Gamla testamentið 2022
11.–17. apríl. Páskar: „[Hann mun] afmá dauðann að eilífu“


„11.–17. apríl. Páskar: ‚[Hann mun] afmá dauðann að eilífu,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Gamla testamentið 2022 (2021)

„11.–17. apríl. Páskar,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2022

Ljósmynd
steini hefur verið rúllað burt frá inngangi grafar

Teikning af tómu gröfinni, eftir Marynu Kriuchenko

11.–17. apríl

Páskar

„[Hann mun] afmá dauðann að eilífu“

Þegar þið lesið og íhugið friðþægingu frelsarans í vikunni, íhugið þá að skrá hugsanir ykkar og tilfinningar um fórn hans í dagbók eða í tilætlað svæði þessara lexíudraga.

Skráið hughrif ykkar

Líf Jesú Krists „er þungamiðja mannkynssögunnar“ („Hinn lifandi Kristur: Vitnisburður postulanna,“ ChurchofJesusChrist.org/languages/isl/pdf?lang=isl). Hvað þýðir þetta? Að hluta til þýðir það að vissulega hefur líf frelsarans haft áhrif á eilíft hlutskipti hverrar manneskju, sem nokkru sinni hefur lifað eða mun lifa. Þið gætuð líka sagt að líf og þjónusta Jesú Krists, sem náði hápunkti með upprisu hans á fyrsta páskasunnudeginum, tengi þjóð Guðs í gegnum söguna: Þeir sem fæddust á undan Kristi lifðu í von um hann með trú (sjá Jakob 4:4), en þeir sem fæddust eftir á líta aftur til hans með trú. Þegar við lesum frásagnir og spádóma Gamla testamentisins sjáum við hvergi nafn Jesú Krists, en við sjáum vísbendingar um trú fólksins á Messías og lausnara og þrá þess eftir honum. Okkur, sem boðið er að minnast hans, er mögulegt að finna tengingu við þá sem lifðu í von um hann. Sannlega hefur Jesús Kristur borið „synd vor allra“ (Jesaja 53:6; leturbreyting hér), og „svo munu allir lífgaðir verða vegna sambands síns við Krist“ (1. Korintubréf 15:22; leturbreyting hér).

Ljósmynd
táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Gamla testamentið vitnar um friðþægingarfórn frelsarans.

Mörg ritningarvers Gamla testamentisins vísa í þjónustu og friðþægingarfórn frelsarans. Í töflunni hér á eftir eru einhverjar þessara ritningarversa tilgreindar. Hvaða hugsanir fylla ykkur um frelsarann við lestur þessara versa?

Gamla testamentið

Nýja testamentið

Gamla testamentið

Sakaría 9:9

Nýja testamentið

Matteus 21:1–11

Gamla testamentið

Sakaría 11:12–13

Nýja testamentið

Matteus 26:14–16

Gamla testamentið

Jesaja 53:4

Nýja testamentið

Matteus 8:16–17; 26:36–39

Gamla testamentið

Jesaja 53:7

Nýja testamentið

Markús 14:60‒61

Gamla testamentið

Sálmarnir 22:16

Nýja testamentið

Jóhannes 19:17–18; 20:25–27

Gamla testamentið

Sálmarnir 22:18

Nýja testamentið

Matteus 27:35

Gamla testamentið

Sálmarnir 69:21

Nýja testamentið

Matteus 27:34, 48

Gamla testamentið

Sálmarnir 118:22

Nýja testamentið

Matteus 21:42

Gamla testamentið

Jesaja 53:9, 12

Nýja testamentið

Matteus 27:57–60; Markús 15:27–28

Gamla testamentið

Jesaja 25:8

Nýja testamentið

Markús 16:1–6; Lúkas 24:6

Gamla testamentið

Daníel 12:2

Nýja testamentið

Matteus 27:52‒53

Spádómar og kenningar um frelsarann eru jafnvel enn fleiri og skýrari í Mormónsbók. Íhugið hvernig trú ykkar styrkist af versum sem þessum: 1. Nefí 11:31–33; 2. Nefí 25:13; Mósía 3:2–11.

Við getum upplifað frið og gleði fyrir tilstilli friðþægingar frelsarans.

Í tímans rás hefur friðþægingarfórn Jesú Krists veitt öllum, sem koma til hans, frið og gleði (sjá HDP Móse 5:9–12). Íhugið að læra eftirtalin ritningarvers, sem vitna um friðinn og gleðina sem hann býður. Er þið gerið það, hugsið þá um hvernig þið getið veitt friðinum og gleðinni viðtöku sem hann veitir: Sálmarnir 16:8–11; 30:2–5; Jesaja 12; 25:8–9; 40:28–31; Jóhannes 14:27; 16:33; Alma 26:11–22.

Sjá einnig Dallin H. Oaks, „Styrkt af friðþægingu Jesú Krists,“ aðalráðstefna, október 2015; Sharon Eubank, „Kristur: Ljósið sem lýs í myrkri,“ aðalráðstefna, apríl 2019; „Um Jesú ég hugsa,“ Sálmar, nr.65.

Ljósmynd
Kristur á krossi

Dimmur dagur á Golgata, eftir J. Kirk Richards

Jesús Kristur hefur kraftinn til að hjálpa okkur að sigrast á synd, dauða, erfiðleikum og veikleikum, vegna friðþægingar sinnar.

Á fjölmörgum stöðum í ritningunum hafa spámenn vitnað um kraft Jesú Krists til að leysa okkur frá synd og dauða og sigrast á erfiðleikum okkar og veikleikum. Hvernig hefur Kristur haft áhrif á líf ykkar? Hvers vegna er hann ykkur mikilvægur? Íhugið þessar spurningar við lestur þessara versa og skráið hugsanir ykkar og tilfinningar til frelsarans.

Sjá einnig Walter F. Gonzáles, „Snerting frelsarans,“ aðalráðstefna, október 2019.

Ljósmynd
táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

2. Mósebók 12:1–28.Þegar þið fagnið páskum, gæti fjölskylda ykkar rifjað upp hvað þið hafið lært um páskahátíð gyðinga fyrr í mánuðinum. Hvers vegna er þýðingarmikið að fórn frelsarans hafi átt sér stað á sama tíma og páskahátíðin?

Sjá má samantekt um það sem gerðist síðustu vikuna í lífi frelsarans í „Holy Week [Dymbilvika]“ á ComeuntoChrist.org/2016/easter/easter-week. Til að finna ritningarvers um atburði síðustu viku frelsarans, sjá þá „The Last Week: Atonement and Resurrection [Síðasta vikan: Friðþæging og upprisa]“ í „Harmony of the Gospels [Samræming Guðspjallanna]“ (í viðauka Biblíunnar).

Jesaja 53.Lestur spádómanna um Jesú Krist í Jesaja 53 gæti hjálpað fjölskyldumeðlimum að skilja friðþægingarfórn frelsarans. Hvaða vers eða orðtök finnst fjölskyldu ykkar vera einkar áhrifamikil? Íhugið að halda vitnisburðarsamkomu fjölskyldunnar, þar sem þið gefið persónulega vitnisburði ykkar um friðþægingu frelsarans.

„Sérstök vitni Krists.“Gospel Library smáforritið og ChurchofJesusChrist.org hafa að geyma fjölda myndbanda sem heita „Special Witnesses of Christ [Sérstök vitni Krists],“ þar sem hver meðlimur Æðsta forsætisráðsins og Tólfpostulasveitarinnar gefa vitnisburð sinn um Jesú Krist. Fjölskylda ykkar gæti ef til vill horft á einhver þessara myndbanda og rætt hvað hinir útvöldu þjónar kenna um Jesú Krist. Ræðið á hvaða hátt þið getið gefið vitnisburð ykkar um Krist. Dæmi: Þið gætuð boðið einhverjum að koma með ykkur í kirkju á páskadegi til tilbeiðslu.

Sálmar og söngvar.Áhrifaríkt er að minnast frelsarans með tónlist og og bjóða andanum á heimili okkar. Fjölskyldumeðlimir gætu miðlað og sungið saman sálma eða söngva um páskana eða um Jesú Krist, eins og „Drottinn vor reis dauðum frá“ (Sálmar, nr.74) eða „Reis Jesús upp?“ (Barnasöngbókin, 45). Finna má fleiri sálma eða barnasöngva í efnisskrá Sálmanna og Barnasöngbókarinnar.

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Reis Jesús upp?Barnasöngbókin, 45.

Bæta kennslu okkar

Lifið eftir fagnaðarerindi Jesú Krists. „Það mikilvægasta sem þið getið gert til að hafa Krist að fyrirmynd við kennslu [á heimili ykkar], væri líklega að … lifa af öllu hjarta eftir fagnaðarerindinu. … Það er mikilvægasta leiðin til að verðskulda samfélag heilags anda. Þið þurfið ekki að vera fullkomin, reynið fremur af kostgæfni – og leitið fyrirgefningar fyrir tilstilli friðþægingar frelsarans, hvenær sem þið hrasið“ (Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 13).

Ljósmynd
Kristur stendur á brotinni steinhurð grafar

Í þeim tilgangi hef ég komið, eftir Yongsung Kim