„19.–25. maí: ‚Það, sem er frá Guði, er ljós‘: Kenning og sáttmálar 49–50,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Kenning og sáttmálar 2025 (2025)
„Kenning og sáttmálar 49–50,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2025
19.–25. maí: „Það, sem er frá Guði, er ljós“
Kenning og sáttmálar 49–50
Frelsarinn er „góði hirðirinn“ okkar (Kenning og sáttmálar 50:44). Hann veit að sauðir villast stundum frá og að margar hættur eru í óbyggðunum. Hann leiðir okkur því ástúðlega til öryggis í kenningu sinni. Hann leiðir okkur frá hættum sem gætu verið „falskir andar, sem farið hafa um jörðina og blekkja heiminn“ (Kenning og sáttmálar 50:2). Að fylgja honum felur oft í sér að láta af röngum hefðum og hugmyndum. Þetta var sannleikur fyrir Leman Copley og aðra í Ohio. Þeir höfðu meðtekið hið endurreista fagnaðarerindi, en héldu enn fast í sumar trúarhefðir sem hreinlega voru ekki sannar. Í Kenningu og sáttmálum 49, greindi Drottinn frá sannleika til að leiðrétta fyrri trú Lemans varðandi mál sem tengdust hjónabandinu og síðari komu frelsarans. Þegar trúskiptingarnir í Ohio „[veittu] viðtöku öndum, sem [þeir gátu] eigi skilið,“ kenndi Drottinn þeim að greina á milli sannra vitrana andans (Kenning og sáttmálar 50:15). Góði hirðirinn er þolinmóður við okkur, „[litlu] börn“ hans sem „[verða] að vaxa að náð og þekkingu á sannleikanum“ (Kenning og sáttmálar 50:40).
Hugmyndir fyrir nám á heimili eða í kirkju
Kenning og sáttmálar 49; 50:24
Jesús Kristur vill að ég taki við sannleika fagnaðarerindis hans.
Áður en Leman Copley gekk í kirkjuna, hafði hann tilheyrt öðrum trúarhópi sem var kunnur undir nafninu Samfélag trúaðra á endurkomu Krists, líka þekkt sem Shakers [Skekjarar]. Eftir samtal við Leman, leitaði Joseph Smith útskýringar frá Drottni um sumar kenningar Skekjaranna. Drottinn svaraði með opinberuninni í kafla 49. Sumar af trúarhefðum Skekjaranna eru nefndar í kaflafyrirsögninni.
Hvað kenndi Drottinn í kafla 49 til að leiðrétta trú Skekjaranna? Hvaða sannanir sjáið þið í þessari opinberun um það hve hann elskaði og var umhugað um fólk sem hafði ekki fengið fyllingu sannleika hans? Hvernig getið þið náð til þeirra með kærleika og umhyggju?
Hvað finnst ykkur athyglisvert við athugasemdir Drottins í versi 2? Þið gætuð borið þetta saman við það sem gerist ef þið horfið einungis á hluta kvikmyndar, sjáið einn púslbita eða heyrið einungis eina hlið ágreiningsmáls. Hvernig tengist viðvörun Drottins því sem segir í Kenningu og sáttmálum 50: 24? Hugleiðið það sem þið eruð að gera til að meðtaka meira ljós frá Drottni.
Sjá einnig „Leman Copley and the Shakers,“ í Revelations in Context, 117–21.
Hjónaband milli karls og konu er nauðsynlegt áætlun Guðs.
Í tilraun til að grafa undan áætlun himnesks föður leitast Satan við að skapa óvissu með hjónaband. Drottinn heldur hins vegar áfram að opinbera sannleikann um hjónabandið fyrir tilstilli spámanna síns. Þið getið fundið hluta þessa sannleika í Kenningu og sáttmálum 49:15–17; 1. Mósebók 2:20–24; 1. Korintubók 11:11; og „Fjölskyldan: Yfirlýsing til heimsins.“ Gerið lista yfir annan þann sannleika sem þið finnið. Hvers vegna er hjónaband svo mikilvægt áætlun Guðs?
Öldungur Ulisses Soares kenndi að „hið endurreista fagnaðarerindi Jesú Krists lýsir yfir reglu um að jafnræðissamstarf skuli vera á milli konu og karls, bæði í jarðlífinu og í eilífðinni“ („Í samstarfi með Drottni,“ aðalráðstefna, október 2022). Þið gætuð lesið boðskap hans og leitað að reglum sem „styrkja samstarfið milli karls og konu.“ Hvernig getið þið notað þessar reglur í lífi ykkar? Ef einhver annarrar trúar spyrði ykkur hvers vegna hjónabandið sé mikilvægt, hverju mynduð þið þá svara? Hvers vegna eruð þið þakklát fyrir þennan skilning?
Sjá einnig Topics and Questions, „Marriage,“ „Family,“ Gospel Library; David A. Bednar, „Marriage Is Essential to His Eternal Plan,“ Ensign, júní 2006, 83–84; „Renaissance of Marriage“ (myndband), Gospel Library.
Renaissance of Marriage
Verið næm fyrir einstaklingsbundnum aðstæðum. Þó að hamingjusamt hjónaband sé hugsjónin í fagnaðarerindi Jesú Krists, þá fáum við ekki öll að njóta þessara blessana í jarðlífinu. Þegar þið ræðið þetta umræðuefni, verið þá næm fyrir hinum ýmsu einstaklingum og fjölskylduaðstæðum, sérstaklega þeirra sem bíða „[Drottins] af þolinmæði,“ eftir að eilíf loforð uppfyllist (sjá Kenning og sáttmálar 98:1–3).
Kenningar Drottins geta verndað mig gegn blekkingum Satans.
Hinir nýju meðlimir kirkjunnar í Ohio vildu óðfúsir meðtaka hinar andlegu opinberanir sem lofað var í ritningunum. Satan var hinsvegar jafn óðfús að blekkja þau. Ef þið væruð beðin um að aðstoða þessa meðlimi við að skilja hvernig bera á kennsl á sannar birtingarmyndir heilags anda, hvaða reglum í Kenningu og sáttmálum 50 mynduð þið miðla? (sjá sérstaklega vers 22–25, 29–34, 40–46). Hvernig hefur heilagur andi hjálpað ykkur að þekkja muninn á sannleika og villu?
Sjá einnig 1. Korintubréf 14:1–28; 2. Tímóteusarbréf 3:13–17.
Kennarar og nemendur uppbyggjast saman af andanum.
Að lifa eftir fagnaðarerindi Jesú Krists veitir mörg tækifæri til að vera kennarar og nemendur, bæði heima og í kirkju. Ein leið fyrir ykkur til að nema Kenningu og sáttmála 50:13--24 er að teikna mynd af kennara og nemanda. Við hliðina á hvorum fyrir sig, gerið lista af orðum og orðtökum úr þessum versum sem kenna ykkur eitthvað um nám og kennslu í fagnaðarerindinu. Hvenær hafið þið hlotið upplifun sem kenndi ykkur mikilvægi andans í kennslu og námi? Hugleiðið hvað þið gætuð gert til að verða betri kennari eða nemandi í trúarnámi.
„Það, sem er frá Guði, er ljós.“
Þegar þið hugleiðið orð frelsarans í Kenningu og sáttmálum 50:23–25, hugsið þá um það hvernig þið meðtakið ljós Guðs inn í líf ykkar og hvernig þið „rekið myrkrið“ í burtu. Hvernig leiða þessi vers ykkur til dæmis í ákvarðanatökum ykkar um það hvernig þið verjið tíma ykkar? Hvaða afþreyingu ætti að leita eftir eða miðla ætti að horfa á? Hvaða samræðum ætti að taka þátt í? Hvaða aðrar ákvarðanir geta þessi vers hjálpað ykkur með? Sálmur eins og „The Lord Is My Light“ (Hymns, nr. 89) gæti innblásið frekari hugsanir.
Sjá einnig „Ganga í ljósi Guðs“ í Til styrktar ungmennum: Leiðarvísir að ákvarðanatökum, 16–21.
Hugmyndir fyrir kennslu barna
Ég get fylgt Jesú Kristi.
-
Til að kenna börnum ykkar reglurnar í þessum versum, gætuð þið búið til fjögur pappírsfótspor og fjórar myndir sem tákna Jesú Krists, iðrun, skírn og viðtöku heilags anda (sjá myndirnar á verkefnasíðum þessarar viku). Börn ykkar gætu sett fótsporin á gólfið við hlið þessara mynda. Síðan skiptast þau á við að ganga á fótsporunum meðan þið lesið Kenning og sáttmálar 49:12–14. Hjálpið þeim að skilja að þegar við gerum þessa hluti á myndunum, erum við að að fylgja Jesú Kristi.
-
Þið gætuð einnig boðið börnum ykkar að bera Kenningu og sáttmála 49:12–14 saman við Postulasöguna 2:38 og fjórða trúaratriðið. Hvað er líkt með þeim? Af hverju er þessi sannleikur mikilvægur?
Hjónaband milli karls og konu er nauðsynlegt áætlun Guðs.
-
Til að kynna þessi vers, gætuð þið útskýrt að Skekarar voru trúarhópur sem trúði því að fólk ætti ekki að giftast (sjá kaflafyrirsögnina við Kenningu og sáttmála 49). Bjóðið börnum ykkar að finna það sem Drottinn kenndi um hjónabandið í Kenning og sáttmálar 49:15–17. Hvað þýðir þetta: „Hjónaband er vígt af Guði“? Kannski gætuð þið lesið saman fyrstu þrjár málsgreinarnar í „Fjölskyldan: Yfirlýsing til heimsins.“ Ræðið síðan um það hvers vegna hjónaband og fjölskylda eru mikilvæg himneskum föður.
„Það, sem er frá Guði, er ljós.“
-
Til að kynna Kenningu og sáttmála 50:23–25, ræðið þá við börn ykkar um muninn á ljósi og myrkri. Af hverju þurfum við ljós? Þið gætuð lesið saman fyrstu málsgreinina í „Walk in God´s light“ í Til styrktar ungmennum: Leiðarvísir að ákvarðanatökum (bls.17) ásamt Kenningu og sáttmálum 50:23–25. Talið við þau um leiðir til að meðtaka ljós Guðs og leiðir til að hrekja myrkrið í burtu. Þið gætuð síðan sungið söng um andlegt ljós þeirra, svo sem „Eins og stjarna“ (Barnasöngbókin, 84).
Jesús Kristur er góði hirðir minn.
-
Eftir lestur Kenningar og sáttmála 50:40–46 gætuð þið sýnt myndina af frelsaranum sem fylgir þessum lexíudrögum og spurt spurninga eins og þessarar: „Hvaða tilfinningar ber fjárhirðirinn til lamba sinna? Hvernig er frelsarinn okkur eins og hirðir?
Sjá þessa mánaðar útgáfu tímaritsins Barnavinar til að fá fleiri hugmyndir.
Ljúfur hirðir, eftir Yongsung Kim