2023
Hvernig munið þið búa ykkur undir aðalráðstefnu
September 2023


„Hvernig munið þið búa ykkur undir aðalráðstefnu,“ Til styrktar ungmennum, sept. 2023.

Búa sig undir aðalráðstefnu

Hvernig munið þið búa ykkur undir aðalráðstefnu

Þessi ungmenni fengu mikið út úr aðalráðstefnu. Hvernig getið þið búið ykkur undir að hljóta þýðingarmikla upplifun?

Ég vil fylgja spámanninum

Ljósmynd
piltur

Ég undirbjó mig fyrir aðalráðstefnuna í október 2022 með því að lesa um friðþægingu Jesú Krists í Mormónsbók og Gamla testamentinu.

Á ráðstefnunni talaði Russell M. Nelson forseti til okkar og bar vitni um mikilvægi musterisins.1 Í musterinu er eilífum blessunum lofað og við skynjum dásamlegan anda þegar við förum þangað.

Það er ekki musteri í Níkaragva ennþá, en eitt hefur verið tilkynnt. Ég vona að ég geti hlustað á orð Nelsons forseta og farið í musterið þegar það er fullgert.

Þegar ég horfði á ráðstefnuna fann ég andann bera vitni um að ég væri á réttum stað. Mér leið eins og hjarta mitt væri fyllt af kærleika Guðs.

Carlos M., Níkaragva

Lækning er öllum tiltæk

Ljósmynd
stúlka

Fyrir aðalráðstefnuna í október 2022, hugleiddi ég hluti sem höfðu gerst í lífi mínu nýlega. Margt var að trufla huga minn fyrir ráðstefnuna og ég vildi finna huggun, frið og styrk.

Á ráðstefnunni sagði öldungur Quentin L. Cook, einn af postulunum tólf: „Vegna friðþægingar frelsarans, er lækning öllum tiltæk.“2

Þessi orð gáfu mér frið og von. Þegar ég geri mistök og tek rangar ákvarðanir, get ég fengið fyrirgefningu og fundið frið fyrir friðþægingu Jesú Krists. Og ég get læknast, hvaða sársauka sem ég kann að finna fyrir. Öll getum við fundið fyrir sama friði og lækningu þegar við iðrumst synda okkar og reynum dag hvern að verða betri.

Kaye D., Filippseyjum

Ráðstefnuundirbúningur ykkar

Gefið ykkur eitt andartak til að undirbúa ykkur fyrir ráðstefnuna og þið munið fá miklu betri upplifun. Hvernig getið þið svo undirbúið ykkur? Byrjið á því að skrifa niður spurningarnar ykkar! Hugleiðið spurningarnar meðan þið horfið á og þið verðið hissa á því hversu oft ræðumennirnir virðast tala beint til ykkar.