Ungmenni
Áætlun


Áætlun

Hand holding a smartphone

Þegar ég skipulegg fram í tímann, líður mér betur og ég tek betri ákvarðanir.

Mér finnst gaman að spila á gítar og er nokkuð fær í því. Alltaf þegar flutningur tónlistar er framundan, veit ég að ég þarf að æfa og skipuleggja fram í tímann. Það sama á við um tæknina: þegar ég skipulegg mig fram í tímann, líður mér betur og ég tek betri ákvarðanir.

Ég setti nokkrar einfaldar reglur sem hjálpa mér að halda mig við áætlun mína:

  • Ég úthluta mér daglega takmörkuðum skjátíma.

  • Ég „fylgi“ aðeins og hef samband við nánustu fjölskyldu og vini.

  • Ég er með tækjalaus svæði heima, eins og svefnherbergið mitt og baðherbergið mitt.

  • Ég setti upp fjölskylduhleðslustöð þannig að tæki allra eru tengd og utan seilingar á nóttunni.

  • Ég nota síur til að loka á óviðeigandi eða óörugg forrit og efni.

Það er engin skýr rétt eða röng ákvörðun fyrir allar ákvarðanir sem ég gæti tekið með tækninni. Það hjálpar þó að skipuleggja fram í tímann. Ég get líka talað við vini og fjölskyldu um hugmyndir þeirra.

Til styrktar ungmennum: Leiðarvísir að ákvarðanatökum

Icons