Kom, fylg mér 2024
26. ágúst–1. september: „Á bjargi lausnara okkar.“ Helaman 1–6


„26. ágúst–1. september: ‚Á bjargi lausnara okkar.‘ Helaman 1–6,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Mormónsbók 2024 (2023)

„26. ágúst–1. september. Helaman 1–6,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2024 (2023)

Ljósmynd
öldurót á bjargi

26. ágúst–1. september: „Á bjargi lausnara okkar“

Helaman 1–6

Í Bók Helamans er sagt frá bæði sigrum og hörmungum meðal Nefítanna og Lamanítanna. Í upphafi eru „alvarlegir erfiðleikar meðal Nefíþjóðarinnar“ (Helaman 1:1) og þeim linnir ekki út alla heimildina. Í henni lesum við um pólitískt ráðabrugg, ræningjagengi, höfnun spámannanna og dramb og vantrú um allt landið. Þar má líka finna fyrirmyndir, líkt og Nefí og Lehí, og „auðmjúkari hluta þjóðarinnar,“ sem ekki aðeins stóðst raunir sínar, heldur naut andlegrar farsældar (Helaman 3:34). Hvernig fór það að þessu? Hvernig var það staðfast í stöðugt hnignandi siðmenningu? Á sama hátt og sérhvert okkar er staðfast þegar „voldugur stormur,“ sem djöfullinn sendir, „bylur á [okkur]“ – með því að byggja líf okkar „á bjargi lausnara okkar, … [grundvelli sem] menn byggja á [svo] þeir [geta] ekki fallið“ (Helaman 5:12).

Hugmyndir fyrir nám á heimili eða í kirkju

Helaman 1–6

Ljósmynd
seminary icon
Hroki aðskilur mig frá anda og styrk Guðs.

Þegar þið lesið Helaman 1–6 gætuð þið tekið eftir mynstri í atferli Nefítanna. Þegar þeir eru réttlátir, blessar Guð þá og þeir njóta farsældar. Að nokkrum tíma liðnum, verða þeir hrokafullir og ranglátir, taka rangar ákvarðanir sem leiða til tortímingar og þjáningar. Þeir verða síðan auðmjúkir og innblásnir til iðrunar og Guð blessar þá enn og aftur. Þetta ferli endurtekur sig svo oft að margir kalla það „hrokaferlið.“

Ljósmynd
hrokaferlið

„Hrokaferlið“

Gætið að dæmum um þetta ferli er þið lesið Helaman 1–6. Hér eru nokkrar spurningar sem gætu hjálpað ykkur að skilja þetta mynstur:

  • Hvaða vísbendingar um hroka sjáið þið meðal Nefítanna? (sjá t.d. Helaman 3:33–34; 4:11–13). Sjáið þið álíka dæmi um hroka í fari ykkar sjálfra?

  • Hverjar eru afleiðingar hroka og ranglætis? (sjá Helaman 4:23–26). Hverjar eru afleiðingar auðmýktar og iðrunar? (sjá Helaman 3:27–30, 35; 4:14–16).

  • Hvað vildi Helaman að synir sínir hefðu hugfast? (sjá Helaman 5:4–12). Hvernig getur það hjálpað ykkur að forðast að verða hrokafull að hafa þennan sannleika hugfastan?

Sjá einnig „kafla 18: Beware of Pride,“ Teachings of Presidents of the Church: Ezra Taft Benson (2014), 229–40; „Ver hjá mér hverja stund,“ Sálmar, nr. 31.

Helaman 3:24–35

Trú á Krist fyllir sál mína með gleði.

Í Helaman 3 greinir Mormón frá fagnaðartíma þar sem kirkjan var svo blessuð að jafnvel leiðtogar hennar undruðust. Hvað haldið þið að hafi leitt til þessa fagnaðar, byggt á því sem þið lesið í versum 24–32? Allir meðlimir viðhéldu þó ekki þessum fögnuði. Gætið að því hvernig fólkið var öðruvísi, sem greint er frá í versum 33–35. Hvað lærið þið af fordæmi þess?

Hvernig má heimfæra þetta persónulega? Spámaðurinn Mormón notaði orðtakið „þannig sjáum við“ til að leggja áherslu á mikilvægan sannleika er hann gerði útdrátt í Mormónsbók. Dæmi: Hvað vildi hann að við sæjum í Helaman 3:27–30? Þegar þið lærið ritningarnar, gætuð þið staldrað við endrum og eins til að ljúka orðtakinu „og þannig sjáum við,“ samkvæmt efninu sem þið hafið lesið.

Helaman 5:6–7

Ég get heiðrað nafn frelsarans.

Lestur Helamans 5:6–7 gæti innblásið ykkur til að hugleiða þau nöfn sem ykkur hafa verið gefin, þar með talið fjölskyldunöfn. Hvaða merkingu hafa þessi nöfn fyrir ykkur? Hvernig getið þið heiðrað þau? Það sem mikilvægara er, íhugið merkingu þess að bera nafn frelsarans (sjá Moróní 4:3). Hvernig heiðrið þið þetta heilaga nafn?

Helaman 5:12–52

Ef ég geri Jesú Krist að undirstöðu minni, get ég ekki fallið.

Hvað merkir það fyrir ykkur að „byggja undirstöðu ykkar“ á „bjargi lausnara okkar“? (Helaman 5:12). Hvernig hafið þið fundið öryggi frá stormum lífsins í Jesú Kristi? Þegar þið lesið Helaman 12–52, gætið þá að því hvernig Nefí og Lehí voru blessaðir fyrir að byggja trú sína á bjargi lausnara síns.

Sumum finnst gagnlegt að sjá fyrir sér það sem verið er að kenna. Þið gætuð byggt lítil hús á hinum ýmsu undurstöðum til að kenna Helaman 5:12 á áþreifanlegan hátt. Þið gætuð síðan sprautað vatni á þær og notað viftu til að úr verði „voldugur stormur“. Hvaða skilning veitir þetta ykkur um að byggja undirstöðu ykkar á Jesú Kristi? Hvað annað lærið þið af myndbandinu „A Secure Anchor“? (Gospel Library).

Í versi 50 segir frá „[hinni miklu sönnun]“ sem Lamanítunum hafði hlotnast. Lestur Helamans 5:12–52 gæti vakið í huga ykkar þær sannanir sem Guð hefur veitt ykkur. Dæmi: Ef til vill hefur „hvísl“ andans styrkt trú ykkar á frelsarann (Helaman 5:30; sjá einnig Kenning og sáttmálar 88:66). Eða þið hafið ef til vill verið í myrkri og hrópað á Guð um aukna trú (sjá Helaman 5:40–47). Hvaða aðrar upplifanir hafa hjálpað ykkur að byggja undirstöðu ykkar á Jesú Kristi?

Sjá einnig Russell M. Nelson, „Musterið og ykkar andlega undirstaða,“ aðalráðstefna, október 2021; Sean Douglas, „Takast á við andlega fellibylji með trú á Jesú Krist,“ aðalráðstefna, október 2021; Gospel Topics, „Faith in Jesus Christ,“ Gospel Library

Sjá útgáfur þessa mánaðar af tímaritunum Líahóna og Til styrktar ungmennum til að fá fleiri hugmyndir.

Hugmyndir fyrir kennslu barna

Helaman 3:24, 33–34; 4:11–15

Himneskur faðir vill að ég sýni auðmýkt.

  • Íhugið að bjóða börnum ykkar að teikna sína eigin mynd af „hrokaferlinu,“ byggt á skýringarmyndinni hér að ofan. Þegar þið síðan lesið saman Helaman 3:24, 33–34 og 4:11–15, gætu þau bent á staðinn í ferlinu sem lýst er í versunum. Hvernig getum við valið að vera auðmjúk – og viðhaldið henni?

Helaman 5:12

Ég mun byggja á Jesú Kristi sem undirstöðu minni.

  • Íhugið að nota mynd af musteri til að hefja umræðu um ástæðu þess að byggingar þurfa sterkar undirstöður. Þið gætuð líka þess í stað skoðað undurstöðu eigin heimilis eða kirkjubyggingar. Til að undirstrika styrkleika grjótharðrar undirstöðu, gætu börn ykkar reynt að færa stein með því að blása á hann. Þegar þið lesið saman Helaman 5:12, spyrjið þá börn ykkar að ástæðu þess að Jesús er „öruggur grundvöllur“ fyrir líf okkar. Hvernig getum við byggt líf okkar á honum? (sjá Helaman 3:27–29, 35 og Trúaratriðin 1:4).

  • Bjóðið börnum ykkar að byggja turn með því að nota kubba eða annað efni á mismunandi undirstöðum (eins og á bómullarhnoðrum eða flötum steini). Hvernig er hinn örugga undirstaða eins og Jesús Kristur? Þau gætu bætt kubbum við bygginguna fyrir hverja hugmynd sem þau miðla um hvað þau geti gert til að fylgja honum.

Helaman 5:21–52

Andinn talar lágri, hljóðlátri röddu.

  • Röddin sem lýst er í Helaman 5:29–30, 45–47 kennir okkur hvernig heilagur andi talar til okkar á einn hátt. Til að hjálpa börnum ykkar að skilja þennan sannleika, íhugið þá að lesa „kafla 37: Nefí og Lehí í fangelsi“ (Sögur úr Mormónsbók, 99–102). Þegar þið ræðið um röddina sem fólkið heyrði, talið þá mildri röddu. Endurtakið söguna nokkrum sinnum og bjóðið börnunum að hvísla með ykkur. Hjálpið þeim að íhuga hvernig heilagur andi getur talað til okkar á fleiri vegu. Til að undirstrika þessa reglu, gætuð þið sungið saman „Heilagur andi“ (Barnasöngbókin, 56).

Helaman 5:20–52

Iðrun veitir ljós í stað andlegs myrkurs.

  • Til að undirstrika hvað Helaman 5:20–41 kennir um ljós og myrkur, reynið þá að lesa eða draga saman þessi vers í myrkri og nota aðeins vasaljós til lýsingar. Börn ykkar gætu hlustað eftir því sem fólkið þurfti að gera til að myrkrinu yrði svift frá. Kveikið síðan ljósið og lesið saman vers 42–48. Hvað kenna þessi vers okkur um iðrun?

Sjá útgáfu þessa mánaðar af tímaritinu Barnavinur til að fá fleiri hugmyndir.

Ljósmynd
Nefí og Lehí í fangelsi

Nefí og Lehí voru jafnvel verndaðir með krafti Guðs í fangelsi.

© Mormónsbók fyrir unga lesendur, Nefí og Lehí umluktir eldstólpa, eftir Briana Shawcroft; óheimilt að afrita