2023
Jesús Kristur: Friður í stormum
Mars 2023


„Jesús Kristur: Friður í stormum,“ Til styrktar ungmennum, mars 2023.

Kom, fylg mér

Markús 4

Jesús Kristur: Friður í stormum

Suma daga gætuð þið upplifað mikla lífsins storma. Jesús Kristur hefur þó vald til að færa ykkur frið sem þið finnið hvergi annars staðar.

Ljósmynd
Jesús Kristur bauð vatninu að hafa hljótt um sig.

Haf hljótt um þig, eftir Yonsung Kim

Þegar ég var hálfnuð í menntaskóla fékk ég miklar óvæntar fréttir. Foreldrar mínir höfðu verið kallaðir til að leiða Montevideo trúboðið í Úrúgvæ, sem þýddi að þau þurftu að flytja í annan heimshluta með fjórum yngri systkinum mínum. Ég var þegar stressuð yfir því að útskrifast úr menntaskóla, en núna þyrfti ég að vera ein í háskóla, með fjölskyldu mína í annarri heimsálfu. Ég var dauðhrædd.

Að fara úr menntaskóla yfir í háskóla reyndist mér afar erfitt. Þótt ég væri umkringd góðum herbergisfélögum og þúsundum nemenda, hafði ég aldrei fundið fyrir meiri einsemd. Álagið í skólanum var yfirþyrmandi. Ég vissi ekki hvað ég vildi læra og fannst námsefnið krefjandi. Ég var líka að takast á við tilfinningalega erfitt og stjórnsamt samband, sem reyndi gríðarlega á geðheilsu mína. Ótti minn við framtíðina yfirtók mig.

Fljótlega gerðu þunglyndi, ótti og einmanaleiki mér erfitt fyrir með daglega virkni. Mér fundust jafnvel eðlilegar venjur ómögulegar. Einn morguninn var ég að biðja himneskan föður um að gefa mér styrk til að komast í gegnum daginn. „Ég get ekki haldið þessu áfram ein,“ bað ég. Á sjaldgæfu augnabliki andlegs og tilfinningalegs skýrleika, komu þessi orð upp í huga minn „Þú þarft ekki að gera það.“ Friður fyllti huga minn. Storminn lægði í huga mér.

Næstu mánuðir (og ár) voru ekki auðveldir. Þunglyndið og einmanaleikinn hurfu ekki samstundis. Í fyrsta skipti skildi ég þó persónulega hvað í því fólst að eiga frelsara. Ég vissi að hann skildi áskoranir mínar og sársauka. Ég vissi að hann var sá eini sem gat hjálpað mér og það gerði hann.

Mörgum árum síðar, er ég heimkominn trúboði, útskrifuð úr háskóla og hamingjusamlega gift. Ég veit að ég hefði ekki náð neinu þessara markmiða, ef ég hefði ekki treyst á Drottin.

Ljósmynd
ung kona

Ljósmynd frá Getty Images

Haf hljótt um þig

Jesús var sofandi í bátnum með postulum sínum þegar mikill stormur skall á. Postularnir vöktu Jesú og sögðu: „Meistari, hirðir þú ekki um að við förumst?“ (Markús 4:38). Í þann mund sem þeir héldu að þeir væru að fara að deyja í ofsaveðrinu, stóð Drottinn upp „hastaði á vindinn og sagði við vatnið: ,Þegi þú, haf hljótt um þig!‘ Þá lægði vindinn og gerði stillilogn“ (Markús 4:39).

Hversu oft á lífsleiðinni hafið þið spurt ykkur sjálf: „Hirðir þú ekki um að ég farist?“ Stundum, þegar þið takist á við erfiðar áskoranir, getur verið auðvelt að finna til einmanaleika. Þið gætuð velt fyrir ykkur af hverju Drottinn er ekki að lægja stormana ykkar. Svo kann að virðast sem líf ykkar muni aldrei ná því „stillilogni“ sem getið er um í versi 39.

Hins vegar er mikilvægur hluti þessarar sögu sú regla sem frelsarinn kenndi næst. Hann sagði: „Hví eruð þið hræddir, hafið þið enn enga trú?“ (Markús 4:40). Á ótta- og örvæntingarstundu postulanna höfðu þeir gleymt með hverjum þeir voru. Sonur Guðs, sem hafði skapað jörðina, svaf í báti þeirra. Af hverju ættu þeir að óttast?

Á sama hátt, hefur frelsarinn kraft til að lægja hvaða storm sem er í lífi ykkar. Hann getur læknað sársauka ykkar, létt byrðar ykkar og veitt ykkur ljós þegar þið eruð í myrkri. Hlutur ykkar í þessu ferli, er að iðka sífellt meiri trú á Jesú Krist.

Finna styrk frá Drottni

Að lifa með aukinni trú getur fært meira af krafti Krists í líf ykkar. Þegar Razafimalaza frá Madagaskar var að ljúka erfiðu skólaári dó frænka hans. Hann var niðurbrotinn. Það varð næstum ómögulegt að einbeita sér í skólanum. Hann var að búa sig undir að taka lokapróf ársins. Hann bað: „Viltu taka frá mér sorgina og gefa mér styrk til að mæta í prófið á morgun.“ Eftir bænina, fann Razafimalaza aukinn styrk. „Mér fannst ég hafa gleymt sorginni,“ sagði hann. „Guð gefur mér styrk til að gera hvað sem er.“

Ljósmynd
piltur

Það er mikilvægt að muna að stundum lægir Drottinn stormana í lífi ykkar og stundum róar hann og huggar ykkur meðan stormurinn geisar. Þegar þið hafið trú á hann, treystið þið líka á vilja hans og tímasetningu. Þið trúið því að hann muni hjálpa ykkur, óháð því hvenær friður ykkar og rósemi í raun koma.

Treysta á tímasetningu hans

Stúlka að nafni Ann kannast við hræðslutilfinningar. „Ég tekst á við alvarlegan kvíða og væga ADHD,“ segir hún. „Stundum finnst mér ég vera misskilin af öðrum og erfitt er að halda eilífu sjónarhorni. Ég las nýlega í 1. Mósebók um Söru, sem þurfti að bíða í áratugi áður en hún eignaðist barn. Ég áttaði mig á að ég gæti líka þurft að bíða lengi eftir því að læknast. Ég veit að Kristur mun ekki yfirgefa mig þegar ég er að upplifa kvíða. Hann er þarna til að hjálpa mér í gegnum þetta.“

Ljósmynd
stúlka

Að velja að treysta á Drottin, þýðir ekki að við þurfum að hunsa hinar miklu áskoranir í lífi okkar. Hins vegar þýðir það að við ættum að gera það „með einbeittu augliti á óendanlegan mikilleika, gæsku og almætti Guðs [okkar], treysta á hann … með gleði í hjarta.“1 Þegar þið eruð einmana, döpur, kvíðin eða væntið fyrirheitinna blessana, munið þá eftir þessari spurningu: Ertu að bíða eftir „stillilogni“ með ótta eða trú í hjarta?