2022
Vera tilbúin fyrir musterið!
Nóvember 2022


Vera tilbúin fyrir musterið!

Við spurðum krakka hvað þau gerðu til að búa sig undir að fara í musterið og við hverju mætti búast. Hér er það sem þau höfðu að segja!

Ljósmynd
Portrait of Alivia Woodbury.

„Ég er að kynna mér spurningarnar fyrir musterismeðmæli til að vera undir það búin að fara í musterið. Ég vil öðlast sterkan vitnisburð.“

Aliva W., 9 ára, Utah, Bandaríkjunum

Ljósmynd
Picture of Luke Freeman.

„Ég er spenntur að fara í musterið einhvern daginn til að gera skírnir. Ég lærði mikið um musterið með því að kanna ritningarnar. Ég er spenntur vegna þess að jafnvel þegar ég er á musterissvæðinu, finn ég andann svo sterkt. Ég er viss um að andinn er enn sterkari inni í musterinu.“

Luke F. 10 ára, Idaho, Bandaríkjunum

Ljósmynd
Picture of Mark Yeromin sitting on the couch holding a kitten.

„Þið getið búið ykkur örlítið undir musterið á hverjum degi. Ég held boðorðin. Ég les ritningarnar með bróður mínum og móður á hverjum morgni fyrir skóla. Ég reyni að vera vinum til fyrirmyndar. Ég reyni að velja rétt eins og segir í sálminum ,Veldu rétt‘ (Sálmar, nr. 237). Við syngjum hann á morgnana til að skapa rétta stemningu!“

Mark Y., 10 ára, Poltava, Úkraínu

Ljósmynd
Picture of Daniel Denshchykov.

„Ég bið á hverjum degi og spyr foreldra mína um helgiathafnir musterisins. Ég er líka að búa mig undir viðtal mitt við biskupinn. Ég er spenntur að fara í musterið.“

Daniel D., 11 ára, Kænugarði, Úkraínu

Ljósmynd
Picture of Antonella Igor.

„Ég elskaði fyrsta skiptið sem ég fór í musterið. Áður en röðin kom að mér að skírast fékk ég að þjóna sem vitni. Ég horfði á einhvern annan skírast og sá til þess að þeir færu alla leið ofan í vatnið. Þegar röðin kom að mér að skírast var vatnið heitt. Ég fann fyrir friði og hamingju. Ég elska musterið og elska að hjálpa við þetta mikla verk.“

Antonella A., 12 ára, Bresku Kólumbíu, Kanada