2023
Verða sannur afreksmaður
Mars 2023


„Verða sannur afreksmaður,“ Til styrktar ungmennum, mars 2023.

Verða sannur afreksmaður

Felipe er einn af þeim bestu í heiminum í bardagaíþróttum eins og karate, júdó og MMA. Að þjóna í trúboði er þó forgangsverkefni hans.

Ljósmynd
ungur maður í bardagalistum

Ljósmyndir: Shirley Brito

Felipe F. frá Pará, Brasilíu, er ekki venjulegur 18 ára gamall ungur maður. Hann hefur keppt sem atvinnumaður í blönduðum bardagalistum (MMA), júdó og karatekeppnum. Hann er líka nokkuð góður í því sem hann gerir. Hann sigraði hina alþjóðlegu Járnmanns MMA keppni. Hann er tvöfaldur Pará fylkismeistari og í öðru sæti í brasilísku meistarakeppninni og öðru sæti í alþjóðakeppni í júdó. Hann er tífaldur Pará-fylkismeistari, tífaldur brasilískur meistari, suður-amerískur meistari, pan-amerískur meistari og þrefaldur heimsmeistari í karate. Vá!

Ljósmynd
piltur með verðlaun

Ástæðurnar fyrir velgengni hans

Felipe hefur æft síðan hann var sjö ára gamall. Hann telur þó að megin ástæðan fyrir velgengni sinni sé Guð. „Ég bið alltaf um hjálp Drottins,“ segir hann.

Á síðasta pan-ameríska meistaramóti sínu í karate var Felipe ekki mjög öruggur. Pabbi hans veitti honum þá prestdæmisblessun. „Eftir það var hugur minn betri og það hjálpaði mér að vinna meistaratitilinn þennan dag. Síðustu tvær viðureignirnar sem ég vann átti ég aðeins eina sekúndu eftir. Allir héldu að það væri ómögulegt. Ég beitti óvæntu bragði sem hjálpaði mér að vinna og fyrir mig var þetta allt vegna blessunar pabba míns.“

Ljósmynd
ungur maður stekkur og sparkar í bardagalistum

Pabbi hans hefur veitt honum margar blessanir í gegnum árin. Felipe veit að hann sigrar ekki alltaf með því að fá blessun, en hann trúir því að Drottinn geti hjálpað sér að halda einbeitingu og bæta hæfileika sína. „Þetta hjálpar mér að vera öruggari,“ segir Felipe. „Ég veit að burtséð frá niðurstöðunni var hönd Drottins til staðar.

Hinir í fjölskyldu hans hafa líka verið mikil stoð. Á einu MMA móti sá Felipe fjölskyldu sína á áhorfendapöllunum. „Þau voru öll þarna og fögnuðu með nafni mínu. Ég varð orðlaus.“ Hann bætir við: „Ég er afar þakklátur fyrir föður minn og móður, sem sýndu mér réttu leiðina.“

Ljósmynd
fjölskylda á gangi úti

Felipe telur að það hafi hjálpað sér í íþróttinni að feta þá leið. Vinir hans hlógu oft að honum þegar hann vildi ekki gera það sem þeir voru að gera. Felipe sér þó ekki eftir því. „Alveg eins og fagnaðarerindið færir blessanir, þá færa íþróttir líka afrek! Að fara ekki að djamma með vinum mínum og borða rétt hefur hvorttveggja áhrif á niðurstöðuna.“

Ljósmynd
fjölskylda við borðhald

Ákvörðun um að þjóna í trúboði

Nú þegar Felipe er 18 ára hefur hann fullt af tækifærum. Honum var nýlega boðið að þjálfa í virtum MMA skóla og hann er með tilboð frá stjórnendum um allan heim. Hann vill þó fyrst þjóna í trúboði.

„Fyrir mér er þetta auðvelt val,“ segir hann. „Drottinn er í fyrsta sæti. Hitt getur beðið, því hann blessar okkur alltaf fyrir að vera hlýðin.“

Eldri bróðir Felipe, Júnior, sem nýlega kom heim úr trúboði, var hluti af hvatningu hans. Hann sagði Felipe að ekkert væri betra en að þjóna í trúboði og að hann ætti að fara jafnvel þótt fólk reyndi að sannfæra hann um að gera það ekki.

Felipe hefur upplifað að fólk segi honum að vera áfram. Margir í stórfjölskyldu hans eru ekki meðlimir kirkjunnar. „Þau skilja ekki að trúboð hefur meira gildi en að verða ríkur og frægur. Ég reyni bara að kenna fagnaðarerindið þegar slíkt kemur upp,“ segir Felipe. Eitt slíkt atvik leiddi til áhrifaríkrar trúboðsupplifunar.

Frændi Felipe hafði nýlega látist og pabbi hins látna syrgði dauða sonar síns. Felipe sagði frænda sínum frá sáluhjálparáætluninni. Að því loknu, faðmaði frændi hans hann og baðst afsökunar á að hafa sagt honum að fara ekki í trúboð. „Hann sagði mér að ég hefði þá hæfileika að snerta hjörtu fólks og að ég þyrfti að þjóna,“ minnist Felipe. „Það var sérstakt augnablik fyrir mig þegar einhver sem hafði ekki hugmynd um hvað trúboð var skildi raunverulegan tilgang þess.

Felipe upplifði stundir þar sem hann var ekki viss um trúboð sjálfur. „Ég las ritningarnar mínar á hverjum degi og eitt kvöldið efaðist ég mikið um ákvörðun mína. Ég tók að hugsa: „Ætti ég að vera áfram og keppa aðeins lengur?“ Ég las síðan í Mormónsbók um að Nefítar fóru að verða vanþakklátir og stoltir. Jakob kenndi þeim að þeir þyrftu að setja Drottin í fyrsta sæti. [Sjá Jakob 2:12–21.] Á þeirri stundu var ekki efi í huga mínum um ákvörðun mína.“

Ljósmynd
piltur les ritningar

„Í dag veit ég hvað ég vil og ég veit að ég mun koma aftur úr trúboði mínu og verða blessaður á einhvern hátt. Það gæti tengst MMA eða einhverju öðru, en ég veit að Guð gefur okkur það sem við þurfum.“

Áhrif daglegra trúarumbreytingar

Felipe var ekki alltaf jafn spenntur og öruggur með trúboð – eða kirkjuna. „Það var tími í lífi mínu þegar ég var ekki jafn sterkur og nú í fagnaðarerindinu og mér leið alltaf eins og eitthvað vantaði,“ segir hann. „Þú þekkir þennan sem fer bara í kirkju og gerir ekkert annað? Það var ég.“ Eftir að hafa rætt við bróður sinn og biskup um að þjóna í trúboði, ákvað hann að byrja að biðja og lesa ritningar á hverjum degi.

„Ég held að það sem hafi hjálpað mér hafi verið dagleg trúarumbreyting. Ég ólst upp í kirkjunni og um tíma sóttist ég ekki eftir því að efla trú mína, því ég ólst upp á heimili trúar og fannst það nógu gott. Ég leita þó nú að vitnisburði á hverjum degi.“

Ljósmynd
ungur maður með þjálfara í bardagaíþrótt

Meistari vegna Drottins

Felipe veit að það að velja rétt þýðir ekki að hann muni alltaf sigra eða allt verði sér í hag. „Ég man eftir að fara í keppni og halda að ég væri undirbúinn og tapað í fyrstu umferð. Í annað skipti var ég meiddur heima. Ég man að hafa vaknaði snemma, horft upp í loftið og velt fyrir mér hvort þetta væri allt þess virði. Stundum vildi ég bara snúa mér á hina hliðina og fara að sofa aftur, en ég stóð upp og fór á æfingu. Að verða meistari nær lengra en sigurstundin. Það er sá sem sigrar hvern dag, sigrast á mistökum, vinnur prófraunir.“

Frelsarinn er hvati Felipe til að sigra á öllum sviðum lífsins. „Ef við viljum verða eins og hann er, þurfum við að gera það sem hann gerir, alltaf að reyna að vera óhagganleg, styrkja okkur sjálf og hugsa um það hvað hann myndi gera. Þetta hvetur mig í verkum mínum á hverjum degi, að vera eins og hann. Þegar ég sé eitthvað sem ég get breytt, biðst ég fyrir og bið fyrirgefningar og reyni alltaf að verða betri. Sannur meistari er sá sem hrasar oft og stendur jafnvel upp mitt í gremju og heldur áfram.“

„Ég er meistari vegna Drottins,“ segir Felipe. „Ef það væri ekki fyrir hann, þá hefði ég ekki hugmynd um hvar ég væri. Ég er þó viss um að ég myndi ekki hafa allt sem ég hef í dag. Að lifa eftir fagnaðarerindinu, hefur gert mig að meistara í lífinu og í íþróttum.“