„12.–18. maí: ‚Leitið af einlægni hinna bestu gjafa‘: Kenning og sáttmálar 46–48,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Kenning og sáttmálar 2025 (2025)
„Kenning og sáttmálar 46–48,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2025
Tjaldbúðarfundurinn, eftir Worthington Whittredge
12.–18. maí: „Leitið af einlægni hinna bestu gjafa“
Kenning og sáttmálar 46–48
Þegar Parley P. Pratt, Oliver Cowdery, Ziba Peterson og Peter Whitmer eldri fóru frá Kirtland, til að halda áfram að boða fagnaðarerindið, voru þar eftir rúmlega eitthundrað nýir meðlimir kirkjunnar sem voru fullir eldmóðs, en höfðu litla reynslu eða leiðsögn. Það voru engar leiðbeinandi handbækur, engir þjálfundarfundir fyrir leiðtoga, engar útsendingar af aðalráðstefnu – það voru jafnvel ekki nægilega mörg eintök af Mormónsbók í umferð. Margir þessara nýju trúskiptinga höfðu laðast að hinu endurreista fagnaðarerindi sökum loforða um undursamlegar vitranir andans, einkum þeim sem lýst er í Nýja testamentinu (sjá t.d. 1. Korintubréfið 12:1–11). Mörgum fannst samt erfitt að bera kennsl á hinar sönnu birtingarmyndir andans. Joseph Smith vissi af þessari ringulreið og baðst fyrir um liðsinni. Svar Drottins er dýrmætt í dag, þegar fólk hafnar oft eða horfir framhjá því sem andans er. Hann áréttaði að birtingarmyndir andans væru raunverulegar. Hann útskýrði einnig hvað þær væru – gjafir frá kærleiksríkum himneskum föður, „gefnar þeim til heilla, sem elska [hann] og halda öll boðorð [hans], og þeim, sem leitast við að gjöra svo“ (Kenning og sáttmálar 46:9).
Hugmyndir fyrir nám á heimili eða í kirkju
Frelsarinn býður alla velkomna sem vilja tilbiðja í kirkjunni hans.
Haldið þið að vinum ykkar og þeim sem koma á samkomur ykkar finnist þeir velkomnir á tilbeiðsluþjónustur deildar ykkar? Hvað gerið þið til að kirkjusamkomur ykkar séu þannig að fólk vilji koma aftur? Íhugið hvernig þið getið tileinkað ykkur leiðsögn Drottins í Kenningu og sáttmálum 46:1–7 (sjá einnig 2. Nefí 26:24–28; 3. Nefí 18:22–23).
Þið gætuð einnig rifjað upp þegar þið mættuð á kirkjusamkomur – eða fundi annars hóps – í fyrsta sinn. Hvað gerði fólkið til að bjóða ykkur velkomin?
Sjá einnig Moróní 6:5–9; „’Tis Sweet to Sing the Matchless Love,“ Hymns, nr. 177: „Welcome“ (myndband) Gospel Library.
Welcome Comeuntochrist.org
Himneskur faðir gefur mér andlegar gjafir til að blessa aðra.
Hinir fyrri heilögu höfðu trú á andlegum gjöfum, en þurftu liðsinni við að bera kennsl á þær og skilja tilgang þeirra. Þegar þið lærið um gjafir andans í Kenningu og sáttmálum 46:7–33, hugleiðið þá af hverju ykkur er mikilvægt að „[hafa] ávallt í huga til hvers þær eru gefnar“ (vers 8). Hvað lærið þið um Drottinn – gefanda þessara gjafa?
Dettur ykkur einhver dæmi í hug þar sem þið hafið séð fólk nota þessar eða aðrar andlegar gjafir? Hvernig voru þær „börnum Guðs til heilla“? (Versvers 26). Þið gætuð einnig séð hvort þið kannist við dæmi um ólíkar andlegar gjafir úr ritningunum, eins og þessar: 1. Konungabók 3:5–15; Daníel 2:26–30; Postulasagan 3:1–8; Helaman 5:17–19; Mormón 1:1–5; Eter 3:1–15; Kenning og sáttmálar 6:10–12; HDP Móse 7:13.
Þegar þið lærið um andlegar gjafir, gæti það vakið ykkur til hugleiðingar um þær gjafir sem Guð hefur gefið ykkur. Hvernig getið þið notað þessar gjafir til að blessa börn hans? Ef þið hafið hlotið patríarkablessun, greinir hún líklega frá gjöfum sem ykkur hafa verið gefnar. Lestur boðskapar öldungs John C. Pingree yngri „Ég ætla þér verk að vinna,“ gæti einnig vakið ykkur til umhugsunar um gjafir sem þið hafið ekki leitt hugann að (aðalráðstefna, október 2017).
Ef þið hefðuð áhuga á að læra um hvernig þroska á andlegar gjafir, þá gæti líkingin í upphafi boðskapar öldungs Juan Pablo Villar „Æfa okkar andlegu vöðva“ hjálpað (aðalráðstefna, apríl 2019). Hvaða „æfingar“ gætu hjálpað ykkur að þroska andlegar gjafir ykkar?
Sjá einnig Topics and Questions, „Holy Ghost,“ Gospel Library
Drottinn vill að sagan sé skráð í kirkju sinni.
Köllun Johns Whitmer, að skrá sögu kirkjunnar, var áframhald á langri hefð söguskráningar meðal fólks Guðs. Af hverju haldið þið að söguskráning sé Drottni svo mikilvæg? Íhugið þetta er þið lesið kafla 45, ásamt álíka leiðbeiningum í 2. Nefí 29:11–12; HDP Móse 6:5; Abraham 1:28, 31. Hvað finnst ykkur að Drottinn vilji að þið skráið varðandi líf ykkar?
Í FamilySearch getið þið skráð minningar og reynslu úr lífi ykkar – og lífi áa ykkar (sjá FamilySearch.org).
Sjá Henry B. Eyring, „Ó munið og hafið hugfast,“ aðalráðstefna, október 2007.
John Whitmer
Heilagur andi getur leitt mig þegar ég framfylgi köllun minni.
Kannski getið þið fundið samsvörun í því sem John Whitmer skynjaði þegar hann vildi fá það staðfest að köllun hans væri frá Guði. Hvað sagði Drottinn við John Whitmer í Kenningu og sáttmálum 47 – og ykkur – til að innblása ykkur sjálfsöryggi við að efla þær kallanir sem hann veitir.
Hlutverk kennarans Kennsla er mikið meira en bara að leggja fram upplýsingar. Hún felst í því að skapa umhverfi þar sem meðlimir bekkjarins geta lært og uppgötvað sannleikann fyrir sig sjálfa og miðlað hverjum öðrum því sem þeir hafa lært (sjá Kenna að hætti frelsarans,26).
Hugmyndir fyrir kennslu barna
Ég get hjálpað öðrum með því að bjóða þá velkomna í kirkju.
-
Eftir lestur Kenningar og sáttmála 46:76–79 með börnum ykkar, ræðið þá saman um það hvernig frelsarinn vill að fólki líði þegar það kemur í kirkju hans. Bjóðið börnum ykkar að ímynda sér að þau sjái einhvern í kirkju í fyrsta sinn. Hjálpið þeim að æfa leiðir til að bjóða þann einstakling velkominn.
Himneskur faðir gefur mér andlegar gjafir til að blessa aðra.
-
Til að hjálpa börnum ykkar, lærið þá um andlegu gjafirnar sem lýst er í Kenningu og sáttmálum 46:13--26, hugleiðið þessa hugmynd. Þið gætuð skrifað gjafirnar á pappírsmiða og falið þá um herbergið. Þegar börn ykkar finna hvern miða, hjálpið þeim þá að finna hvar minnst er á gjöfina í kafla 46. Ræðið við þau um það hvernig hver gjafanna er notuð til að blessa aðra (lýsingarnar í „Kafla 20; Gjafir andans,“ í Sögur úr Kenningu og sáttmálum, 77–80, geta hjálpað).
2:19Chapter 20: Gifts of the Spirit: 8•March 1831
-
Segið börnum ykkar frá þeim gjöfum sem ykkur finnst himneskur faðir hafa gefið þeim og leyfið þeim að tala um þær gjafir sem þau taka eftir hjá hverju öðru. Hvers vegna gefur himneskur faðir okkur andlegar gjafir, samkvæmt Kenningu og sáttmálum 46:8–9, 26? Hvernig getum við notað hæfileika okkar til að hjálpa öðrum?
Ég get skráð sögu mína.
-
Leyfið börnum ykkar að uppgötva það sem Drottinn vildi að John Whitmer gerði í Kenningu og sáttmálum 47:1; 3. Þið gætuð einnig miðlað hverju öðru uppáhalds sögum úr ritningunum, Bendið á að þið vitið af þessum sögum vegna þess að einhver skráði þær.
-
Hugleiðið hvernig þið gætuð hvatt börn ykkar til að skrá persónulega sögu sína. Þið gætuð miðlað nokkrum færslum úr persónulegri dagbók ykkar sjálfra eða sagt sögu um ættmenni ( sjá FamilySearch.org eða smáforritið Memories). Þið gætuð hvatt til dagbókaskrifa með því að spyrja: „Hvað gerðist í þessari viku sem þið mynduð vilja að barnabörn ykkar vissu um?“ eða „Hvernig sáuð þið hönd Drottins hafa áhrif á líf ykkar í þessari viku?“ Yngri börnin gætu teiknað myndir af upplifunum sínum eða þið gætuð hljóðritað þau segja sögur sínar. Hvaða blessanir hljótast af því að halda „reglulega söguskrá“? (Kenning og sáttmálar 47:1).
Ég get hjálpað öðrum með því að miðla því sem mér hefur verið gefið.
-
Þegar þið lesið Kenningu og sáttmála 48:2–3 með börnum ykkar, gætuð þið þurft að útskýra að fólkið var að koma til Ohio að austan og hafði engan dvalarstað. Hvað bað Drottinn hina heilögu að gera til aðstoðar? Hjálpið börnum ykkar að hugsa um það sem Guð hefur gefið þeim sem þau geta miðlað öðrum. Þið gætuð líka sungið með þeim söng eins og „Gefum,“ (Barnasöngbókin, 116).
Sjá þessa mánaðar útgáfu tímaritsins Barnavinar til að fá fleiri hugmyndir.
Allir sem vilja tilbiðja frelsarann eru velkomnir á samkomur hans heilögu.