2022
Einblínið á musterið
Nóvember 2022


„Einblínið á musterið,“ Barnavinur, nóvember 2022, 2–3.

Ráðstefnuboðskapur frá spámanninum

Einblínið á musterið

Tekið úr „Einblínið á musterið,“ Líahóna, nóv. 2022.

Ljósmynd
boðskapur um musterið

Musterismynd eftir Bailey Rees; litasíða eftir Bryan Beach

Nýlega horfðum ég og systir Nelson á nýju myndböndin um Mormónsbók. Eitt þeirra sýndi frelsarann birtast Nefítum. Hann sagði: „Sjá. Ég er Jesús Kristur. … Ég er ljós og líf heimsins“ (3. Nefí 11:10–11).

Mikilvægt er að frelsarinn hafi birst fólkinu í musterinu. Þetta er húsið hans. Það er fyllt af krafti hans.

Drottinn er að hraða byggingu mustera. Það er til þess að fleiri geti farið þangað. Ég lofa því að það mun blessa fólk meira en nokkuð annað að fara oftar í musterið.

Á ráðstefnunni tilkynnti ég um 18 musteri í viðbót. Í sumum mjög stórum borgum tekur langan tíma fyrir fólk að ferðast til musterisins innan eigin borgar. Við ætlum því að byggja nokkur musteri í sumum af þessum stórborgum. Fjögur af nýju musterunum verða byggð nálægt Mexíkóborg.

Kæru bræður og systur, megið þið einblína á musterið meira en þið hafið áður gert. Ég blessa ykkur, að þið vaxið nær Guði og Jesú Kristi á hverjum degi. Ég elska ykkur. Megi Guð vera með ykkur þar til við hittumst aftur.

Jesús vitjar Nefítana

Ljósmynd
litasíða af Jesú birtast Nefítunum

Frelsarinn birtist Nefítunum við musterið, vegna þess að það er húsið hans. Guð blessar okkur með fleiri musterum, til að styrkja okkur og vernda.