2023
Reiðubúin til að verða trúboði
Mars 2023


„Reiðubúin til að verða trúboði,“ Til styrktar ungmennum, mars 2023.

Reiðubúin til að verða trúboði

Hvernig vitið þið að þið eruð undir það búin að þjóna í trúboði?

Ljósmynd
trúboðar

Russell M. Nelson forseti hefur minnt okkur á mikilvægi trúboðsstarfs og hvatt pilta og stúlkur til að búa sig undir að þjóna.1 Það krefst vinnu að vera fastatrúboði, en að verða slíkur gerir það líka!

Trúboðsundirbúningur getur stundum verið yfirþyrmandi vegna þess að það virðist vera svo margt sem þarf að gera:

„Ég þarf að safna peningum.“

„Ég ætti að læra Boða fagnaðarerindi mitt.

„Hvernig elda ég eða þvæ af mér þvottinn?“

„Ég ætti að panta tíma hjá biskupi mínum.“

„Er ég nógu sjálfsörugg/ur til að miðla fagnaðarerindinu?

Þessar hugsanir og áhyggjur eiga rétt á sér. Hins vegar er best að einbeita sér að stærri tilgangi þjónustu ykkar.

Ástæðan ykkar

Það er gagnlegt að spyrja sjálfan sig: „Af hverju vil ég þjóna í trúboði?“

Kannski finnst ykkur eins og það sé skylda. Kannski finnst ykkur spennandi að búa á nýjum stað eða læra nýtt tungumál. Kannski viljið þið miðla vitnisburði ykkar um friðþægingu Jesú Krists eða kenningunni um eilífar fjölskyldur. Kannski trúið þið því bara, eins og Nelson forseti hefur sagt, að „allir verðskuldi tækifæri til að hljóta vitneskju um hið endurreista fagnaðarerindi Jesú Krists.“2

Sumar ástæður fyrir því að þjóna í trúboði eru betri en aðrar og það eru fleiri en ein góð ástæða til að fara. Ástæður ykkar ættu endanlega að snúast um kærleika ykkar til Drottins og hins endurreisa fagnaðarerindi hans. Hugsið um ástæður ykkar og hvort þær muni hjálpa ykkur að þjóna Drottni „af öllu hjarta yðar, mætti, huga og styrk“ (Kenning og sáttmálar 4:2). Ef þið aftur á móti hafið ekki þrá, getið þið beðið himneskan föður um að hjálpa ykkur að öðlast hana.

Ljósmynd
þjónandi trúboðssystir

Vitnisburður ykkar

Á ég vitnisburð um fagnaðarerindi Jesú Krists? Trúi ég sannlega að hann hafi kallað mig til að þjóna?“

Tilgangur trúboða er að bjóða öðrum að koma til Krists. Ef þið eruð að bjóða fólki að læra um Jesú Krist og fagnaðarerindi hans, þá er mikilvægt að búa að eigin vitnisburði.

Vitnisburður ykkar þarf ekki að vera fullkominn; það verður alltaf mögulegt að styrkja hann. Það sem raunverulega skiptir máli er grundvöllurinn: Jesús Kristur. Þið getið kynnst honum sjálf með því að kynna ykkur orð hans í ritningunum, biðja til himnesks föður í hans nafni og leitast við að lifa eins og hann.

Að vera frábær trúboði, þýðir ekki að þið séuð alltaf frábær í því að ræða við fólk eða að þið hafið lært öll ritningarvers utanbókar (þótt þið getið alltaf unnið að því að bæta færni ykkar). Svo lengi sem þið treystið Drottni, trúið á hann og eruð fús til að vinna verk hans, mun hann efla ykkur í starfi og hjálpa ykkur að verða að áhrifaríkum trúboða.

Ljósmynd
systratrúboðar

Musterisgjöfin ykkar

„Finnst mér ég vera tilbúin að fara í musterið?“

Áður en þið þjónið í trúboði, munið þið líklegast hljóta musterisgjöf ykkar í musterinu, ef þið hafið ekki þegar gert það.

Musterisblessanir eru „undirstöðuatriði sem oft gleymast í undirbúningi fyrir köllun í verkið.“ Og „persónulegur verðugleiki er mikilvægasta krafan til að hljóta blessanir musterisins.“3 Þegar þið eruð verðug og búið ykkur undir að fara í musterið og gerið helga sáttmála við Guð, munið þið líka búa ykkur undir að vera trúboði fyrir hann (sjá Kenning og sáttmálar 105:33; 109:22).

Þegar að því kemur getið þið tekið þátt í undirbúningsnámsskeiði fyrir musterið. Í millitíðinni getið þið aftur á móti ástundað persónulegt nám og undirbúning. Nelson forseti hefur mælt með ákveðnum ritningarversum og trúarefni sem þið getið lært til að fræðast um musterið.4 Þið getið líka lært meira á temples.ChurchofJesusChrist.org.

Ljósmynd
þjónustutrúboði við tölvu

Verðug og undirbúin

Aftur, það eru margar hliðar á undirbúningi fyrir trúboð. Já, þið ættuð að safna peningum, halda ykkur líkamlega hraustum og læra grunnfærni, eins og að bæta fatnað eða elda. Þið getið samt haft þessi markmið.

Látið ekki smáatriðin verða ykkur yfirþyrmandi. Mikilvægasti undirbúningurinn sem þið getið tekist á við, er sá sem gerir ykkur mögulegt að vera verðugt og áhrifaríkt verkfæri í höndum Drottins.

Ef ykkur finnst þið vera ófullnægjandi, stressuð eða óviss um að þjóna, þá er það eðlilegt. Munið bara að Drottinn vill að þið náið árangri! Þegar þið treystið honum og fylgið leiðsögn andans, mun hann hjálpa ykkur að búa ykkur undir að verða besti trúboðinn sem þið getið orðið.