Lexía fyrir ungmenni: Hafa stjórn á tækninotkun okkar
I. Inngangur
Við, sem ungt fólk, búum í heimi þar sem tæknin er stór hluti af lífi okkar. Það getur verið auðvelt að týnast í endalausu skruni, stöðugum tilkynningum og ánetjandi eðli tækninnar. Sem lærisveinar Jesú Krists, erum við kölluð til að nota tæknina af ásetningi og á jákvæðann hátt. Í þessari lexíu munum við læra hvernig við getum haft stjórn á tækninotkun okkar og notað hana á þann hátt sem þóknast Guði.
II. Ávinningur og kostnaður tækninnar
Ávinningur
-
Kirkjan notar tæknina til að eiga samskipti um allan heim og breiða út fagnaðarerindið.
-
Tæknin veitir okkur aðgang að sameiginlegri þekkingu heimsins og passar beint í vasa okkar.
Kostnaður
-
Kostnaður tækninnar er tími okkar og athygli, eða það sem verra er, að sóa tækifærum og blessunum.
-
Ef við höfum ekki varann á, getum við farið afvega vegna einhvers sem er ekki athyglinnar virði eða jafnvel vikið frá sáttmálum okkar við himneskan föður og Jesú Krist.
-
Að endingu, systkin, allt sem er satt, allt sem er göfugt, rétt og hreint, allt sem er elskuvert og gott afspurnar, hvað sem er dygð og hvað sem er lofsvert, hugfestið það.
III. Áskoranir tækninnar
Eruð þið vængbrotin ef þið eigið erfitt með að hætta að nota tæknina? Eruð þið bara andlega veikburða? Auðvitað ekki! Það er algerlega eðlilegt að nota tækni, en að stjórna henni getur verið virkileg barátta. Þið eigð í höggi við vísindi, efni sem hafa áhrif á heilann, samkeppnisiðnað sem keppir um athygli okkar – þetta er ekki sanngjörn barátta.
„Sælupunktur“ tækninnar
-
Tækni er tæki sem veitir okkur aðgang að sameiginlegri þekkingu heimsins og hægt er að nota hana til góðs.
-
Því meiri athygli sem við gefum tækninni, því meiri umbun fá höfundar tækninnar.
-
Vísindamenn og hönnuðir nota tækni til að halda okkur uppteknum og ánægðum með tækninni, svipað og „sælupunktur“ matvælaiðnaðarins.
-
Himneskur faðir og frelsari okkar skilja baráttu okkar við tæknina og munu styrkja okkur.
-
Og hann hefur svarað mér: Náð mín nægir þér því að mátturinn fullkomnast í veikleika. Því vil ég helst hrósa mér af veikleika mínum, til þess að kraftur Krists megi taka sér bústað í mér.
Sigrast á „Sælupunktinum“
-
Viðurkennið að tæknin hefur sinn eigin „sælupunkt“ sem hefur áhrif á tilfinningar okkar og efni líkamans.
-
Það er eðlilegt að glíma við tæknina og við eigum í höggi við vísindi, efni sem hafa á heilann og samkeppnisiðnað sem keppir um athygli okkar.
-
Við getum haft stjórn á tækni okkar með því að spyrja okkur sjálf markvissra spurninga, gera áætlun og staldra við þegar þörf krefur.
-
Að vera meðvituð um efnið sem við neytum og afmarka tæknilaus svæði á heimilum okkar, getur einnig hjálpað okkur að sigrast á „sælupunkti“ tækninnar.
-
Vakið og biðjið svo að þið fallið ekki í freistni. Andinn er reiðubúinn en holdið veikt.
Að þekkja hvar þörf sé á að takmarka tækninotkun og taka skref til að sigrast á löngun til að ofnota eða jafnvel misnota tæknina, getur skapað heilbrigt samband við tækni. Munið að við stjórnum tækninni okkar, hún stjórnar okkur ekki.
IV. Hafið stjórn á tækninni
A. Tilgangur: Nota tæknina af ásetningi til að læra og skapa.
-
Hvað sem þið gerið, þá gerið það af heilum huga eins og Drottinn ætti í hlut en ekki menn.
-
Spyrjið ykkur spurninga eins og „Af hverju er ég að nota tækið mitt núna?“ og „Líður mér vel með það sem ég er að gera?“
Þið getið meðvitað notað tæknina til góðs með því að senda jákvæð skilaboð, hlusta á friðsæla tónlist og búa til ykkar eigið efni. Á hvaða annan hátt er hægt að nota tæknina í góðum tilgangi?
B. Áætlun: Skipuleggja fram í tímann fyrir betri ákvarðanir.
-
Fel þú Drottni verk þín og þá bera áform þín árangur.
-
Spyrjið ykkur sjálf spurninga eins og: „Hver er áætlun mín um að nota tækið mitt?“ og „Hvað sýni ég Guði með því hvernig ég nota tíma minn?“
Þið getið notað tæknina viljandi með því að setja ykkur dagleg takmörk fyrir skjátíma, fylgjast með og hafa aðeins samband við nána fjölskyldumeðlimi og vini, hafa tækjalaus svæði heima hjá ykkur, setja upp fjölskylduhleðslustöð og nota síu. Hvaða aðrar leiðir getið þið farið til að taka betri ákvarðanir þegar þið notið tæknina?
C. Gera hlé: Gera hlé þegar þörf er á.
-
Hættið og játið að ég er Guð,
-
Spyrjið ykkur sjálf spurninga eins og: „Forðast ég efni sem ég veit að er ekki rétt eða markvisst?“ og „Fann ég að andinn yfirgaf mig?“
Þið getið notað tæknina af ásetningi með því að leggja frá ykkur tækið og stíga til hliðar, biðja um styrk og tala við einhvern. Hvað annað getið þið gert til að gæta öryggis ykkar þegar þið notið tæknina?
V. Hópumræður:
Spyrjið eftirfarandi spurninga og ræðið við hópinn um reynslu og ábyrgð við notkun tækninnar.
-
Hverjar eru stærstu áskoranirnar sem þið standið frammi fyrir við stjórnun tækni?
-
Hvernig líður ykkur þegar þið notið tækni í langan tíma?
-
Hvernig vitið þið hvenær það er kominn tími til að gera hlé?
-
Hvernig hafa samfélagsmiðlar áhrif á sjálfsmat ykkar og tilfinningu fyrir tengslum við aðra?
-
Hverjar eru nokkrar leiðir til að nota tæknina til að hafa jákvæð áhrif á geðheilsu ykkar?
-
Hvernig hafið þið jafnvægi á milli skólastarfs og tækninotkunar? Hvaða aðferðir hafa virkað fyrir ykkur í fortíðinni?
-
Hvaða hættur sem tengjast tækninotkun eru hugsanlegar (svo sem neteinelti eða ánetjun)? Hvernig getið þið varið ykkur gegn þessum hættum?
-
Hvernig getið þið notað tæknina til að læra nýja færni eða stunda áhugamál ykkar, frekar en að láta hana mata ykkur með efni?
-
Hvernig hafið þið samskipti við foreldra ykkar eða forráðamenn varðandi tækninotkun ykkar? Hvernig hjálpa þau ykkur að setja mörk?
-
Hvaða aðferðir getið þið notað til að nýta tæknina á ábyrgan hátt, svo sem að forðast mörg verkefni samtímis eða setja tímamörk?
-
Hvernig getið þið notað tæknina til að tengjast öðrum á árangursríkan hátt, til dæmis með þátttöku í netsamfélögum eða stuðningi við málefni sem ykkur er annt um?
VI. Niðurstaða
Sem lærisveinar Jesú Krists, erum við kölluð til að nota tæknina af ásetningi og á jákvæðan hátt. Þó að tæknin hafi marga kosti, þá hefur hún líka kostnað, eins og tíma okkar og athygli. Við þurfum að vera meðvituð um „sælupunkt“ tækninnar og hafa stjórn á tækninotkun okkar með því að spyrja markvissra spurninga, gera áætlun og vera meðvituð um það efni sem við mötum okkur á. Með því að axla ábyrgð á því hvernig við notum tæknina, getum við notað hana þannig að hún sé þóknanleg Guði og færi okkur og aðra nær honum.