Barnavinur
Brotni vatnsbrúsinn
Skírn og staðfesting


„Brotni vatnsbrúsinn,“ Barnavinur, ágúst 2023, síða–síða.

Brotni vatnsbrúsinn

Kadie var þyrst. Hvernig gæti Sophia komið til aðstoðar?

Þessi saga gerðist í Síerra Leóne.

Sophia hlustaði vandlega þegar kennarinn hennar útskýrði stærðfræðidæmið á töflunni.

„Jæja, hvað er níu sinnum fjórir?“ spurði kennarinn.

Sophia rétti upp hönd. „Þrjátíu og sex!“ sagði hún.

Kennarinn hennar brosti. „Það er rétt, Sophia!“

Eftir kennslustundina var komið að því að fara heim. Sophia gekk með vinum sínum. Allir gripu vatnsbrúsann sinn til að klára vatnið sem var eftir. Þetta var heitur dagur!

Ljósmynd
alt text

En Sophia sá nokkuð undarlegt. Vinkona hennar, Kadie, drakk ekki. Hún gekk bara þögul með þeim.

„Kadie, hvar er vatnsbrúsinn þinn?“ spurði Sophia. Allir voru alltaf þyrstir í lok skóladagsins.

„Ég braut hann í gær og get ekki fengið nýjan,“ sagði Kadie. „Nú get ég ekki komið með vatn í skólann.“

Sophia leit niður á vatnsbrúsann sinn. Hún vildi óska þess að hún gæti deilt! En allt vatnið hennar var búið.

Sophia hugsaði allan daginn um Kadie og brotna vatnsbrúsann. Þar sem þau bjuggu var ekki auðvelt að komast í hreint vatn. Flestir krakkar fengu bara einn vatnsbrúsa til afnota á ári. Þeir gátu fyllt hann úr stóru íláti með hreinu vatni heima. Maður gat orðið veikur af því að drekka annað vatn. Ef Kadie hefði ekki vatnsbrúsa, gæti hún ekki sótt vatn heima til að drekka í skólanum.

Næsta morgun, íhugaði Sophia hvernig hún gæti hjálpað Kadie. Fjölskylda Sophiu átti nokkrar plastflöskur fullar af vatni. Sophia setti eina í bakpokann sinn, ásamt málmbrúsanum. Það þyngdi pokann hennar örlítið, en það angraði hana ekki.

Þegar hún var kominn í skólann, fann hún Kadie.

„Kadie, hefur þú fengið nýjan vatnsbrúsa?“ spurði Sophia.

Kadie hristi hausinn og starði niður fyrir sig.

„Það er allt í lagi,“ sagði Sophia. „Ég er með einn fyrir þig!“

Hún gaf Kadie vatnsflöskuna. Kadie brosti.

„Takk fyrir, Sophia!“ Kadie gaf vinkonu sinni stórt faðmlag.

Í tíma drakk Kadie úr flöskunni með hinum krökkunum. Sophia var glöð að sjá að vinkona hennar þurfti ekki að vera þyrst.

Alla daga vikunnar kom Sophia með auka vatnsflösku fyrir vinkonu sína. Einn morguninn lyfti mamma Sophiu bakpokanum hennar.

„Hmm,“ sagði mamma. „Þetta virðist þyngra en vanalega.“ Hún opnaði bakpokann og tók vatnsflöskuna út.

„Sophia, ætlaðir þú að pakka niður þessari auka vatnsflösku fyrir skólann?“ spurði mamma.

Sophia kinkaði kolli. „Vatnsbrúsinn hennar Kadie brotnaði og hún getur ekki fengið nýjan. Hún var því ekki með neitt vatn í skólanum.“

„Hversu lengi hefur þú tekið með auka vatn fyrir hana?“ spurði mamma.

„Bara í þessari viku,“ sagði Sophia. „Ég vildi ekki að Kadie yrði þyrst.“

Mamma brosti. „Það var fallegt hjá þér að hugsa um vinkonu þína. Það er eitthvað sem Jesús myndi gera. Ég glöð að sjá þig vera eins og Jesús. Hún faðmaði Sophiu. „Og ég held að ég viti hvernig við getum hjálpað á annan hátt.“

Mamma rétti Sophiu vatnsbrúsa úr málmi. „Gefðu vinkonu þinni þennan í staðinn, svo hún geti haldið áfram að nota hann. Þá þarft þú ekki að taka plastflösku á hverjum degi.“

„Í alvöru?“ spurði Sophia.

Mamma kinkaði kolli. „Já. Biddu hana bara um að passa vel upp á hann.“

Sophia fór með vatnsbrúsann í skólann. Það fyrsta sem hún gerði, var að færa Kadie brúsann.

„Vá,“ sagði Kadie. „Takk fyrir, Sophia!“ Kadie faðmaði hana.

Sophie hlýnaði hið innra. Hún vissi að hún hefði hjálpað vinkonu sinni, eins og Jesús hefði gert.

Ljósmynd
alt text
Ljósmynd
alt text here

Myndskreyting: Melissa Kashiwagi