Barnavinur
Sérstök gjöf
Skírn og staðfesting


„Sérstök gjöf,“ Barnavinur, ágúst 2023, 18–19.

Sérstök gjöf

„Þetta hlýtur að vera heilagur andi,“ hugsaði Mehrimah.

Þessi saga gerðist í Frakklandi.

„Mehrimah! Fatima! Trúboðarnir eru komnir!“ kallaði mamma.

Mehrima lokaði ritningarsögubókinni sinni og hljóp yfir í stofuna. Trúboðarnir höfðu verið að kenna fjölskyldu þeirra um Jesú Krist. Mehrimah og fjölskylda hennar yrðu brátt skírð. Hún gat ekki beðið!

Mehrimah settist með fjölskyldu sinni.

Ljósmynd
alt text

„Í dag ætlum við að ræða um heilagan anda,“ sagði öldungur Moea‘i. „Hann hjálpar okkur að finna frið og huggun frá himneskum föður.“

„Hann hvetur okkur líka til að gera gott,“ bætti öldungur Campbell við. „Og hann hjálpar okkur að vita hvað er satt. Þið hafið örugglega fundið fyrir heilögum anda áður.“

Mehrimah hugsaði um það þegar hún lærði í Mormónsbók. Hún fann fyrir friði og hamingju. Þannig vissi hún um sannleiksgildi bókarinnar. Var það heilagur andi?

„Eftir skírn ykkar hljótið þið gjöf heilags anda,“ sagði öldungur Moea‘i. „Það þýðir að hann geti alltaf verið með ykkur og leiðbeint ykkur.“

„Takið vel eftir hugsunum ykkar og tilfinningum í þessari viku,“ sagði öldungur Campbell. „Leitið að þeim stundum þegar heilagur andi talar til ykkar.“

Þetta sama kvöld, í fjölskyldubæninni, tók Mehrimah eftir tilfinningunni sem hún fann hið innra. Hún fann fyrir ró og friði. Það var næstum eins og einhver faðmaði hana þétt að sér. Þetta hlýtur að vera heilagur andi, hugsaði hún.

Í kirkju á sunnudeginum hlustaði Mehrimah á söng um Jesú Krist. Hún var glöð. Það hafði þau áhrif að hún vildi hjálpa öðrum. Þetta hlýtur líka að vera heilagur andi, hugsaði hún.

Fyrir háttatíma, las Mehrimah úr ritningarsögubókinni sinni. Systir hennar, Fatima, bað um að fá að lesa líka. Mehrimah sagði nei.

Mehrimah hélt áfram að lesa. En henni leið illa yfir því að hafa ekki deilt.

„Fyrirgefðu,“ sagði hún við Fatima. „Viltu lesa saman?“

Fatima sat hjá henni. Þær skiptust á að lesa. Mehrimah fann fyrir hlýju og gleði. Þetta hlýtur að vera heilagur andi, hugsaði hún.

Loks rann skírnardagurinn þeirra upp. Mehrimah og fjölskylda hennar fóru til kirkju og skiptu yfir í hvít föt.

Mehrimah skírðist fyrst. Vatnið var kalt, en hún var ánægð með að gera sáttmála við himneskan föður. Mamma vafði handklæði utan um hana. Síðan fylgdist hún með mömmu, pabba og Fatimu skírast.

Mehrimah skipti aftur í þurru fötin sín. Nú var að því komið að hún skyldi vera staðfest.

Ljósmynd
alt text

Trúboðarnir lögðu hendur sínar á höfuð Mehrimah. „Við staðfestum þig sem meðlim Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu,“ sagði öldungur Campbell, „og segjum við þig, meðtak hinn heilaga anda.“ Mehrimah fann til hlýju um allan líkamann þegar hún hlustaði á það sem eftir var af blessun hennar.

Eftir Mehrimah var staðfest, faðmaði mamma hana að sér. „Hvernig líður þér?“

„Mjög vel,“ sagði Mehrimah. „Eftir að þeir lögðu hendur sínar á höfuðið á mér fann ég fyrir einhverju, sem var eins og friður.“ Hún brosti. „Mér fannst eins og einhver segði mér að lifa góðu lífi, hjálpa fólki og halda boðorðin.“

„Veistu hverju þú fannst fyrir?“ spurði mamma.

„Já, ég veit það,“ sagði Mehrimah með ljóma í augunum. „Það var heilagur andi!“

Ljósmynd
alt text here

Myndskreyting: Alyssa Petersen