„5.–11. maí: ‚Fyrirheitin … munu uppfyllast‘: Kenning og sáttmálar 45,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Kenning og sáttmálar 2025 (2025)
„Kenning og sáttmálar 45,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2025
5.–11. maí: „Fyrirheitin … munu uppfyllast“
Kenning og sáttmálar 45
Samkvæmt kaflafyrirsögninni hlaust opinberunin í kafla 45 „hinum heilögu til gleði.“ Það er líka mikið til að gleðjast yfir í þessari opinberun. Þar veitir frelsarinn ljúf loforð sín um að tala máli okkar frammi fyrir föðurnum (sjá vers 3–5). Hann segir frá því hvernig ævarandi sáttmáli hans verður sendur heiminum eins og „boðberi … til að greiða [sér] veg“ (vers 9). Hann spáir einnig fyrir dýrðlegri síðari komu sinni. Frelsarinn gerir allt þetta á sama tíma og hann viðurkennir að þetta séu örðugir tímar (sjá vers 34), að hluta til vegna þeirrar váar sem mun eiga sér stað fyrir síðari komu hans. En sú vá, það myrkur er ekki nægilega sterkt til að slökkva ljós vonarinnar. „Sannlega segi ég yður,“ lýsti Drottinn yfir, „ég er … ljós, sem skín í myrkrinu“ (vers 7). Það eitt er nægileg ástæða til að meðtaka þessa opinberun – með hverju því ráði eða viðvörunum og sannleika sem hann vill veita – af gleði.
Hugmyndir fyrir nám á heimili eða í kirkju
Jesús Kristur er málsvari minn hjá föðurnum.
Þegar okkur finnst við ófullnægjandi og óverðug frammi fyrir Guði, getum við fundið fullvissu í orðum frelsarans í Kenningu og sáttmálum 45:1–5. Þegar þið leitið í þessum versum, hugleiðið þá spurningar eins og þessar:
-
Hvaða orð eða setningar í þessum versum hafa sérstaka merkingu fyrir ykkur?
-
Málsvari er einhver sem styður eða mælir opinberlega með persónu eða málstað. Hvernig gerir Jesús Kristur það fyrir ykkur, samkvæmt þessum versum? Hvað gerir hann hæfan til þess?
-
Hvað vekur athygli ykkar í orðum frelsarans til föðurins? (vers 4–5).
Þið getið einnig lesið það sem öldungur Dale G. Renlund kenndi um Jesú Krist, málsvara okkar, í „Kjósið þá í dag“ (aðalráðstefna, okt. 2018). Samkvæmt Renlund, hvernig er hægt að bera tilgang frelsarans saman við tilgang Lúsífers?
Eftirfarandi kaflar gætu aukið skilning ykkar á hlutverki frelsarans sem málsvara. Er þið lærið þá, hugleiðið þá að skrifa niður setningar eða sannleika sem þið gætuð miðlað öðrum: 2. Nefí 2:8–9; Mósía 15:7–9; Moróní 7:27–28; Kenning og sáttmálar 29:5; 62:1. Af hverju er þessi texti ykkur mikilvægur?
Sjá einnig „Um Jesú ég hugsa,“ Sálmar, nr.65; Topics and Questions, „Atonement of Jesus Christ,“ Gospel Library; „The Mediator“ (myndband), Gospel Library.
The Mediator
Fagnaðarerindið er staðalmerki fyrir þjóðirnar.
Til forna var staðalmerki gunnfáni sem borinn var í orrustu til að hvetja og sameina hersveitir. Staðalmerki er líka fyrirmynd eða regla til viðmiðunar. Þegar þið lesið Kenningu og sáttmála 45:9–10, ígrundið þá hvernig sáttmálar ykkar hafa verið staðall fyrir ykkur.
Jesús Kristur mun snúa aftur í dýrð.
Síðari komu Drottins hefur verið lýst sem bæði „[mikilli]“ og „[ógurlegri]“ (Malakí 3:23). Í Kenningu og sáttmálum 45, virðast báðar lýsingar eiga við. Þessi opinberun felur bæði í sér alvarlegar viðvaranir og vonarfyllt loforð um komu Drottins. Þegar þið lesið vers11–75, hugleiðið þá hvernig þið getið búið ykkur undir síðari komuna í trú á Krist frekar en í ótta. Skráið það sem þið finnið í töflu eins og þá sem hér er:
|
Spádómur eða loforð |
Það sem ég get gert |
|---|---|
Spádómur eða loforð Ljós (fagnaðarerindið) mun koma til þeirra sem sitja í myrkri (vers 28) | Það sem ég get gert Meðtaka ljósið – og miðla því (vers 29) |
Spádómur eða loforð | Það sem ég get gert |
Spádómur eða loforð | Það sem ég get gert |
Spádómur eða loforð | Það sem ég get gert |
Hvaða ráð veitti Russell M. Nelson forseti í myndbandinu „Men´s Hearts Shall Fail Them“ (Gospel Library), til að hjálpa okkur að takast á við óttalegar aðstæður með friði?
Men's Hearts Shall Fail Them
Kenning og sáttmálar 45:31–32, 56–57
Ég get „[staðið] á helgum stöðum,“ og ekki látið haggast.
Hvað lærið þið af Kenningu og sáttmálum 45:31–32, 56–57 um viðbúnað fyrir síðari komu Drottins? Hvar eru ykkar „[helgu staðir]“? Hvað merkir að láta „eigi haggast“? Hvernig getið gert þá staði helgari sem þið eruð á?
Takið eftir að Drottinn vitnaði í dæmisöguna um meyjarnar tíu og bar olíuna í dæmisögunni saman við sannleika og heilagan anda. Hugleiðið að lesa dæmisöguna í Matteus 25:1–13 með það í huga. Hvaða innsýn gefur það ykkur?
Sjá einnig David A. Bednar, „Ef þér hafið þekkt mig,” aðalráðstefna, október 2016.
Dæmisagan um meyjarnar tíu, eftir Dan Burr
Kenning og sáttmálar 45:11–15, 66–71
Síon er griðarstaður fyrir hina heilögu Guðs.
Hinir heilögu á tímum Josephs Smith vildu óðfúsir byggja upp Síon, hina Nýju Jerúsalem (sjá Eter 13:2–9; HDP Móse 8:18, 62–64). Hvað lærið þið um Síon – bæði hina fornu borg á tíma Enoks og hina síðari daga borg – af Kenningu og sáttmálum 45:11–15, 66–71? Í dag á boðið um að byggja upp Síon við um að stofna ríki Guðs hvar sem við búum. Hvað getið þið gert til að hjálpa við að byggja upp Síon þar sem þið búið?
Hugmyndir fyrir kennslu barna
Jesús Kristur er málsvari minn hjá föðurnum.
-
Þið gætuð viljað hjálpa börnum ykkar að skilja að málsvari er einhver sem styður aðra persónu. Síðan gætuð þið rætt um dæmi þess að vera málsvari sem þau gætu verið kunnug (eins og að koma vini til varnar). Er þið lesið Kenningu og sáttmála 45:3–5 saman, hjálpið þá börnum ykkar að uppgötva hver málsvari okkar er og hvernig hann hjálpar okkur.
Ég get „[staðið] á helgum stöðum.“
-
Það gæti verið gaman að dreifa myndum af heimili, kirkjubyggingu og musteri um herbergið. Veitið síðan börnum ykkar vísbendingar sem lýsa þessum stöðum og bjóðið þeim að standa nær þeirri mynd sem þið eruð að lýsa. Biðjið þau síðan að standa kyrr á meðan þið lesið fyrstu setninguna úr Kenningu og sáttmálum 45:32. Hverjir eru einhverjir hinna helgu staða sem Guð gefur okkur? Hjálpið börnum ykkar að skilja að það að „standa á helgum stöðum og eigi haggast“ þýðir að velja ávallt rétt, sama hvað gengur á. Hvernig getum við gert heimili okkar að helgari stað?
Fagnaðarerindi Jesú Krists er staðalmerki fyrir heiminn.
-
Þið gætuð útskýrt fyrir börnum ykkar að til forna hafi staðalmerki verið gunnfáni eða flagg sem haldið var á lofti í orrustum. Það hjálpaði hermönnum að vita hvar safnast skyldi saman og hvað skyldi gera. Lesið saman Kenning og sáttmálar 45:9 og ræðið hvernig fagnaðarerindið er eins og staðalmerki. Börn ykkar kunna að njóta þess að búa til sitt eigið staðalmerki eða fána og setja þar á myndir eða orð sem tjá tilfinningar þeirra til frelsarans.
Fagnaðarerindið er líka eins og staðalmerki eða gunnfáni.
Jesús Kristur mun koma aftur
-
Eyðileggingin sem mun koma fram áður en síðari koman verður kann að hræða börnin. Það getur hjalpað þeim að horfa fram á við í trú ef þið beinið þeim til Jesú Krists. Hugleiðið að bjóða þeim að hugsa um hvernig þeim líður þegar einhver sérstakur er að koma í heimsókn, eins og amma og afi eða vinur. Hvernig búa þau sig undir að fara í heimsóknina? Þessu næst gætuð þið sýnt mynd af frelsaranum og lesið Kenning og sáttmálar 45:44–45 Miðlið hvert öðru tilfinningum ykkar gagnvart síðari komu frelsarans.
-
Til að vekja tilhlökkun hjá börnum ykkar vegna síðari komu frelsarans, gætuð þið skrifað á pappírsmiða einhver þeirra hughreystandi loforða sem finna má í kafla 45 (sjá t.d. vers 44–45, 51–51, 55, 58–59, 66–71). Afhendið börnum ykkar miðana og biðjið þau að rétta upp hönd þegar loforðin sem þau halda á eru nefnd er þið lesið versin. Ræðið merkingu þessara loforða. Þið gætuð einnig sungið með börnum ykkar lag um síðari komu frelsarans, eins og „Þegar hann kemur aftur“ (Barnasöngbókin, 46).
Hjálpið börnum að bera kennsl á andann. Þegar þið kennið börnum ykkar, segið þeim þá frá því þegar þið skynjið heilagan anda. Ræðið um það hvernig þið þekkið áhrif hans. Þið gætuð til að mynda skynjað frið eða gleði er þið syngið söng um frelsarann.
Sjá þessa mánaðar útgáfu tímaritsins Barnavinar til að fá fleiri hugmyndir.
Síðari koman, eftir Harry Anderson