2022
Bókin sérstaka
Nóvember 2022


Bókin sérstaka

Ljósmynd
Border art from the Book of Mormon Stories surrounds Bernice (about age 5) who is holding the book. Her head pops out of the cover. Her parents are in the background.

„Það er komið að þér að lesa,“ sagði Bernice. Hún lauk upp ritningunum. Mamma og pabbi sátu við hlið hennar á sófanum.

Pabbi las fyrsta ritningarversið. „Ég veit, að hann elskar börn sín.“

„Ég veit, að hann elskar börn sín,“ endurtók Bernice.

„Engu að síður,“ sagði pabbi, „þekki ég ekki merkingu allra hluta.“

Engu að síður voru erfið orð. Bernice kunni enn ekki að lesa og hún þekkti ekki merkingu allra orða. Hún naut þess þó að endurtaka orðin þegar fjölskyldan las saman ritningarnar.

Daginn eftir á ritningartíma, hafði pabbi nokkuð óvænt. „Ég hef nokkuð sérstakt fyrir þig,“ sagði hann. Hann gaf Bernice bók. Hún hafði mynd af fólki og báti að framanverðu.

„Er þetta fyrir mig?“ spurði Bernice. Hún faðmaði stóru bókina að sér.

„Fyrir þig,“ sagði pabbi. „Skoðaðu hana.“

Bernice opnaði bókina. Hún rak upp stór augu. Þar voru svo margar litskrúðugar myndir.

„Hvað heitir bókin?“ spurði Bernice.

Pabbi benti á orðin á kápunni. „Sögur úr Mormónsbók,“ sagði hann.

Bernice horfði á orðin á kápunni. „Sögur úr Mormónsbók,“ sagði hún.

„Það er sömu sögur í henni og við lesum í ritningunum,“ sagði mamma.

Bernice benti á eina myndanna. „Hver er þetta?“ spurði hún.

„Humm. Sérðu bogann og örvarnar?“ spurði mamma.

Bernice kinkaði kolli.

„Manstu eftir að hafa lesið um einhvern sem átti brotinn boga?“ spurði pabbi.

„Nefí?“ sagði Bernice.

„Já, þetta er Nefí,“ sagði pabbi.

Bernice brosti. „Takk fyrir, pabbi. Takk fyrir, mamma. Ég elska þessa bók.“

Bernice las ritningarbókina sína á hverju kvöldi með mömmu og pabba. Hún benti á myndirnar. Hún lærði að segja sum erfiðu orðin. Hún lærði líka að lesa sjálf sum auðveldari orðin!

Lestur ritninganna gerðu hana líka glaða. Hún var glöð yfir því að lesa þau með mömmu og pabba!