2022
Spjall við Xiomara um að vera ný í Stúlknafélaginu
Nóvember 2022


Spjall við Xiomara um að vera ný í Stúlknafélaginu

Xiomara (borið fram she-o-MA-ra) er frá Chiapas, sem er fylki í suðurhluta Mexíkó. Hún fór nýlega í Stúlknafélagið.

Ljósmynd
Illustration of Xiomara.

Fyrst viljum við kynnast þér.

Hvað gerir þú þér til skemmtunar?

Hjóla á hjólinu mínu, spila fótbolta og elda. Mér finnst skemmtilegast að elda quesadillas!

Hver er uppáhalds liturinn þinn?

Gulur.

Hvers hlakkaðir þú mest til við að fara úr Barnafélaginu yfir í Stúlknafélagið?

Ég var mjög spennt að fara í musterið og gera skírnir.

Hvað fannst þér um að fara til Stúlknafélagið í fyrsta skipti?

Í fyrstu var það erfitt. Ég hafði áhyggjur af því hvað eldri stúlkunum fyndist um mig. Ég var svolítið stressuð þangað til við fórum öll saman í musterið. Það var þá sem við urðum góðir vinir.

Hvernig var að fara í musterið í fyrsta sinn?

Ljósmynd
Xiomara walking in front of the Tuxtla Gutierrez Mexico Temple.

Það var mjög sérstakt. Að fara inn í musteri Drottins var andleg reynsla. Mig hefur alltaf langað að fara í musterið. Í Barnafélaginu sungum við: „Ég má í æsku minni til musterisins gá.“ Nú get ég með sanni sagt: „Ég elska að fara í musterið.“

Í fyrsta skiptið í musterinu skírðist ég fyrir sumar frænkur mínar, ættingja ömmu minnar (móðurmömmu) og annað fólk sem ég þekkti ekki. Musterið og ættarsaga eru hluti af vitnisburði mínum.

Hvað eru skemmtileg verkefni sem þú hefur gert með Stúlknahópnum þínum?

Ljósmynd
A batch of chocolate chip cookies.

Að búa til smákökur! Við gerðum 150 smákökur. Síðan deildum við þeim með öðru fólki. Viðburðir Stúlknafélagsins eru skemmtilegir. Á þeim er fullt af góðum lexíum, hvatningum og leiðbeiningum til að hjálpa okkur að verða trúboðar í framtíðinni.

Eru einhverjar aðrar stúlkur á þínum aldri á þinni deild?

Bara ég. Ég er líka eini meðlimur kirkjunnar í bekknum mínum í skólanum.

Er erfitt að vera eini kirkjumeðlimurinn í skólanum?

Nei. Vinir mínir vita allir að ég fylgi annarri trú en þeir, en þeir koma ekki fram við mig öðruvísi.

Hvað finnst þér skemmtilegast við að vera í Stúlknafélaginu?

Mér finnst gaman að læra meira um frelsarann og sáluhjálparáætlunina. Það er mikil blessun að vinna við ættarsögu. Mér finnst gaman að gera skírnir í musterinu, til að gefa skyldmennum okkar von sem þegar hafa yfirgefið þessa jörðu.

Ég elska að taka þátt í starfi Stúlknafélagsins.

Ljósmynd
story PDF

Myndskreyting: Alyssa Tallent