Barnavinur
Vandræði á leikvellinum
Skírn og staðfesting


„Vandræði á leikvellinum,“ Barnavinur, ágúst 2023, 46–47.

Vandræði á leikvellinum

Hunter dró djúpt andann. „Ég segi ekki svoleiðis orð.“

Þessi saga gerðist í Bandaríkjunum.

Hunter hljóp um leikvöllinn með vinum sínum. Hann brosti breitt þegar hann fann vindinn streyma fram hjá sér. Honum fannst hann svo fljótur og léttur!

Kyle snerti girðinguna fyrst. „Ég vann!“ hrópaði hann.

Hunter kom að girðingunni augnabliki síðar. „Ekki sanngjarnt! Þú byrjaðir á undan.“

„Já,“ sagði Miguel. „Keppi við ykkur að trénu!“

Hunter byrjaði aftur að hlaupa. Í þetta sinn var hann fyrstur til að snerta tréð. En Miguel var rétt á eftir honum.

„Ég vann!“ sagði Miguel.

„Nei, Hunter vann,“ sagði Piper.

„Já,“ sagði Kyle.

Miguel krosslagði hendurnar. Svo sagði hann ljótt orð.

Hinir krakkarnir hlógu. Miguel endurtók orðið og þeir hlógu meira.

Hunter var leiður hið innra. Hann vissi að ekki væri gott að segja þetta orð. En hann vildi ekki verða að athlægi. Hann sagði ekkert.

Piper sagði annað ljótt orð. Svo sagði Kyle enn annað.

„Seg þú eitt núna, Hunter,“ sagði Kyle.

„Já, gerðu það,“ sagði Miguel. „Segðu nýtt blótsyrði.“

Hunter dró djúpt andann. „Ég segi ekki svoleiðis orð.“

„Það skaðar þig ekki að segja eitt orð,“ sagði Kyle.

„Ég vil það ekki,“ sagði Hunter.

„Ertu of hræddur?“ Miguel hló.

Hunter hitnaði í framan. „Ég ætla að fara og leika annars staðar.“

Hinir krakkarnir hlógu áfram og sögðu ljót orð. Hunter vildi komast í burtu. Núna var ekki gaman á leikvellinum. „Sjáumst seinna,“ muldraði hann.

Ljósmynd
alt text

Hunter setti hendurnar í vasann og gekk hægt fram hjá öllum hinum krökkunum. Honum fannst hann ekki lengur fljótur eða léttur. Hann var þjakaður.

Hann fann mömmu og pabba sitjandi á bekk. Pabbi lagði bókina sína frá sér. „Er allt í lagi?“

Hunter yppti öxlum. „Þau byrjuðu að segja ljót orð. Ég vildi ekki taka þátt, þannig að ég fór.“

Mamma brosti. „Það var hugrakkt.“

„Við erum stolt af þér,“ sagði pabbi. „Það er erfitt að taka góðar ákvarðanir þegar fólkið umhverfis okkur gerir það ekki.“

Hunter andvarpaði. Hann var ánægður yfir að hafa valið rétt en honum leið enn illa.

„Viltu fara heim?“ spurði mamma.

Hunter hugsaði málið. „Ekki enn,“ sagði hann. Hann leit í áttina að öðrum hópi barna sem léku sér í aparólunni. „Ég ætla að fara þangað.“

Þegar Hunter labbaði þangað, veifaði honum einn strákurinn. „Hæ, ég heiti David.“

„Ég heiti Hunter. Má ég hoppa með þér?

„Endilega!“

Hunter fór ferð í aparólunni og fann vindinn streyma fram hjá sér. Þegar hann lék við David og hina, fannst honum hann aftur fljótur og léttur. Hann hafði gert það sem var rétt, jafnvel þótt það hefði verið erfitt. Hann var feginn yfir að hafa valið vel.

Ljósmynd
alt text
Ljósmynd
alt text here

Myndskreyting: Shawna J. C. Tenney