2023
Við getum iðrast
Mars 2023


„Við getum iðrast,“ Til styrktar ungmennum, mars 2023.

Allt megna ég fyrir hjálp Krists

Ungmenni segja frá því hvernig Kristur hefur styrkt þau til að takast á við erfiða hluti (sjá Filippíbréfið 4:13).

Við getum iðrast

Ljósmynd
piltur

Þótt ég hafi verið skírður þegar ég var átta ára, gerði ég ekki alltaf réttu hlutina. Þegar ég var unglingur tók ég að hanga með hópi af strákum og við fórum að fikta við hluti sem ég vissi að væru ekki góðir.

Eftir að systir mín giftist, hjálpaði hún mér að koma aftur til kirkjunnar. Ég lærði um mikilvægi Vísdómsorðsins og þess að hirða vel um líkama minn.

Dag einn drýgði ég þó aðra alvarlega synd. Mér fannst að ég gæti ekki haft anda eða kraft prestdæmisins með mér. Mér fannst ég vera einskis virði og hélt að ég myndi ekki geta framfylgt skyldum mínum í kirkjunni, eins og að blessa og útdeila sakramentinu.

Fagnaðarerindið kenndi mér þó að við getum alltaf iðrast. Það var erfitt að fara til biskups míns og játa synd mína. Það var erfitt að vita að fólk gæti séð mig ganga inn á skrifstofu biskups. Ég þráði þó frið Drottins og ég vildi iðrast.

Biskup minn fór með bæn með mér og sagði mér að Drottinn væri alltaf miskunnsamur þeim sem leitast við að iðrast og að ég gæti jafnað mig á mistökum mínum. Ég er nú byrjaður að lesa ritningarnar og biðjast fyrir og ég veit að það hjálpar mér að standast freistingar.

Ef iðrunarferlið er erfitt fyrir ykkur, ættuð þið alltaf að muna eftir gjöf Jesú Krists og kraftaverki friðþægingar hans. Við syndgum öll og gerum mistök og við munum ekki ná fullkomnun í þessu lífi. Með friðþægingu Jesú Krists, og blóði sínu sem hann úthellti fyrir okkur, getum við samt alltaf iðrast. Með hjálp Drottins getum við haldið áfram í átt að fullkomnun.

Kenneth B., Tonga