Barnavinur
Stóri dagurinn hennar Giorgiu
Skírn og staðfesting


„Stóri dagurinn hennar Giorgiu,“ Barnavinur, ágúst 2023, 8–9.

Stóri dagurinn hennar Giorgiu

„Ég verð bráðum skírð,“ sagði Giorgia. „Alveg eins og Jesús!“

Þessi saga gerðist í Ástralíu.

Ljósmynd
alt text

Giorgia hljóp upp í herbergið sitt, með Matildu á hælum sér. Það var alltaf skemmtilegt þegar vinur hennar kom að leika.

„Getum við leikið með vélmennið þitt?“ spurði Matilda.

„Já!“ sagði Giorgia. Það var einn af eftirlætisleikjum hennar.

Á meðan Giorgia sótti vélmennið, skoðaði Matilda myndirnar á vegg Giorgiu. Hún benti á myndina sem var fyrir miðju.

„Hvað er á þessari mynd?“ spurði hún.

„Þetta er Jesús Kristur að skírast,“ sagði Giorgia. „Og ég verð bráðum skírð. Alveg eins og Jesús!“

„Af hverju skírist þú?“ spurði Matilda.

„Af því að ég vil fylgja Jesú,“ sagði Giorgia. „Ég lofa einmitt því þegar ég skírist!“

Giorgia fékk hugmynd. „Myndi þig langa að koma í skírnina mína?“

„Ég skal spyrja mömmu hvort ég má það,“ sagði Matilda.

Skírnardagur Giorgiu færðist nær og nær. Hún las úr ritningarsögubókinni sinni og fór í hverri viku í Barnafélagið. Þegar hún hafði sagt kvöldbænirnar, leit hún á myndina af Jesú. Henni fannst gaman að ímynda sér hvernig það yrði að skírast.

Sunnudaginn fyrir skírnina hennar, fór Giorgia í skírnarviðtalið sitt. Hún og foreldrar hennar töluðu við biskupinn á skrifstofu hans. Hann spurði hana nokkurra spurninga til að ganga úr skugga um að hún væri tilbúin að láta skírast.

Ljósmynd
alt text

„Trúir þú að Jesús Kristur er sonur Guðs?“ spurði hann.

Það gerði hún! „Já,“ svaraði hún.

Biskupinn brosti til hennar. „Að láta skírast er afar mikilvæg ákvörðun. Vilt þú skírast?“

Giorgia hugsaði um það hve mikið hún elskaði Jesú og vildi fylgja honum. „Já,“ svaraði hún.

Loks rann upp stóri dagurinn hennar Giorgiu. Þegar hún steig í vatnið, sá hún vini sína og fjölskyldu fylgjast með. Matilda var þarna líka!

Þegar pabbi hennar flutti skírnarbænina, færðu orðin Giorgiu frið og gleði hið innra. Svo hann dýfði henni varlega alla leið undir yfirborð vatnsins og strax aftur upp. Þegar hún kom upp aftur, fann hún til gleði og hreinleika.

Pabbi faðmaði hana þétt að sér. Mamma beið eftir henni efst í tröppunum með handklæði og bros á vör.

Giorgia fann hlýju hið innra. Þetta var sérstakur dagur. Hún hafði valið að fylgja Jesú. Og hún vildi halda áfram að fylgja honum á hverjum degi!

Ljósmynd
alt text
Ljósmynd
alt text here

Myndskreyting: Shana Keegan