2023
Tengjast
September 2023


„Tengjast,“ Til styrktar ungmennum, september 2023.

Tengjast

Sisekelo Q.

15, Suður-Afríku

Ljósmynd
stúlka

Ljósmyndun: Ntebaleng Twala

Ég bið stöðugt fyrir velgengni og velferð fjölskyldu minnar. En sumt hefur ekki enn gengið eins og ég hafði vonast til. Ég fór að velta því fyrir mér hvort Guð væri að heyra bænir mínar. Eftir því sem óvissan versnaði, bað ég sjaldnar. Ég hugsaði: „Af hverju ætti ég að biðja þegar ég finn ekki fyrir neinu?“

Svo einn daginn áttaði ég mig á því að ég var að efast um Guð. Hann hefur alltaf verið faðir minn á himnum, minn mesti stuðningur og styrkur. Ég fór að gráta. Þegar ég kom heim þennan dag kraup ég til að biðjast fyrir, vegna þess að mér fannst ég andlega og tilfinningalega týnd.

Eftir að hafa beðist fyrir fann ég huggun, hlýju og kærleika. Ég vissi að hann var með mér. Ég veit að himneskur faðir sér baráttu okkar og heyrir kvein okkar. Frá þeim degi skildi ég að hann hefur miklar áætlanir fyrir fjölskyldu mína – áætlanir sem krefjast tímasetningar hans og þolinmæði minnar.