Barnavinur
Fjölskyldu- og ættarsöguviðburðurinn
Skírn og staðfesting


„Fjölskyldu og ættarsöguviðburðurinn,“ Barnavinur, ágúst 2023, 30–31.

Fjölskyldu- og ættarsöguviðburðurinn

„Viltu segja mér aðra fjölskyldu- eða ættarsögu?“ spurði Lorrain.

Þessi saga gerðist í Vanúatú.

Lorrain brosti þegar hún söng síðustu línurnar í laginu. Þau höfðu nýlokið við söngstund í Barnafélaginu. Nú var kominn tími til að fara í bekkinn.

En fyrst stóð systir Taleo upp. „Ég ætla að segja ykkur frá Barnafélagsviðburði sem verður bráðum,“ sagði hún. „Við viljum að þið lærið öll um fjölskyldu ykkar og ættmenni. Biðjið foreldra ykkar að segja ykkur ættar- og fjölskyldusögur. Síðan getið þið miðlað því sem þið lærðuð á viðburðinum.“

Þegar Lorrain kom heim eftir kirkju var hún spennt. Hún fann stórt blað og fór með það að borðinu. Hún gat varla beðið eftir því að læra um fjölskyldu sína og ættmenni!

Lorrain teiknaði ættartré á blaðið. Mamma og pabbi hjálpuðu henni að stafsetja öll nöfnin. Síðan límdi hún myndir af fjölskyldumeðlimum og ættmennum sínum á veggspjaldið.

Ljósmynd
alt text

„Langamma þín hét líka Lorrain,“ sagði mamma. „Þú ert nefnd eftir henni.“

„Vá,“ sagði Lorrain.

„Amma Lorrain var afar kærleiksrík.“ Mamma brosti. „Þegar eldiviður fólksins í þorpinu kláraðist, deildi amma Lorrain með þeim.“

Það var skemmtilegt að læra um fjölskyldu sína og ættmenni! „Viltu segja mér aðra fjölskyldu- eða ættarsögu?“ spurði Lorrain.

„Pabbi gæti sagt þér um fyrsta skiptið sem hann fór í musterið,“ sagði mamma. „Hann var bara sex ára. Hann og foreldrar hans fóru í langt ferðalag til musterisins í Nýja-Sjálandi.“

Lorrain hafði unun af því að heyra um musterið. „Segðu mér söguna, pabbi!“ sagði hún.

„Fyrst urðum við að fara í flugvél til að fljúga til Nýja-Sjálands. Svo tókum við rútu. Þetta var langt ferðalag.“ Pabbi sýndi Lorrain mynd af musterinu. „Að lokum fóru foreldrar mínir og ég inn. Við vorum innsigluð sem fjölskylda. Það þýðir að við getum verið saman að eilífu!“

Þetta yljaði Lorrain um hjartarætur. Hún var glöð yfir því að geta heyrt sögur um fjölskyldu sína og ættmenni.

Loks rann upp dagur Barnafélagsviðburðarins. Lorrain hjálpaði mömmu og systur Taleo að gera allt tilbúið í kirkjubyggingunni.

Þá fréttu þau nokkuð spennandi. Musteri yrði byggt á eyjunni þeirra!

Lorrain var svo glöð. Þegar hún yrði nógu gömul til að fara í musterið, þyrfti hún alls ekki að ferðast langt!

Sama kvöld voru allir vinir Lorrain mættir á Barnafélagsviðburðinn. Börnin skiptust á að segja frá því sem þau höfðu lært um fjölskyldu sína og ættmenni. Þegar komið var að Lorrain, sýndi hún blaðið með ættartrénu.

„Mér fannst mjög skemmtilegt að læra um fjölskyldu mína og ættmenni,“ sagði hún. „Ég komst að því að ég heiti í höfuðið á langömmu minni. Ég lærði líka um fyrsta skiptið sem fjölskyldan mín fór í musterið. Musterið getur hjálpað fjölskyldu okkar að vera saman að eilífu.“ Hlýja tilfinningin kom aftur. „Ég er svo spennt fyrir því að fá musteri hér á Vanúatú.“

Lorrain settist aftur skælbrosandi. Hún var þakklát fyrir að geta vaxið upp til að verða meira eins og Jesús. Og hún var þakklát fyrir musterið! Hún gat ekki beðið eftir því að fara inn í það einn daginn.

Ljósmynd
alt text
Ljósmynd
alt text here

Myndskreyting: Emily Davis