Kom, fylg mér 2024
23.–29. september: „Rísið á fætur og komið til mín.“ 3. Nefí 8–11


„23.–29. september: ‚Rísið á fætur og komið til mín.‘ 3. Nefí 8–11,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Mormónsbók 2024 (2023)

„23.–29. september. 3. Nefí 8–11,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2024 (2023)

Ljósmynd
Jesús birtist Nefítunum

Ég er ljós heimsins, eftir James Fullmer

23.–29. september: „Rísið á fætur og komið til mín“

3. Nefí 8–11

„Sjá, ég er Jesús Kristur, sem spámennirnir vitnuðu um, að koma mundi í heiminn“ (3. Nefí 11:10). Með þessum orðum kynnti hinn upprisni frelsari sig , sem varð til að uppfylla 600 ára gamla spádóma í Mormónsbók. „Þessi birting og yfirlýsing,“ ritaði öldungur Jeffrey R. Holland, „er brennidepill, meginatburður, allrar sögu Mormónsbókar. Þessi atburður var sú staðfesting og tilskipun sem hafði innblásið og upplýst alla spámenn Nefíta. … Allir höfðu talað um hann, sungið honum lof, dreymt hann og beðið fyrir vitjun hans – og hér var hann kominn. Dagur allra daga! Guð, sem snýr hverri dimmri nóttu í bjart dagsljós, var kominn“ (Christ and the New Covenant [1997], 250–51).

Sjá einnig „Jesus Christ Appears in the Ancient Americas“ (myndband), Gospel Library.

Hugmyndir fyrir nám á heimili eða í kirkju

3. Nefí 8–11

Jesús Kristur er ljós heimsins.

Þið gætuð veitt því athygli að ítrekað er fjallað um myrkur og ljós hvarvetna í 3. Nefí 8–11. Hvað lærið þið í þessum köflum um andlegt ljós og myrkur? (sjá til dæmis 3. Nefí 8:19–23; 9:18; 10:9–13). Hvað færir myrkur í líf ykkar? Hvað færir ljós? Af hverju haldið þið að frelsarinn hafi kynnt sig sjálfan sem „ljós og líf heimsins“? (3. Nefí 9:18; 11:11).

Atburðirnir sem lýst er í 3. Nefí 9–11 eru meðal þeirra helgustu í Mormónsbók. Lesið rólega og hugleiðið þá vandlega. Hér eru nokkrar spurningar sem geta hjálpað ykkur: Íhugið að skrá þau hughrif sem berast ykkur.

  • Hvernig hefði mér fundist að vera á meðal þessa fólks?

  • Hvað vekur áhuga minn í þessum kapítulum varðandi frelsarann?

  • Hvernig veit ég að Jesús Kristur er frelsari minn?

  • Hvernig hefur hann verið ljós í lífi mínu?

Sjá einnig Sharon Eubank, „Kristur: Ljósið sem lýs í myrkri,“ aðalráðstefna, apríl 2019.

Skráið hughrif ykkar. Þegar þið skráið þau andlegu hughrif sem þið hljótið, eruð þið líklegri til að hljóta fleiri.

3. Nefí 9–10

Jesús Kristur vill óðfús fyrirgefa.

Öldungur Neil L. Andersen sagði: „Ég ber vitni um að frelsarinn getur og vill ákaft fyrirgefa syndir okkar“ („Iðrist … að ég megi gjöra yður heila,“ aðalráðstefna, október 2009). Leitið í 3. Nefí 9–10 að staðfestingum á því hversu fús Kristur er að fyrirgefa. Hvað finnið þið í 3. Nefí 9:13–22; 10:1–6 sem hjálpar ykkur að skynja elsku hans og miskunn? Hvenær hefur ykkur fundist sem hann hafi tekið ykkur „undir vængi sína“ og „nært“ ykkur? (sjá 3. Nefí 10:4).

3. Nefí 9:19–22

Drottinn gerir kröfu um „sundurkramið hjarta og sáriðrandi anda.“

Fyrir komu frelsarans, voru dýrafórnir táknrænar fyrir fórn Jesú Krists (sjá HDP Móse 5:5–8). Hvaða nýja boðorð gaf frelsarinn í 3. Nefí 9:20–22? Hvernig vísa þau okkur á hann og fórn hans?

Hver finnst ykkur vera merking þess að bjóða fram sundurkramið hjarta og sáriðrandi anda? Af hverju haldið þið að frelsarinn vilji slíka fórn frá ykkur?

3. Nefí 11:1–8

Ljósmynd
seminary icon
Ég get lært að heyra og skilja rödd Guðs.

Hvernig vitið þið þegar Guð talar til ykkar? Ef til vill getur upplifun fólksins í 3. Nefí 11:1–8 hjálpað ykkur að skilja hvernig heyra og skilja má rödd Guðs. Þið gætuð íhugað eiginleika raddar Guðs sem fólkið heyrði og hvað það gerði til að skilja hana betur.

Það gæti líka hjálpað ykkur við að kanna fleiri ritningarvers sem lýsa rödd Guðs eða áhrifum heilags anda. Hér eru nokkrar. Eftir að hafa lesið eftirfarandi, gætuð þið ef til vill skrifað einhverjar leiðbeiningar til að bera kennsl á opinberun: 1. Konungabók 19:11–12; Galatabréfið 5:22–23; Alma 32:27–28, 35; Helaman 10:2–4; Eter 4:11–12; Kenning og sáttmálar 9:7–9; 11:11–14.

Þið gætuð líka haft gagn af því að hlýða á spámenn og postula okkar tíma og fleiri kirkjuleiðtoga sem hafa upplifað að heyra og fylgja rödd Guðs. Nokkrir þeirra miðla upplifunum sínum í myndbandssafninu „Hlýð þú á hann!“ í Gospel Library. Íhugið að horfa á eitt eða fleiri.

Hvernig munið þið tileinka ykkur það sem þið lærðuð um að hlýða betur á og bera kennsl á rödd Guðs?

Sjá einnig Russell M. Nelson, „Hlýð þú á hann,“ aðalráðstefna, apríl 2020; „Hin lága, hljóðláta rödd,“ Líahóna, apríl 2006; Leiðarvísir að ritningunum, „Opinberun,“ Gospel Library.

Ljósmynd
Jesús sýnir Nefítunum naglaförin á höndum sínum

Einn af öðrum, eftir Walter Rane

3. Nefí 11:8–17

Jesús Kristur býður mér að öðlast persónulegan vitnisburð um sig sjálfan.

Um 2.500 manns höfðu komið saman við musterið í Nægtarbrunni þegar Jesús Kristur birtist þar (sjá 3. Nefí 17:25). Þrátt fyrir þann mikla mannfjölda, bauð frelsarinn fólkinu að koma og finna „hver af öðrum“ naglaförin á höndum og fótum hans (3. Nefí 11:14–15). Ímyndið ykkur við lesturinn hvernig það gæti hafa verið að vera þarna. Á hvaða hátt býður frelsarinn ykkur að „rísa á fætur og [koma til sín]“? (3. Nefí 11:14).

Sjá útgáfur þessa mánaðar af tímaritunum Líahóna og Til styrktar ungmennum til að fá fleiri hugmyndir.

Hugmyndir fyrir kennslu barna

Þar sem þessi sunnudagur er fimmti sunnudagur mánaðarins, eru Barnafélagskennarar hvattir til að nota námsverkefnin í „Viðauki B: Búa börn undir ævilanga veru á sáttmálsvegi Guðs.“

3. Nefí 8–9

Jesús Kristur getur verið ljósið mitt þegar ég er í myrkri.

  • Til að hjálpa börnum ykkar að skilja betur upplifanirnar sem lýst er í 3. Nefí 8–9, gætuð þið endursagt eða hlustað á upptökuhluta af þessum kapítulum í myrkvuðu herbergi. Ræðið hvernig það gæti hafa verið að vera í myrkri í þrjá daga. Þið gætuð síðan rætt ástæður þess að Jesús Kristur er sagðist vera „ljós … heimsins“ (sjá 3. Nefí 9:18). Hvað bauð Jesús fólkinu, og okkur, að gera svo hann gæti verið okkur ljós? (sjá 3. Nefí 9:20–22).

3. Nefí 10:4–6

Jesús verndar fólk sitt eins og hæna sem safnar ungum sínum undir vængi sína.

  • Líkingin um hænuna sem safnar saman ungum sínum, getur verið áhrifamikið kennslutæki til að auka skilning barna á eiginleikum og hlutverki frelsarans. Þið gætuð lesið 3. Nefí 10:4–6 meðan fjölskylda ykkar horfir á mynd af hænu og ungum. Af hverju safnar hæna saman ungum sínum? Af hverju vill frelsarinn að við séum í nálægð hans? Hvernig komum við til hans til að njóta öryggis?

3. Nefí 11:1–15

Jesús Kristur býður mér að koma til sín.

  • Hvernig munið þið hjálpa börnum ykkar að finna andann þegar þið lesið saman 3. Nefí 11:1–15? Þið gætuð mögulega beðið þau að segja ykkur þegar þau finna eitthvað í þessum versum sem hjálpar þeim að finna kærleika Guðs. Þið gætuð gert það sama við myndirnar í þessum lexíudrögum eða myndbandið „Jesus Christ Appears at the Temple“ (Gospel Library). Segið börnum ykkar frá því hvernig ykkur líður þegar þið lesið og ígrundið þessa atburði. Látið þau líka miðla tilfinningum sínum.

3. Nefí 11:1–8

Guð talar mildri og lágværri röddu.

  • Ef til vill gætuð þið lesið einhver þessara versa hljóðri, „[lágværri röddu]“ (3. Nefí 11:3). Þið gætuð líka þess í stað spilað upptöku af söngnum „Hin lága, hljóðláta rödd“ (Líahóna, apríl 2006) svo lágt að það heyrist varla. Hvað þurfti fólkið að gera til að fá skilið röddina sem barst frá himni? (sjá vers 5–7). Hvað lærum við af reynslu fólksins?

3. Nefí 11:21–26

Jesús Kristur vill að ég láti skírast.

  • Þegar þið lesið 3. Nefí 11:21–26, gætuð þið boðið börnum ykkar að standa upp í hvert sinn sem þau heyra orðið skírn. Hvað kenndi Jesús um skírn? Ef börnin ykkar hafa áður séð skírn, biðjið þau þá að lýsa því sem fram fór. Af hverju vill Jesús að við látum skírast?

Sjá útgáfu þessa mánaðar af tímaritinu Barnavinur til að fá fleiri hugmyndir.

Ljósmynd
Jesús birtist Nefítunum

Einn hirðir, eftir Howard Lyon.