Kom, fylg mér 2024
30. september–6. október: „Ég er lögmálið og ljósið.“ 3. Nefí 12–16


„30. september–6. október: ‚Ég er lögmálið og ljósið.‘ 3. Nefí 12–16,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Mormónsbók 2024 (2023)

„30. september–6. október. 3. Nefí 12–16,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2024 (2023)

Ljósmynd
Jesús kynnir postulana tólf

Þriðji Nefí: Þessir tólf sem ég hef útvalið, eftir Gary L. Kapp

30. september–6. október: „Ég er lögmálið og ljósið“

3. Nefí 12–16

Það sama átti við um fólkið sem kom saman við musterið í Nægtarbrunni og lærisveina Jesú sem komu saman á fjallinu í Galíleu, sem var að það hafði lifað eftir Móselögmálinu. Það hafði lifað eftir því, sökum þess að það leiddi sálir þess til Krists (sjá Jakob 4:5) og nú stóð Kristur frammi fyrir því og lýsti yfir æðra lögmáli. En jafnvel þau okkar sem aldrei hafa lifað eftir Móselögmálinu, fá þó séð að staðalinn sem Jesús setti lærisveinum sínum er hár. „Ég [vil] að þér séuð fullkomnir,“ lýsti hann yfir (3. Nefí 12:48). Ef þetta gerir ykkur vanmáttug, minnist þess þá að Jesús sagði líka: „Blessaðir eru fátækir í anda, sem til mín koma, því að þeirra er himnaríki“ (3. Nefí 12:3). Þetta æðra lögmál er boð – önnur leið til að segja: „Komið … til mín og látið frelsast“ (3. Nefí 12:20). Þetta lögmál, líkt og Móselögmálið, leiðir okkur til Krists – hins eina sem megnar að frelsa og vernda okkur. „Sjá,“ sagði hann, „ég er lögmálið og ljósið. Lítið til mín og standið stöðugir allt til enda, og þér skuluð lifa“ (3. Nefí 15:9).

Hugmyndir fyrir nám á heimili eða í kirkju

3. Nefí 12–14

Ljósmynd
trúarskólatákn
Ég get verið sannur lærisveinn Jesú Krists.

Hér er ein leið til að læra og tileinka sér það sem frelsarinn kenndi í 3. Nefí 12–14: Veljið nokkur ritningarvers og athugið hvort þið getið gert samantekt á því sem versin kenna með einni setningu sem hefst á: „Sannir lærisveinar Jesú Krists …“. Sem dæmi um það, þá gæti samantekt á 3. Nefí 13:1–8 verið: „Sannir lærisveinar Jesú Krists sækjast ekki eftir lofi fólks fyrir að gera gott.“ Reynið þetta við þessi vers:

Hvað er ykkur blásið í brjóst að gera til að fylgja Jesú Kristi, eftir lestur þessara versa?

Boðorðin í 3. Nefí 12:48 geta virst yfirþyrmandi – jafnvel óyfirstíganleg. Hvað lærið þið af boðskap öldungs Jeffreys R. Holland, „Verið þér því fullkomnir – að lokum“ (aðalráðstefna, október 2017) sem hjálpar ykkur að skilja orð frelsarans í þessu versi? Hvað gerir mönnum mögulegt að verða fullkomir eins og frelsarinn, samkvæmt Moróní 10:32–33?

Sjá Dallin H. Oaks, „The Challenge to Become,“ Ensign, nóv. 2000, 32–34; Gospel Topics, „Become like Jesus Christ,“ Gospel Library; „Drottinn, ég fylgi þér,“ í lausri möppu, nr. 3; „Jesus Christ Teaches How to Live the Higher Law“ (myndband), Gospel Library.

Hafið sýnikennslu. Frelsarinn kenndi djúpan sannleika með því að vísa til kunnuglegra hluta. Þið gætuð gert eitthvað álíka, er þið lærið eða kennið 3. Nefí 12. Það gæti auðgað umræðuna um eilífan sannleika sem frelsarinn kenndi að horfa eða halda á salti, kerti eða yfirhöfn.

3. Nefí 12:1–215:23–2416:1–6

Blessaðir eru þeir sem trúa án þess að fá séð.

Afar fá barna Guðs hafa litið frelsarann augum og hlýtt á rödd hans, líkt og fólkið gerði við Nægtarbrunn. Flest erum við líkari fólkinu sem tilgreint er í 3. Nefí 12:2; 15:23; og 16:4–6. Hvaða loforð eru gefin slíku fólki í þessum versum? Hvernig hafa þessi loforð verið uppfyllt í lífi ykkar?

Sjá einnig Jóhannes 20:26–29; 2. Nefí 26:12–13; Alma 32:16–18.

3. Nefí 12:21–30; 13:1–8, 16–18; 14:21–23

Ég get kappkostað að fága þrár hjarta míns.

Einn efnisþráður í þessum kapítulum, sem þið kunnið að veita eftirtekt, er boð frelsarans um að lifa eftir æðra lögmáli – að vera ekki aðeins réttlát í ytri breytni, heldur líka í hjarta. Gætið að þessum efnisþræði þar sem frelsarinn talar um þrætur (3. Nefí 12:21–26), ósiðsemi (3. Nefí 12:27–30), bæn (3. Nefí 13:5–8) og föstu (3. Nefí 13:16–18). Hvaða fleiri dæmi getið þið fundið? Hvað getið þið gert til að fága ykkar hjartans þrár?

3. Nefí 14:7–11

Himneskur faðir mun gefa mér það sem gott er, ef ég bið, leita og kný á.

Þegar þið lesið boð frelsarans í 3. Nefí 14:7–11, um að biðja, leita og knýja á, hugleiðið þá hvaða „góðar gjafir“ hann myndi vilja að þið bæðuð um. Eftirtalin önnur ritningarvers gætu hjálpað ykkur að skilja hvernig skal biðja, leita og knýja á. Þau gætu líka útskýrt af hverju sumum bænum er ekki svarað á þann hátt sem þið væntið: Jesaja 55:8–9; Helaman 10:4–5; Moróní 7:26–27, 33, 37; og Kenning og sáttmálar 9:7–9; 88:64. Hvernig gætu þessir ritningarhlutar haft áhrif á það hvernig þið biðjið, leitið og knýið á?

Sjá einnig Milton Camargo, „Biðjið, leitið og knýið á,“ aðalráðstefna, október 2020.

Sjá útgáfur þessa mánaðar af tímaritunum Líahóna og Til styrktar ungmennum til að fá fleiri hugmyndir.

Hugmyndir fyrir kennslu barna

3. Nefí 12:14–16

Ég get verið góð fyrirmynd með því að fylgja Jesú.

  • Stundum átta börn sig ekki á því hversu mikið fordæmi þeirra getur blessað aðra. Notið 3. Nefí 12:14–16 til að hvetja þau til að láta ljós sitt skína. Dæmi: Þegar börnin lesa „yður“ eða „yðar“ í þessum versum, biðjið þau þá að benda á sig sjálf. Segið þeim frá ljósinu sem þið sjáið í þeim er þau fylgja Jesú Kristi og hvernig það innblæs ykkur til að fylgja honum líka. Þið gætuð líka sungið saman söng sem hvetur börnin til að láta ljós sitt skína, eins og „Sólskinsbarn“ (Barnasöngbókin, 38).

  • Til að hvetja börn ykkar til að hylja ekki ljósið sitt (sjá 3. Nefí 12:15), látið þau þá skiptast á við að hylja lampaljós eða annars konar ljós. Þau gætu tekið huluna í burtu í hvert sinn sem þau nefna eitthvað sem þau geta gert til að vera öðrum góð fyrirmynd.

3. Nefí 13:19–21

„Safnið yður heldur fjársjóðum á himni.“

  • Að lesa þessi vers gæti hvatt til umræðna um það sem okkur er dýrmætt. Þið gætuð ef til vill farið í fjársjóðsleit með börnum ykkar, til að finna eitthvað sem minnir þau á fjársjóði af eilífu gildi.

3. Nefí 14:7–11

Himneskur faðir svarar bænum mínum.

  • Þegar þið lesið 3. Nefí 14:7, gætu börn ykkar gert hreyfingar sem táknað geta hvert boð frelsarans í þessum versum. Dæmi: Þau gætu rétt upp hönd (spyrja eða biðja), myndað kíki með höndum sínum yfir augun (leita) eða látist banka á hurð (knýja á). Hjálpið börnum ykkar að íhuga hvað þau gætu sagt og beðið um í bænum sínum.

  • Börn gætu haft gaman af leik þar sem þau biðja um eitthvað ákveðið og fá síðan eitthvað allt annað í hendur. Hvað vildi frelsarinn að við vissum um himneskan föður í 3. Nefí 14:7–11?

3. Nefí 14:21–27; 15:1

Frelsarinn vill að ég hlýði á og tileinki mér það sem hann kennir.

  • Hugsið um það hvernig þið gætuð hjálpað börnum ykkar að sjá fyrir sér dæmisöguna í þessum versum. Börn ykkar gætu ef til vill teiknað myndir, gert hreyfingar eða byggt eitthvað á föstum og lausum jarðvegi. Þau gætu líka sett eigin nöfn í stað „hyggnum manni,“ er þau lesa 3. Nefí 14:24–27 eða syngja „Hyggni maðurinn og heimski maðurinn“ (Barnasöngbókin, 132). Þau gætu líka þess í stað staðið upp í hvert sinn sem þau heyra orðin „gjörir eða breytir“ í einhverri mynd í 3. Nefí 14:21–27 og 15:1.

  • Hér er lexía sem þið gætuð prófað: Biðjið börn ykkar að ímynda sér að annar fótur þeirra tákni að heyra orð frelsarans og hinn tákni að gera það sem frelsarinn kenndi. Bjóðið börnum ykkar að reyna að halda jafnvægi aðeins á „heyrandi“ fætinum. Hvað myndi gerast ef sterkur vindur blési í gegnum herbergið? Þið og börn ykkar gætuð síðan leitað að sérstökum hlutum sem frelsarinn kenndi okkur að gera: sjá 3 Nefí 12:3–12, 21–26; 13:5–8.

Sjá útgáfu þessa mánaðar af tímaritinu Barnavinur til að fá fleiri hugmyndir.

Ljósmynd
Jesús kennir Nefítunum

Frelsarinn vitjar fólksins í Ameríku, eftir Glen S. Hopkinson