2022
Einmitt af réttri stærð
Nóvember 2022


Einmitt af réttri stærð

Trinu líkaði ekki að vera öðruvísi.

Ljósmynd
A girl named Trina stands in a space that is a textured yellow panel and a textured floor. This represents that she feels like she is small. Her friend, Josie, invites her to join the other kids in the primary class.

„Þú ert svo lítil!“ sagði Sasha. „Við ættum að kalla þig Litlu-Trinu.“

Trina reyndi að brosa. Hinir krakkarnir í skólanum stríddu henni mikið fyrir að vera smávaxin. Hún hafði fæðst pínulítil og hafði ekki stækkað eins hratt og hinir krakkarnir. Henni líkaði þó ekki nafnið Litla-Trina. Henni líkaði ekki að vera öðruvísi.

„Þú ert svo lítill að líklegast getur þú aldrei orðið stór,“ sagði Max þegar þau fóru út í frímínútur.

„Ég veit að ég er smávaxin,“ sagði Trina. „Það er þó ekkert sem ég get gert við því. Förum að leika.“

Trina hljóp til að spila fótbolta með hinum krökkunum. Þau spörkuðu boltanum fram og til baka. Þau skemmtu sér öll saman.

Fljótlega varð Trina þó mjög þreytt. Hún gekk hægt frá leiknum og settist á grasið.

Fljótlega kom Josie, vinkona hennar. Josie var líka í Barnafélagsbekknum hennar í kirkjunni.

„Er allt í lagi?“ spurði Josie.

„Já,“ sagði Trina. „Ég þarf bara að hvíla mig. Lungun mín verða þreytt þegar ég hleyp mikið. Þau eru ekki mjög sterk.“

Josie settist við hlið Trinu. Þær tíndu gras og bjuggu til litla hringa og armbönd. Þær ræddu um skólann, vinina og heimanámið.

„Ég heyrði hvað Sasha sagði,“ sagði Josie. „Mér þykir leitt að hún kallaði þig Litlu-Trinu.

Trina kinkaði bara kolli.

„Mér finnst þú þó einmitt af réttri stærð!“ sagði Josie.

Trina brosti. Hún rétti Josie grasarmbandið sem hún hafði búið til.

Næsta sunnudag bjó Trina sig undir að fara í kirkju. Hún fór í kjólinn og burstaði hárið. Hún gretti sig er hún horfði á pínulitlu skóna sína í skápnum. Hún var viss um að enginn annar í Barnafélagsbekknum hennar væri í svona litlum skóm.

Trina dró lappirnar þegar hún gekk eftir ganginum í kirkjunni. Þegar hún kom í Barnafélagsstofuna sína beið Josie þar fyrir utan.

„Við erum með svolítið óvænt fyrir þig!“ sagði Josie. „Komdu og sjáðu.“

Þegar Trina gekk inn í stofuna voru hinir krakkarnir og kennarinn þeirra, systir Bott, að benda á fallega skreytta töflu. Það voru hjörtu límd á hana alla. Það voru miðar á hjörtunum sem á stóð: „Trina brosir breitt! Trina er með stórt hjarta!“

Ljósmynd
A girl named Trina stands in a space that is a textured yellow panel and a textured floor. This represents that she feels like she is small. Her friend, Josie, invites her to join the other kids in the primary class.

„Finnst þér þetta flott?“ spurði Josie. „Systir Bott hjálpaði okkur að gera þetta.

„Ég elska þetta!“ sagði Trina. „Takk fyrir.“

„Við vildum minna þig á mikilvægan sannleika,“ sagði systir Bott. „Himneskur faðir elskar hvert okkar. Lágvaxna. Hávaxna. Stóra. Smáa. Það skiptir hann engu. Við erum börn hans og hann elskar sérhvert okkar.“

Trina leit upp á hjörtun á töflunni og brosti – breitt.

Ljósmynd
story PDF

Myndskreyting: Olga Lee