrir hvern karl.“ Prestdæmið veitir konum og körlum „aðgang að … öllum andlegum fjársjóðum sem Drottinn geymir börnum sínum.“1

Ljósmynd
piltur og stúlka við tölvu

Þjóna saman

Í kirkju Drottins eigum við samráð í ráðum þegar við þjónum saman. Í ráðum okkar leita leiðtogar eftir skilningi og hugmyndum frá öllum, þar á meðal stúlkum og piltum. Í hverju tilviki tökum við betri ákvarðanir og náum meiri árangri í þjónustu Drottins þegar við metum framlag hvers annars og vinnum saman sem bræður og systur í verki hans.

Í deildum okkar og greinum leiða stúlkur og piltar námsbekki og sveitir. Í ungmennaráði deildar hjálpa ungmennaleiðtogar sameiginlega hverju ungmenni að tengjast himni, kirkjuleiðtogum okkar og öðrum ungmennum. Sem þjónandi félagar fullorðinna, veita piltarnir og stúlkurnar okkar liðsinni og blessa marga. Í þjónustu okkar stöndum við öll saman.

Ljósmynd
piltar og stúlkur þjóna saman

Þvílík blessun að piltar og stúlkur þjóni sem vitni um hinar endurreistu helgiathafnir fagnaðarerindisins. Þið eruð vitni fyrir skírnir, bæði fyrir skírnir lifenda og fyrir áa í musterinu. Þið þjónið líka á öðrum stöðum í húsi Drottins.

Sáttmálsblessanir með Guði

Sérhver stúlka og sérhver piltur gerir helga sáttmála við Guð. Þegar sáttmálar okkar við Guð eru dyggilegar virtir, færa þeir blessanir hans – meiri en við fáum ímyndað okkur. Sáttmálar okkar við Guð geta helgað þrár okkar og gjörðir. Sáttmálar okkar og friðþæging Krists geta hjálpað okkur að verða sem barn Guðs – auðmjúk, þolinmóð, full af kærleika (sjá Mósía 3:19). Í öllu sem við gerum byrjum við á Jesú Kristi. Við veljum hann fyrst af okkar mörgu valkostum og við setjum hann í fyrsta sæti í hverri ákvörðun sem við tökum.

Ljósmynd
Jesús Kristur

Líta til frelsarans

Þið getið upplifað gleðiríkar, hlýjar tilfinningar í hjarta ykkar þegar þið hafið Jesú Krist sem miðpunkt trúarnáms ykkar, þjónustu, athafna og persónulegs þroska og þegar þið veljið hið góða. Kristsmiðuð viðleitni ykkar getur verið skemmtileg og gefandi þegar þið hjálpið öðrum af einlægri samúð og kærleika.

Merkilegir hlutir gerast þegar piltar og stúlkur elska Drottin og þjóna saman í einingu og sátt. Það á við um trúarskólann, reglubundið ungmennastarf og FSY.

Ljósmynd
stúlka

Með óendanlegum kærleika býður himneskur faðir hverri stúlku og pilti „að koma til sín og verða gæsku sinnar aðnjótandi. Hann neitar engum að koma til sín“ (2. Nefí 26:33).

Himneskur faðir og Jesús Kristur elska ykkur. Þeir munu hjálpa og blessa ykkur til að vera sannlega hamingjusöm. Veljið vinsamlega frelsara okkar Jesú Krist fyrst. Treystið Guði og verið eitt í Jesú Kristi með þeim sem umhverfis eru. Sem ástkært barn Guðs, getið þið tengst og átt heima í samfélagi heilagra sem er hin endurreista kirkja hans – Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Það er þörf fyrir það sem þið eruð og það sem þið eruð að verða í heiminum í dag. Þið getið komið mjög miklu til leiðar í fjölskyldu ykkar, í hinni endurreistu kirkju hans og í heiminum.

Í Jesú Kristi er allt gott mögulegt. Í Jesú Kristi munu allir sannir hlutir verða að veruleika, að tíma og hætti Guðs. Sem eitt af hans sérstöku vitnum, ber ég vitni og set fram loforð.